Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1949, Side 209

Skírnir - 01.01.1949, Side 209
Skímir Ritfregnír 201 ar yndi af þvi verki. Að þessu hef ég dáðst oft og mörgum sinnum. Slík ástundun hefur komið sér vel í þetta sinn, því að hér er ekki i smátt ráðizt, að gera skrá mannanafna og ömefna í Islendingasögum. Þetta var vel til fallið og harla nauðsynlegt, því að ekkert slíkt verk var til áður. Þegar um ömefni var að ræða og menn vildu vita, hvort það eða það nafnið kæmi fyrir í Islendingasögum, var ekki um annað að gera en leita líklega sem ólíklega í sögunum, þangað til maður þótt- ist viss um, hvort það kæmi þar fyrir eða ekki. Nú verður hægra um vik i þessu efni. Ef mönnum lék hugur á að komast að þvi, hvar manns væri getið, var helzt að leita í rit Linds: Norsk-islándska dopnamn och fingerade namn frán medeltiden (Uppsölum 1905—15). Það verður ekki ofsögum af því sagt, af hve mikilli vandvirkni það verk er unnið, en á því er þó mikill annmarki. Sjónarmið Linds var fyrst og fremst mál- fræðilegt frekar en sagnfræðilegt. Hann gerði sér allt far um að til- greina allar myndir nafnsins á öllum stöðum, og væri nafnið algengt, raðaði hann ekki nöfnunum sagnfræðilega, heldur lét sér nægja að segja, að það hafi verið algengt. Ef enginn vafi leikur á mynd og beyg- ingu nafns, hefði vitanlega verið alveg fullnægjandi að tilgreina það í stuttu máli, en geta nánar aðeins um afbrigði (t. d. breytingar mynd- ar vegna hljóðbreytingar eða mállýzkumismunar), og mátti svo nota rúmið í staðinn til að greina nöfnin sagnfræðilega. Þegar um vafasam- ari nöfn var að ræða, var auðvitað þörf meiri málfræðilegrar smá- smygli. En vegna þess, hvemig þetta merka verk var hugsað í upphafi, kom það ekki að sliku gagni fyrir sagnfræðirannsóknir sem þörf var á, einkum að þvi er snertir algengari nöfn. Ur þessu bætti að nokkru við- bótarbindi af riti Linds (Ösló 1931), en hvergi nærri til hlítar. Regist- ur Guðna við Islendingasögumar er því mesti aufúsugestur öllum þeim, sem hug hafa á fom-íslenzkri mannfræði og sagnfræði. Þá er staðanafna- skrá Guðna ekki síður velkomin, því að hér er komið í einn stað allt örnefnaefni þessa mikla fornsagnaflokks. Gerir þetta nú allt hægara inn vik. Flestöll örnefni konungsagna er að finna í nafnaskránni í síðasta bindi Fommannasagna, fljótlegt er að finna þau, sem koma fyrir í Sturlungu og Biskupasögum, þá er Fornbréfasafn og annálar, og er þá ekki mikið eftir. Ég hef dálítið athugað nafnaskrárnar hér, sérstaklega skrána yfir mannanöfn, og virtust mér þær gerðar af mikilli gaumgæfni. Guðni Jóns- son er, eins og allir vita, ágætlega að sér í íslenzkum fræðum, en ég hygg hann hafi ekki hvað minnstar mætur og þekkingu á íslenzkri mannfræði. Ýmislegt nýtt er hér í ættfærslum, en þó hefur Guðni yfir- leitt varazt hæpnar tilgátur, sem ekki eiga hér heima. Hinar fornu ætt- artölur em, sem von er til, nógu vafasamar í mörgum greinum, þó að ekki sé á það bætt. Hafi Guðni þökk fyrir þetta verk. E. 0. S.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.