Kópavogsblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 4

Kópavogsblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 4
Ómar Stefánsson, fulltrúi Fram- sóknarflokks í bæjarstjórn Kópa- vogs skipaði 1. sæti listans við síðustu bæjarstjórnarkosningar. Hann var þó ekki nýr í bæjar- málapólitíkinni, hafði tekið virk- an þátt í kosningabaráttunni og skipað sæti á listum Framsókn- arflokksins nokkrar síðustu kosningar. Hann náði kosningu sem 3. maður á lista Framsókn- arflokksin 2002, en þá leiddi Sigurður heitinn Geirdal, þáver- andi bæjarstjóri, listann. Ómar Stefánsson hefur verið formaður bæjarráðs Kópavogs síðan við bæjarstjórnarkosning- ar vorið 2006. Hann leiddi þá framboðslista Framsóknarflokks- ins sem beið mikið afhroð í kosningunum, tapaði tveimur af þremur bæjarfulltrúum flokks- ins. KÓPAVOGSBLAÐIÐ spurði Ómar hverju þar var helst um að kenna? “Nú þegar liðið er aðeins frá kosningunum sjálfum og maður lítur svona á þetta úr ákveðinni fjarlægð, held ég að það hafi spil- að margt inn í eins og að við Fram- sóknarmenn í Kópavogi fórum í gengum mikla endurnýjun. Því bæði í kosningunum 1998 og 2002 voru sömu einstaklingarnir í sex efstu sætunum. Þannig að það fór vel slípað saman í gegnum þær kosningar. Framsóknarflokkurinn á landsvísu var í umdeildum mál- um og það sama mátti segja um þáverandi formann flokksins. Við gerðum ákveðin mistök við að raða upp listanum. Hefðum átt að ganga lengra í að nýta okkur krafta þeirra sem fóru í gegnum prófkjörið með okkur. Ég var að leiða listann í fyrsta skipti og síðast en ekki síst andlát Sigurðar Geirdals sem hafði verið gríðarlega vinsæll bæjarstjóri og oddviti okkar Framsóknarmanna í Kópavogi. Ég held að kosningabar- átta okkar hafi verið eins og við gátum best og við lögðum mikla áherslu á að vinna tvo menn. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mikilvægt að maður lærir af reynsl- unni,” segir Ómar Stefánsson. - Var rétt af þér að halda áfram samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn eftir þá slæmu útkomu? “Meirihlutinn hélt velli og þess- ir flokkar höfðu unnið gríðarlega vel saman í Kópavogi síðan 1990 og í þeirri stöðu sem Framsóknar- flokkurinn var, mat ég það þannig að það var ekkert um annað að ræða enda bæði VG og Samfylking með blá slaufu í hárinu sitjandi á brúsapallinum eins og einhver ágætur Framsóknarmaður sagði eftir alþingiskosningarnar. Það voru ekki allir sammála mér í flokknum en engu að síð- ur var samstarfið samþykkt sam- hljóða á fulltrúaráðsfundi Fram- sóknarflokksins.” - Er meirihlutasamstarfið á jafn- réttisgrundvelli milli Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks eða er því stýrt í samræmi við fylgi flokk- anna? Minnihlutaflokkarnir í bæj- arstjórn Kópavogs, Samfylking og VG segja að þú sért aðeins hand- bendi Gunnars I. Birgissonar bæj- arstjóra í meirihlutasamstarfinu. Hvað segir þú um það? “Allt samstarf þessara flokka í Kópavogi er á algerum jafnrétt- isgrundvelli og er það mitt mat að það sé grunnur að því góða samstarfi sem við höfum átt allan þennan tíma. Ég hef svolítið gam- an af þessu tali um að ég sé hand- bendi Gunnars því ég hef séð odd- vita minnihlutaflokkanna bráðna eins og smér í höndunum á Gunn- ari og varla geta stunið upp orði þegar sótt hefur verið að þeim. Hitt vita allir að Gunnar er eld- hugi og athafnamaður. Hann á það til að tala í fyrirsögnum og stundum forsíðum en það er nú þannig að Kópavogur hefur verið í mikilli uppbyggingu í rúman ára- tug og þegar svo er má búast við að sviðsljósið beinist að okkur í Kópavogi.” Aldrei lofað