Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 5
vestfirska I rRETTABLADIC EINBÝLISHÚS VEGAGERÐ RÍKISINS Nýtt einbýlishús að Móholti 8 er til sölu. VERKSTJÓRI Nánari upplýsingar í síma 3367. V Verkstjóri óskast til starfa hjá Vega- gerð ríkisins í Vestur—Barðastrandar- cvcln T Tnnlvcinoar opfa Rraoi ThnrnrlH- sen í síma 1348, Patreksfirði og Gísli Eiríksson í síma 3911, ísafirði. Atvinna FLEYGIÐ EKKIFATNAÐI # Óskum eftir að ráða laghentan mann á sprautu- og réttingarverkstæði okkar. # Upplýsingar veitir verkstjórinn, Gunnlaugur Bjarnason. Vélsmiðjan Þór hf. Þið sem eruð að flytja, rýma geymsl- ur og skápa, og ætlið að farga gömlum munum og fatnaði, minnist þess að Litli leikklúbburinn hefur not fyrir fatnað og gamla muni. Látið Sigrúnu Vernharðsdóttur vita í síma 3598, og við sœkjum. Litli leikklúbburinn ísafirði Stjórn sem ekki... Framhald af bls. 3 hann til forystu að afloknum kosning- um. Það má einnig gera ráð fyrir því að hann fái talsverðan byr í næstu kosningum ef við tökum mið af kosn- ingunum í vor. Ég held að Sjálfstæðis- flokkurinn hljóti að skoða það mál, með hverjum hann starfar, fyrst og fremst með það í huga á hvaða mál verði lögð áhersla í stjórnarsamstarfi og hvaða flokkur sem er geti komið þar til greina. Ég vil taka það mjög skýrt fram, að það er enginn ágrein- ingur um það í Sjálfstæðisflokknum, að hann skuli opinn fyrir því að starfa með hverjum sem er, það er enginn undanskilinn, ef samningar takast um mál sem starfað er að.“ Ertu þá að gefa í skyn, að flokkur- inn hafi eitthvað lært síðan Geir Hall- grímsson neitaði að ganga til við- ræðna um stjórnarmyndun 1979? Hin sögulega málamiðlun sé kannske nær en þá? „Þetta er að vísu flókin og löng saga að fjalla um, hvernig þeir hlutir gerð- ust og ég tel, að það séu allt aðrar ástæður sem liggja að baki. þeirrar stjórnarmyndunar. Ég hef minnst á fyrr, þær ástæður að þeir flokkar sem mynduðu samstarf við hluta sjálfstæð- ismanna, gengu til stjórnarsamstarfs- ins til þess'að kljúfa Sjálfstæðisflokk- inn. Ástæðan er auðvitað augljós af hálfu Alþýðubandalagsins, þetta er sá flokkur sem er erkióvinur hans í ís- lenskum stjórnmálum. Ástæðan hjá Framsóknarflokknum var sú, að flokkurinn var sigurvegari í kosning- unum og formaður flokksins, sem er einhver tunguliprasti stjórnmálamað- ur á íslandi, þingmaður Vestfirðinga, Steingrímur Hermannsson, álpaði því út úr sér að afloknum sigri flokksins, að ekki kæmi til greina að starfa með Sjálfstæðisflokknum. Með því að vitna til orða föður síns, Hermanns Jónassonar og Tryggva Þórhallssonar, að allt væri betra en íhaldið, hafði honum hér um bil tekist að einangra Framsóknarflokkinn í íslenskum stjórnmálum með þessari vitlausu yfir- lýsingu. Og til þess að bjarga sér út úr því máli greip hann þetta hálmstrá sem þarna gafst að ná hluta Sjálfstæð- isflokksins inn í sameiginlega stjórn með Framsóknarflokki og Alþýðu- bandalagi. í þessu