Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 49

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 49
49 frelsi og jafnræðisregla sitja í öndvegi. Þjóðkirkjan verði því sem stofnun að fylgja þeim lýðræðisreglum sem samfélagið lúti. Gunnar Kristjánsson hefur svipaða sýn, en hann leggur þó meiri áherslu á menningarlegt hlut- verk þjóðkirkjunnar og virkni presta sem guðfræðinga í orðræðu hennar. Innan samstæðilegrar guðfræði í Þýskalandi hefur nokkuð verið tekist á um þessa „krísu“. Þar hefur jafnframt verið bent á leiðir til úrbóta sem byggjast á sterkum guðfræðilegum rökum.68 Gunnar Kristjánsson hefur lagt sig fram um að kynna þessa umræðu á Íslandi. Gunnar Kristjánsson fjallar um hlutverk þjóðkirkjunnar í íslensku sam- félagi innan frá, ef svo má að orði komast. Áherslan í framsetningunni hvílir á vægi boðunarinnar í orðræðu samtímans.69 Gunnar lætur sig miklu varða tengsl kristindómsins við menningu og listir. Að mati hans er það kristindóminum eðlislægt að boðskapur ritningarinnar finni sér farveg í menningunni, menn hafi löngum nýtt sér hugtök, myndir og kenning- ar til að tjá inntak þeirrar sýnar á tilvist mannsins sem kristnin miðlar. Menningin sé margslungið samspil táknkerfa sem taki sífelldum breyting- um. Frjálslynd guðfræði virði það, en í þessu samhengi sé ókleift að leggja hana að jöfnu við afstæðishyggju. Í henni sé miklu fremur gert ráð fyrir því að táknheimur trúarinnar verði undirstaða menningarinnar þar sem innan hans er eindregið tekist „á við þyngstu spurningarnar, tilvistarglím- una sjálfa, spurningar um líf og dauða“.70 Í frjálslyndri guðfræði á sér stað samtal við menninguna, að mati Gunnars, en flótta inn í játningabundinn dogmatisma er aftur á móti hafnað. Táknheimur kristninnar lúti því svip- uðum lögmálum og menningin almennt og orðræðu fortíðar þurfi því að heimfæra til samtíðarinnar í krafti túlkunar. Af þessum sökum þurfi að gera skýran greinarmun á trúnni og kenningum um trúna. Einkenni íhaldssamrar guðfræði sé hins vegar að skipta trúnni út fyrir kenningar um 68 Um þessa umfjöllun í Þýskalandi og hvernig megi nýta sér hana er t.d. fjallað í grein Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, „Er þörf á nýrri guðfræði?“, Skírnir haust/2006, bls. 378–402. Sjá einnig Sigurjón Árna Eyjólfsson, Ríki og kirkja, bls. 137–149; Sigurjón Árna Eyjólfsson, „Boðun og afhelgun“, Kirkjuritið 2/2009, bls. 3–8; Sigurjón Árna Eyjólfsson, „Trúarheimspeki og guðfræði“, Glíman 7/2011, bls. 273–303. 69 Nánar um guðfræðilega nálgun Gunnars Kristjánsonar, sjá Sigurjón Árna Eyjólfs- son, „Fjallræðufólkið“, Skírnir haust/2005, bls. 431–442. 70 Gunnar Kristjánsson, „Trúmaður á tímamótum“, Tru.is, 30. nóvember 2011, sótt 20. febrúar 2012 af http://tru.is/pistlar/2011/11/trumadur-a-timamotum. Sjá nánar hjá Gunnari Kristjánssyni, „Í breytilegum táknheimi: um tákn og táknfræði í kirkju og guðfræði“, Afmæliskveðja til Háskóla Íslands, Akureyri: Hólar, 2003, bls. 283–300. ÞJÓðKIRKJA OG KRÍSA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.