óperuhúsi - Fyrir síðustu kosningar lofuðu núverandi meirihlutaflokkar að innan skamms risi hér glæsilegt óperuhús. Ekkert bólar á því og minnihlutaflokkarnir hafa bent á það og segja að það hafi aðeins verið kosningabrella, óperuhús sé meira orðið þeirra mál, áhugi þeirra fólks sé miklu meiri fyrir því að þetta menningarmál nái fram að ganga í Kópavogi. Var óperu- húsið kosningabrella eða mun óperuhús rísa í Kópavogi á næstu árum og hvað mun það þá kosta bæjarbúa? “Það verður að vera á hreinu að Framsóknarflokkurinn hefur aldrei lofað óperuhúsi og var ekki með óperuhús á sinni stefnuskrá fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn var með það og það er einnig í málefna- samningi þessara flokka. Þetta er enginn kosningarbrella held ég, Gunnar I. Birgisson hefur verið að vinna að þessu af heilum hug og gengið mjög vel að fá til liðs við okkur einstaklinga og fyrirtæki til að koma að fjármögnun á óperu- húsi. Ég hef þá trú að þetta verði að veruleika. Ég hef sjálfur sagt að það komi ekki til greina að þetta hús verði rekið af bæjarsjóði en það er ljóst að þetta hús verður ekki byggt nema með aðkomu rík- isins og Kópavogsbæjar.” Mikilvægt að halda sjálf- stæði í skipulagsmálum - Deiliskipulag á svokölluðu “Gustssvæði” er í nokkru uppnámi eftir að umhverfisráðuneytið neit- aði því staðfestingar. Mun þar rísa háhýsahverfi í náinni framtíð í góðri sátt við alla, þ.m.t. Garðbæ- inga? “Ég vil nú ekki ganga svo langt að segja að skipulagið sé í upp- námi. Hinsvegar er athyglisvert að þáverandi umhverfisráðherra gekk að mínu mati langt út yfir sitt svið með því að setja þetta í það ferli sem hún gerði. Það er mikilvægt að sveitarfélögin haldi sínu sjálfstæði í skipulagsmálum og bæði ráðuneytið og skipulags- stofnun treysti sveitarfélögunum áfram á þessu sviði. Ég hef enga trú á öðru en að við eigum eftir að lenda þessu og að þarna mun rísa hverfi í góðri sátt við alla, þ.m.t. Garðbæinga.” - Endurskoðuð fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2007 skil- ar 2,1 milljarði króna rekstraraf- gangi samkvæmt samþykkt bæj- arstjórnar 23. október sl. Hvernig viltu nýta þennan rekstrarafgang til hagsbúa fyrir Kópavogsbúa? “Við munum halda áfram að huga að innra starfi bæjarins, t.d. hvað varðar skóla og íþróttamál. Við munum halda áfram að lækka leikskólagjöldin svo eitthvað sé nefnt. Eins er það staðreynd að við þurfum að fara að huga enn betur að starfsmannmálum, sér- staklega í skólum og leikskólum og ég hef vissar áhyggjur af fram- tíðinni. Því fagmenntaðir kennarar, hvort sem þeir eru að starfa í leikskóla eða grunnskóla, eru eftirsóttur starfskraftur og við verðum einfaldlega að ná góðri lendingu með launanefnd sveitar- félaga og Kennarasambandinu í næstu samningum,” segir Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar. 4 Kópavogsblaðið NÓVEMBER 2007 “Samstarf meirihlutaflokkanna í bæjar- stjórn á algerum jafnréttisgrundvelli” Ómar Stefánson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs Kópavogs við strætó á Hálsatorgi. Allt samstarf Fram- sóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks í Kópa- vogi er á algerum jafnréttisgrundvelli og er það mitt mat að það sé grunnur að því góða samstarfi sem við höfum átt all- an þennan tíma. Ég hef svolítið gaman af þessu tali um að ég sé handbendi Gunnars því ég hef séð oddvita minnihlutaflokkanna bráðna eins og smér í höndunum á Gunnari og varla geta stunið upp orði þegar sótt hefur verið að þeim. Séð yfir svokallað “Gustssvæði” í Kópavogi. - segir Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.