Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 29
DV Fólkið ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚN(2008 29 MILLJON DOLLARA KONAN: Veffsíðan savvycom mun birta viðtal við Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, keppanda í leitinni að milljón dollara konunni. Ásdís segist hlakka til að fara út þar sem hún verður í rúmar tvær vikur í burtu. Ásdís gefur lesendum DV smjör- þefinn af því sem koma skal á næsta ári og birt- ir myndir af keppinautunum. „Þetta eru allt voðalega sætar stelpur sem eiga flottar myndir af sér eins og ég en munur- inn liggur kannski helst í því að að ég er búin að gera fullt af öðrum hlutum á meðan þær ein- blína meira á fyrirsætuferilinn," segir Ásdís Rán í símanum en hún sat úti á svölum í 25 stiga hita að vinna í tölvunni. „Hvað er milljón dollara konan? Er það ein- ungis fyrirsæta eða kona eins og ég sem er móðir og í bisness?" spyr Ásdís Rán sig. Það er nóg um að vera hjá Ásdísi þessa dag- ana. Hún er nýkomin heim frá Tyrklandi þar sem hún og Garðar Gunnlaugsson, eiginmað- ur hennar, gerðu lítið annað en elta krakkana í viku. Ásdís Rán fer út í byrjun janúar. Hún seg- ist ætla að koma sér í gott líkamlegt form fyrir keppnina, en veit ekki alveg við hverju á að bú- ast. „Ég veit ekki við hverju ég á að búast. Hvort ég fái einhverjar spurningar. Hvort ég þurfi að hlaupa eða telja upp forseta Bandaríkjanna. Það verður keppt í gáfum og fegurð. Það hlýt- ur að vera ef maður pælir í konseptinu," segir Ásdís. Það er alltaf nóg að gerast í kringum Ásdísi. Nú síðast hefur hún sett fyrirtæki sitt Ice mod- els á sölu. „Ég næ ekki að sinnu þessu héðan. Það er voða erfitt að halda þessu gangandi þar sem ég er sjálf að módelast og að hugsa um börnin mín," útskýrir Ásdís. Með sölunni fylgja hinar ýmsu keppnir þar á meðal Hawaiian Tropic-keppnin á fslandi. Ásdís ætlar að halda áfram með keppnina í Svíþjóð og Noregi. Ásdís segist lítið kvíða fyrir ferðinni og keppninni. Hún lítur á þetta sem tækifæri hvort sem hún vinni í keppninni eða ekki. Ásdís blæs einnig á alla gagnrýni. „Ég lenti á einhverju spjallborði um daginn þar sem var heil umræða um hvað ég væri ljót. Hvað er að þessu fólld?" spyr Ásdís og heldur áfram. „Ég heyri samt sem áður miklu meira gott en slæmt." Ásdís heldur út til Ástralíu eftir áramót. „Ég verð þarna í tvær vikur. Þátturinn verður tekin upp á átta til níu dögum. Svo verðum við þarna nokkrum dögum lengur," segir Ás- dís sem verður með au pair heima í Svíþjóð á meðan hún verður í Ástr- alíu sem mun hjálpa til með börnin. „Þetta er ekkert stórmál fyrir Garð- ar. Hann er fótboltamaður. Vinnur tvo til þrjá tíma á dag. Hann er van- ur að vera heima með börnin þegar ég ferðast." hanna@dv.is Ásdís Rán Gunnarsdóttir Keppir um titilinn milljón dollara konan. Hún segist ekki alveg vita hvernig hún eigi að undirbúa sig því hún veit ekki hvers konar keppni hún stefnir í. Lisa Angeline Frá Bandaríkjunum líðurvel á sófanum. ^ POPP- PUMKTUR SNYR AFTUR Hlustendur Rásar 2 hafa að öll- um lfldndum tekið eftir-þeim miklu breytingum sem orðið hafa á dagskránni á útvarpsstöð- inni að undanförnu. Poppland er nú á dagskrá frá klukkan níu á morgnana til fjögur á daginn og meðal fastra dagskrárliða á mið- vikudögum er spurningakeppn- in Popppunktur. Það er enginn annar en Dr. Gunni sjálfur ásamt Óla Palla sem stjórnar þættin- um og mæta þeir með ferskar og poppaðar spurningar í hverri viku. Liðin eru tveggja manna og skipuð fólki úr tónlistarheim- inum. Sextán lið leggja upp í keppnina og að fimmtán vikum liðnum stendur eitt lið uppi sem Popplandsmeistari Popppunkts. Fyrsti Popppunkturinn fer í loft- ið í fyrramálið og fyrstu kepp- endurnir eru blaðamennirnir Atli Fannar Bjarkason og Birgir Örn Steinarsson sem etja kappi við tónleikahaldarana Guðbjart Finnbjörnsson og Grím Atlason. PLATAI AGUST Hljómsveitin Motion Boys hef- ur skrifað undir plötusamning við Senu. Hennar fyrstu plötu er að vænta í ágúst en beðið hefur ver- ið eftir henni með mikilli eftir- væntingu eftir að lögin Waiting to Happen og Hold Me Closer slógu í gegn á síðasta ári. Upptökur á plöt- unni hefjast 16. júní næstkomandi enbúast má við nýju lagi í spilun ffá sveitinni um miðjan júlí. Sveitin var meðal þeirra sem voru tilnefnd- ir sem bestu nýliðarnir á Hlust- endaverðlaunum FM 957 en hana skipa færir tónlistarmenn úr ólíkum áttum. Grétar Mar var meðal þeirra 100 íslendinga sem fóru í bítlaferð á dögunum: ÞINGMAÐUR f PÍLAGRÍMSFERÐ „Þetta var stórkosdeg ferð í alla staði," segir Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, en hann var í stórum hópi íslend- inga sem heimsóttu bítlaborgina Liverpool nýlega. „Það voru um hundrað manns sem fóru og það var frábær stemmning í hópnum," en Grétar segir þó að týnst hafi úr hópnum vegna skjálftans á Suður- landi. í hópnum voru meðal annars meðlimir Hljóma sem héldu tón- leika fýrir hópinn í Liverpool. Grétar svarar því játandi þegar hann er spurður hvort um pflagrímsferð hafi verið að ræða, „Já, maður hef- ur haldið upp á Bídana alla ævi." Margt eftírminnilegt gerðist í ferð- inni en Grétar segir heimsóknina á Hard Days Night hótelið hafa staðið upp úr. „Við fórum þar í svítu Johns Lennon þar sem var spilað á flygil og gítar kappans. Hljómar sungu Bláu augun þín og hópurinn söng með." Grétar segir að það hafi verið frá- bært að hlýða á Hljóma. „Síðan var bónusinn að fara á frábæra tónleika með sjálfum Paul McCaitney," segir Grétar að lokum en þess má til gam- ans geta að Bjartmar Guðlaugsson tók myndirnar sem eru með grein- inni. aigeir@dv.is Grétar Mar Keypti sér & bítlajakka og húfu (stfl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.