Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1958, Síða 279

Skírnir - 01.01.1958, Síða 279
Skímir Ritfregnir 273 sem fyrstu tvær bækur hans voru orðnar ófáanlegar, þegar hin þriðja í röðinni, Veturnóttakyrrur, kom út. Jónas er að ýmsu leyti sérstæður höfundur. Hann hlaut þjálfun sina á ritvellinum sem blaðamaður. Það hefur raunar verið sumum rithöf- undum óhollur skóli að hafa stundað blaðamennsku. Starfið er nefni- lega þess eðlis, að oft verður að hafa hraðan á. Hættir því blaðamönnum til að hugsa of hratt og láta vaða á súðum, að því er mál og stíl varðar. Jónasi hefur tekizt furðanlega að sneiða hjá þessum hættum. Að vísu er hann tíðast óþarflega orðmargur og teygir lopann óspart, en flestir útúrdúrar hans eru frásögninni til bragðbætis, og stundum eru þetta smellnar skrýtlur. Er þá komið að einu megineinkenni Jónasar sem rit- höfundar, en það er góðlátleg, en þó drjúg kimni, sem lætur lítið yfir sér. I frásögninni af Mr. Sommers er samt allt of langt gengið í þá átt að knýja fram fyndni. Bókin greinist í þrjá kafla: frásagnir, svipmyndir og sögur. Á frá- sögnum og svipmyndum er sá einn munur, að frásagnimar eru lengri. Sögurnar þrjár skera sig hins vegar úr og eru, að þvi er mér finnst, heldur lakari, hin fyrsta of langdregin, hinar tvær hálfþyngslalegar. En beztu rithöfundarkostir Jónasar leyna sér ekki i bókinni. Hann kann þá list að segja frá á þann hátt, að allt verði sjónhæft og lifandi. Eftir- tektargáfan er í bezta lagi, enda gerir hann mikið að því að lýsa hlut- unum út í yztu æsar, svo að sumum finnst eflaust nóg um smáatriðin. Sitt af hverju hefur Jónas lært af þeim Þórbergi og Laxness, að því er tekur til stíls og frásagnarháttar, en allt um það á hann sinn eigin tón, sem ekki verður villzt á. Vinsældir sinar á Jónas ekki sízt því að þakka, að hann hefur gert sér mikið far um að kynnast og skrifa um alþýðu manna við hversdagsleg störf sín á landi og sjó. Fólkið í landinu sér lifs- baráttu sína speglast i bókum hans. Eftirminnilegar eru frásagnir hans Færeyingar og Eitt skot í öræfum, svo að eitthvað sé nefnt, og svipmynd- irnar Er hó? og Hann Dindill okkar. Verður hér látið staðar numið, þótt nefna mætti ýmislegt fleira, sem vel er gert. Og þegar á allt er litið, er Veturnóttakyrrur bók, sem ánægja er að lesa. Gunnar Sveinsson. Ólafía Jóhannsdóttir: Rit I—II. Hlaðbúð. Reykjavík 1957. Varla mun nokkur samtíðarkona Ólafiu Jóhannsdóttur hafa átt jafn- óvenjulega og umsvifamikla ævi og hún. 1 vöggugjöf hlaut hún óvenju- fjölhæfar og farsælar gáfur, og henni hlotnaðist meiri skólalærdómur en títt var um konur á hennar dögum. Það hefur og mótað lundarfar henn- ar og lífsstefnu, að hún ólst upp hjá móðursystur sinni, kvenskörungnum skapríka, Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóður. Nær þrítug að aldri fór Ólafia utan til náms, en eftir það dvaldist hún langdvölum erlendis og ferðaðist viða í Norðurálfu og Vesturheimi. Það starf sitt, sem hún gat sér mest- an orðstír fyrir, vann hún á árunum 1909—20 í höfuðborg Noregs, fórn- arstarf í þágu þeirra ólánskvenna, sem orðið höfðu borgarsollinum að bráð. 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282
Síða 283
Síða 284
Síða 285
Síða 286
Síða 287
Síða 288
Síða 289
Síða 290
Síða 291
Síða 292
Síða 293
Síða 294
Síða 295
Síða 296
Síða 297
Síða 298
Síða 299
Síða 300
Síða 301
Síða 302
Síða 303
Síða 304
Síða 305
Síða 306
Síða 307
Síða 308
Síða 309
Síða 310
Síða 311
Síða 312
Síða 313
Síða 314
Síða 315
Síða 316
Síða 317
Síða 318
Síða 319
Síða 320
Síða 321
Síða 322
Síða 323
Síða 324
Síða 325
Síða 326
Síða 327
Síða 328

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.