Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1968, Page 155

Skírnir - 01.01.1968, Page 155
SKÍRNIR MINNINGAR STEFANS JÓHANNS 153 Um afstöðu Jónasar Jónssonar til stjórnarinnar eru þeir ekki heldur sam- dóma. Héðinn heldur því fram, að Jónas hafi sagt stríð á hendur málefna- samningi Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins 1934, er hann ritaði bréf sitt, sem áður var vikið að. Hafi hann unnið gegn því og torveldað það á marg- víslegan hátt, sbr. t. d. Skuldaskil, bls. 66 o. áfr. Stefán Jóhann segir hins veg- ar, að Jónas hafi reynzt eftir að stjórnin var mynduð á margan hátt öflugur stuðningsmaður hennar, einkum framan af, sbr. I, bls. 141. Líklegt virðist mér, að Héðinn kveði full fast að orði, enda verður að hafa i huga, að hann bar þungan hug til Jónasar, er hann ritaði bók sína. Stefnuskrá Alþýðuflokksins í kosningunum 1934 var kölluð fjögurra ára á- ætlunin. Var málefnasamningur Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins gerð- ur á grundvelli þessarar áætlunar. Koma átti í framkvæmd hinni hefðbundnu stefnu sósíaldemókratískra flokka, - áætlunarbúskap, þjóðnýtingu og margvís- legri annarri ríkisíhlutan. Nokkur galli finnst mér á bókinni, hversu lítið Stefán Jóhann ritar um þessa stjórn, en hann lætur nægja að helga henni u. þ. b. hálfa blaðsíðu, þ. e. bls. 143 í fyrra bindi. Sjálfur tók hann þó þátt í samningum um myndun stjórnar- innar, eins og áður segir, hann undirritaði málefnasamninginn, átti sæti á Al- þingi allan tímann meðan stjórnin sat og studdi hana af heilum hug, að því er hann sjálfur segir. (I, bls. 143). Hefði óneitanlega verið fengur að því, ef höfundur hefði gert rækilega úttekt á störfum hennar bæði vegna þess, hversu mikilvægan sess hún hlýtur að skipa í sögu Alþýðuflokksins og svo hins, að hún sætti svo harðri gagnrýni, að pólitísk átök hafa naumast nokkru sinni ver- ið jafn hörð á Islandi að minnsta kosti í síðari tíma sögu þjóðarinnar. 5. Alkunnugt er, að oft hafa verið alvarlegar deilur innan Alþýðuflokksins, og þrisvar hafa þær leitt til klofnings. Vafalaust hafa margir beðið þess með nokk- urri eftirvæntingu að kynnast viðhorfi Stefáns Jóhanns til þeirra. Fyrst urðu veruleg innbyrðis átök í flokknum eftir byltinguna í Rússlandi 1917. Voru margir jafnaðarmenn þeirrar skoðunar, að byltingin boðaði betri tíma og höfðu samúð með bolsévíkum. Kveðst Stefán Jóhann hafa verið með- al þeirra. Þó leið ekki á löngu, áður en hann tók „ákveðna og harða afstöðu gegn kommúnismanum“. Verður ekki af honum skafið, að þeirri stefnu hafi hann fylgt dyggilega jafnan síðan. En slíka afstöðu tóku ekki nærri allir flokks- bræður hans, og harðar deilur eru innan Alþýðuflokksins á árunum 1922-1930, eða þar til Alþýðuflokkurinn klofnar og Kommúnistaflokkur íslands stofnaður. Alvarlegri verða átökin eftir kosningarnar 1937, en í þeim tapaði Alþýðu- flokkurinn nokkru fylgi og meðal þeirra, sem náðu ekki kjöri, var Stefán Jó- hann. Hann gefur Héðni aðallega sök á átökunum, sem nú hófust og segir m. a.: „Eftir ósigur Alþýðuflokksins í alþingiskosningunum 1937 var engu lík- ara en Héðinn Valdimarsson hefði misst allt jafnvægi og vonbrigÖi hans og geðríki borið góðar gáfur hans ofurliði. í þessu ástandi eygði hann ekki ann-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.