Peningamál - 01.07.2008, Side 22

Peningamál - 01.07.2008, Side 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 22 stærri hluti þeirra færst á efnahagsreikning bankakerfisins. Erlendis hefur borið á því að félög hafi verið tekin yfir af bönkunum og þannig færst á efnahagsreikning þeirra og ekki er óhugsandi að slíkt gæti hafa gerst hér í einhverjum mæli. Yfirdráttarlán til fyrirtækja hafa vaxið um fjórðung á fyrstu fimm mánuðum ársins samanborið við sama tíma í fyrra. Gæti það skýrst af þrengingum á mörkuðum sem og greiðara aðgengi að slíkum lánum en lánum til lengri tíma. Framboð lánsfjár gæti þó aukist í kjölfar aðgerða sem ríkisstjórn- in hefur nýlega tilkynnt. Lán Íbúðalánasjóðs miðast nú við að nema að hámarki 80% af kaupvirði eignar í stað þess að miðast við bruna- bótamat líkt og áður var. Hámarkslán sjóðsins voru einnig hækkuð úr 18 m.kr. í 20 m.kr. Einnig var tilkynnt að stofnaðir yrðu tveir nýir lána- flokkar, annar í þeim tilgangi að endurfjármagna íbúðalán sem þegar hafa verið veitt og hinn til lánastofnana til fjármögnunar á nýjum lánum. Ljóst er að hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs eykur fram- boð lánsfjár, en erfitt er að segja til um hver áhrif útgáfa nýrra flokka verða fyrr en nánari upplýsingar um framkvæmd þeirra liggja fyrir. Fjármálaleg skilyrði hafa haldið áfram að versna Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja hafa versnað til muna undan- farin misseri og hefur sú þróun haldið áfram þrátt fyrir lækkun raun- stýrivaxta. Óverðtryggðir vextir og vextir skammtímalána hafa haldið áfram að hækka. Erfitt hefur reynst fyrir fyrirtæki að sækja fjármagn á skuldabréfamarkað og kjör í þeim útboðum sem farið hefur verið í hafa versnað verulega. Verðbólga hefur aukist mikið í kjölfar lækk- unar á gengi krónunnar á fyrsta fjórðungi ársins, sem hefur skilað sér í hækkandi verðbótum verðtryggðra lána, og þar sem íbúðaverð er byrjað að lækka hefur eigið fé skuldsettra íbúðaeiganda minnkað. Mikil lækkun á gengi krónunnar frá því í mars hefur jafnframt valdið því að stofn gengisbundinna lána hefur hækkað töluvert. Á sama tíma hefur velta á fasteignamarkaði verið í sögulegu lágmarki, erfitt getur því verið að selja húsnæði ef þrengir að heimilum sökum þessa. Á móti kemur að Íbúðalánasjóður hefur tvívegis lækkað útlánsvexti sína frá útgáfu síðustu Peningamála, um 0,3 prósentur í apríl og 0,15 prósentur í júní. Vöxtur peningamagns jókst mikið eftir að herða fór að á láns- fjármörkuðum og eignaverð fór að lækka. Til að bregðast við þessum breytingum hafa íslensku bankarnir leitað leiða til að auka hlutfall innlána í fjármögnun sinni. Skýrir það að hluta aukinn vöxt peninga- magns. Dregið hefur úr ársvexti peningamagns frá því að hann náði sögulegu hámarki í mars sl., en hann er enn gríðarlega mikill eða tæplega 44%. Stafar það einkum af samdrætti minnst bundnu inn- stæðanna, sem höfðu vaxið mjög undanfarna mánuði. 12 mán. breyting (%) Mynd III-10 M3 og innlend útlán innlánsstofnana Janúar 2002 - maí 2008 Heimild: Seðlabanki Íslands. M3 Útlán Útlán án áætlaðrar gengis- og verðuppfærslu Raungildi útlána -10 0 10 20 30 40 50 60 70 2008200720062005200420032002 M.kr. Mynd III-11 Fjöldi og fjárhæð nýrra íbúðalána hjá innlánsstofnunum September 2004 - maí 2008 Heimild: Seðlabanki Íslands. Fjárhæð (v. ás) Fjöldi (h. ás) 0 5.000 10.000 15.000 20.000 25.000 30.000 35.000 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 2008200720062005‘04 Fjöldi

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.