sambandi er kann- ske athyglisvert að skoða málin frá annarri hlið og það er, hvað gerist eftir næstu kosningar, þegar rætt verð- ur um stjórnarmyndun. Þá gæti komið upp sú staða að hluti af Framsóknar- flokknum eða kannske hluti af Al- þýðubandalaginu vildi fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn heilan. Hvern- ig ætlar forysta þessara flokka að skýra það út fyrir minni hluta þessara flokka, að ekki komi til greina að flokkarnir klofni um slíkt stjórnarsam- starf, þegar slíkir flokkar hafa viður- kennt þessar leikreglur í raun. Þannig er það stundum, að sér grefur gröf þótt grafi. Það gæti til dæmis komið til greina þannig, að Sjálfstæðisflokkur- inn starfaði með verkalýðsarmi Al- þýðubandalagsins eða þá með þeim krónprinsum í Framsóknarflokknum sem bíða nú akandi sér eftir tækifær- inu að fá frekari upphefð.“ Það fer ekki hjá því, að þú horfir öðruvísi til samstarfs við Alþýðu- bandalagið eftir þessa atburði sem við höfum rætt um en áður og höfð eru í huga þau skil sem verða hjá Alþýðu- bandalaginu ’78, þegar krafan um brottflutning setuliðsins er sett upp í hillu, og gengið er til stjórnarsamstarfs við framsókn og krata. MERKILEG HUGARFARS- BREYTING ALÞÝÐUBANDALAGS „Ég tel að hún sé mjög merkileg þessi hugarfarsbreyting sem hefur átt sér stað í Alþýðubandalaginu og rekja má gegnum þær þrjár ríkisstjórnir sem Alþýðubandalagið hefur átt aðild að síðan 1971 og varðar varnarmálin, mesta bitbein íslenskra stjórnmála og ég tel, að það sé hægur vandinn að ná samstarfi við Alþýðubandalagið vegna varnar- og öryggismála, ég held að spurningin verði fyrst og fremst sú fyrir Alþýðubandalagið, hvort það treysti sér til að halda áfram að vera stjórnarflokkur og njóta áhrifa sem slík stjórnaraðild gefur, eða hvort flokkurinn er þannig byggður upp, að hann kjósi heldur að starfa í stjórnar- andstöðunni og ná fram áhrifum fyrst og fremst gegnum verkalýðsforystuna. Þetta er ekkert sem Sjálfstæðisflokk- urinn getur ráðlagt Alþýðubandalagi, þetta verður Alþýðubandalagið að gera upp við sjálft sig. Og einmitt þessa dagana og þessar vikur hefir innan Alþýðubandalagsins farið fram slík umræða.“ Það er talað um að seint fyrnist fornar ástir, en viðreisnarrómantíkin virðist vera algjörlega útkulnuð og ekki minnst á þann möguleika sem valkost að Alþýðuflokkur verði inni í myndinni; þú virðist ekki sjá glimt í honum, alténd hefurðu ekki minnst á hann einu orði. „Þegar við tölum um viðreisnina, þá er það stöðugasta stjórnarfar frá upphafi lýðveldisins. En hvað varðar seinni tímann, þá hélt maður það eftir kosningarnar 1978, þegar Alþýðu- flokkurinn vann talsverðan kosninga- sigur, að hann myndi átta sig á hlut- verki sínu í íslenskum stjórnmálum. En síðan hefur það gerst æ oní æ, að þessi flokkur hefur gert ýmsar bomm- ertur og virðist vera einkar lagið að glata virðingu kjósenda sinna og nýj- asta dæmið er einhver misheppnað- asta kosningabarátta, sem átt hefur sér stað hér á landi, en það lá opið fyrir Alþýðuflokkinn að höfða til fylgisins sem rokkar á milli hans og Sjálfstæðis- flokks. Hann fór hins vegar í beina samkeppni um vinstri sinnuðustu kjósendurna við hliðina á Alþýðu- bandalagi og tapaði að sjálfsögðu þeim slag. Slíkur stjórnmálaflokkur ætlar sér greinilega engin áhrif í ís- lenskum stjómmálum á næstunni.