Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 177

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 177
177 taumlaus árásargirnin eða grimmdin vera andstæður. Átrúnaðurinn, sem felur í sér að vera meðvitaður um refsandi og gjaflynt alvald Guðs, getur aldrei einn og sér „siðmenntað“ eða tamið kenndirnar. Þvert á móti: Átrúnaðurinn er ávallt jafn „siðmenntaður“ og það samfélag eða sú stétt sem hann þjónar. Og vegna þess að tilfinningar eru hér látnar í ljós á þann hátt sem við könnumst aðeins við í okkar eigin menningarheimi hjá börn- um, köllum við tjáningu þeirra og gerð „barnalega“. Einu gildir hvar okkur ber niður í skjölum frá þessu tímabili, alls staðar má finna það sama: Líf þar sem önnur lögmál gilda um kenndir en hjá okkur, tilvist án öryggis, án þess að geta horft alltof langt fram í tímann. Sá sem hvorki elskaði né hataði af fullum krafti á þessum tímum, sá sem ekki hélt velli í þessum leik ástríðnanna gat allt eins gengið í klaustur. Í heimi lystisemdanna var hann jafn glataður og sá sem ekki var fær um að temja ástríður sínar eða „siðmenntast“ og leyna hvötum sínum í samfélagi síðari tíma, einkum við hirðina. 5. Í báðum tilvikum er það samfélagsgerðin sem krefst og leggur rækt við tiltekin viðmið er lúta að sjálfsstjórn. „Við“, segir Luchaire: með okkar friðsamlegu siði og venjur, sem lifum við það öryggi sem nútímaþjóðfélagið tryggir öllum eignum og einstaklingum af svo mikilli umhyggju, getum varla gert okkur í hugarlund hvernig hitt samfélagið var. Í þá daga var landið sundrað í dreifbýlishéruð og íbúar hvers héraðs mynduðu að vissu leyti fyrir sig litla þjóð sem hafði ímugust á öllum öðrum. Þessum héruðum var síðan skipt upp á milli fjölmargra óðalsbænda og lénsherra sem voru iðnir við að berjast innbyrðis. Jafnt hinir háu herrar, barónarnir, og smærri léns- herrar bjuggu við yfirþyrmandi einangrun og áttu í stöðugum ill- deilum við drottnara sína, stéttarbræður eða þegna. Við þetta bætt- ust stöðug átök á milli einstakra bæja, þorpa, dala, sem og ófriður á milli nágranna, sem virtist spretta ósjálfrátt af fjölbreytileika þessara aðgreindu lendna.29 Lýsingin sýnir ágætlega það sem hingað til hefur svo oft verið varpað fram sem almennri skoðun, nefnilega samhengið á milli samfélagsgerðar og hvatalífs. Hér er ekki að finna neina miðstýringu sem er nægilega öflug til að halda aftur af fólki. Ef miðstýrt vald styrkist í hinu eða þessu héraðinu, 29 Luchaire, sama rit, bls. 278. AF ÁRÁSARGIRNINNI OG UMBREYTINGUM HENNAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.