“ NÝ ÖFL TIL ÁHRIFA Sérstakur boðskapur til Vestfirð- inga áður en spjalli lýkur, Friðrik Sóphusson? „Ég trúi því, að stjórnir geti aðeins unnið sér traust með því að hefjast handa strax í upphafi kjörtímabils. Ef stjórn nær ekki tökum á sínu viðfangs- efni í upphafi, þá glatar hún trausti almennings. Þessir óróleikatímar, sem ekki eru eingöngu stjórnvöldum að kenna, hafa leitt til þess að almenn- ingur hefur glatað trúnni á ríkisstjórn- ir, þegar liðið hefur hálft kjörtímabil eða svo. Og það má rekja hinar tíðu kosningar að undanförnu til þess á- stands sem skapaðist í upphafi olíu- kreppu 1973 og þess óróleika í efna- hagsmálum í heiminum, sem þá hófst og teygði anga sína hingað út. Af þessum og fleiri ástæðum, þá held ég að þjóðin hafi þörf fyrir dálítið dug- legan uppskurð í stjórnmálalífinu til þess að kalla fram og laða ný öfl til áhrifa í íslenskri pólitík.“ f. ÍFASTEIGNAÍ j VIÐSKIPTI j I Fjarðarstræti 38, 5 herb. I ca. 90 ferm. íbúð í tvíbýlis- I húsi, sérinngangur, nýupp- B gert og einangrað. Sólgata 5, ca. 65 ferm. 3 — . I 4 herb. íbúð á efri hæð, ■ | norðurenda. Sólgata 5, 3ja herb. íbúð á ! | neðri hæð. Smiðjugata 1, neðri hæð, I 2ja herb. íbúð. Smiðjugata 7, 4 herb. íbúð ■ | á neðri hæð, ca. 75 ferm. | Hafnarstræti 8, tvær 100 I ferm. íbúðir á 2. og 3. hæð, ■ ■ 4 herb. hvor. I Túngata 5, 4 herb. íbúð í J | tvíbýlishúsi, sérinngangur, | I ca. 2 x 44 ferm. | Hrannargata 10, 6 herb. I ca. 90 ferm. íbúð á tveimur ■ hæðum og með kjallara. Bakkavegur 23, nýlegt ein- . býlishús ca. 125 ferm. með ■ bílgeymslu og ræktaðri lóð. ■ Laust strax. | Eyrargata 6, 4 herb. íbúð í I I blokk, 4. hæð t.v., ca. 115 i I ferm. Eyrargata 8, 4 herb. íbúð í ■ blokk, 4. hæð t.v., ca. 105 | | ferm. | Hjallavegur 12, neðri hæð, J J 4 herb. íbúð, ca. 115 ferm. | Móholt 8, ca. 139 ferm. ein- J býlishús úr timbri, meö bíl- ! skúr. I Fitjateigur 6, 126 ferm. ein- | | býlishús. I I Urðarvegur 54, 200 ferm. I I fokhelt endaraðhús. Hús- ■ inu verður skilað fullfrá- ! [ gengnu að utan. j BOLUNGARVÍK: I Þjóðólfsvegur 16, 2 herb. | | íbúð í nýlegri blokk. I Holtabrún 7, nýtt einbýlis- i j hús. Möguleg skipti á ódýr- ■ j ara húsnæði. J FLATEYRI: | Eyrarvegur 13, tvílyft ein- | j býlishús, nýtt, ca. 125 ferm. I I Margar fleiri eignir á sölu- I [ skrá. •Tryggvi j jGuömundsson,! jhdl. j Hrannargötu 2. ísafirði | Sími 3940 BLAÐAMENN Vestfirska fréttablað- ið óskar að ráða á- kveðinn og öruggan blaðamann. Hafið samband við Árna í síma 3223 eða 3100 á ísafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.