Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 5
! vestíirska I 5 I vestfirska ~l FRÉTTABLAÐID Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnar- skrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011, svarað er allan sólarhringinn. Blaðamaður og Ijósmyndari: Páll Ásgeirsson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: ÓlafurGeirsson, ritstjóri. Prentun: Prentstofan ísrún hf., ísafirði. Verð í lausasölu kr. 70,00. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Eru Yestfirðingar verri nemendur? Ef marka má könnun sem gerð hefur verið á stafsetn- ingarkunnáttu grunnskólanemenda víðsvegar um landið, þá eru vestfirskir drengir allra nemenda slakastir í þessu fagi sem fram að þessu hefur verið talin ein af undirstöðugreinum íslenskunáms. Reykvískar stúlkur stafsetja best samkvæmt könnun þessari sem Guðni Ol- geirsson námsstjóri í íslensku hefur gert. Almennt eru stúlkur betri en drengir. Samkvæmt þessu er tvennt augljóst. I fyrsta lagi: stúlkur eru betur að sér og vandvirkari en piltar, sem væntanlega þýðir að konur standa körlum framar. I öðru lagi: vestfirskir skólar veita nemendum sínum verri kennslu en annars staðar tíðkast. Ástæður þessa eru taldar tíð kennaraskipti, en í könnuninni kemur fram fylgni milli slakrar frammistöðu nemenda og tíðra kennaraskipta. Einnig mætti nefna að á Vestfjörðum er hærra hlutfall réttindalausra kennara en annars staðar. Skólar á Vestfjörðum eru víða vanbúnir til þess að sinna því hlutverki sem þeim er ætlað. Hið opinbera heldur skólum um land allt í fjársvelti. Sveitarfélögin sem eiga að sinna ákveðnum þáttum í rekstri skóla hafa til þess á tíðum litla getu og sveitarstjórnarmenn skortir skilning á því að menntun er besta fjárfesting sem völ er á. Á sama tíma gerast þær raddir æ háværari sem halda því fram að íslensk tunga sé á undanhaldi fyrir erlendum málum, og máltilfinningu meðal ungs fólks fari hrak- andi. Við þessar aðstæður getum við Vestfirðingar ekki sætt okkur við að börnin okkar fái annars flokks menntun þegar betra býðst annars staðar. P.Á. Að hindra upp- byggingu þjónustu á landsbyggðinni Skortur á ýmiskonar þjónustu er eitt þeirra atriða, sem fólk segist setja fyrir sig, þegar ákvörðun er tekin um hvort búa eigi á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi. Ráðamenn Isafjarðarkaupstaðar virðast þó hafa tak- markaðan skilning á því, að þessu þurfí að svara á þann hátt að styðja við þjónustufyrirtæki í kaupstaðnum eða að stuðla að enn frekari uppbyggingu á þeim vettvangi. Nýjasta dæmið er, þegar stjórnendur kaupstaðarins gengu fram hjá tveim blómaverslunum á staðnum en leita til fyrirtækis í Reykjavík með viðskipti upp á nokk- ur hundruð þúsund krónur. Slík framkoma er hneyksli og síður en svo til þess að treysta grundvöll nauðsynlegr- ar þjónustu á landsbyggðinni. Onnur dæmi má nefna. ísafjarðarkaupstaður sækir hluta lögfræðiþjónustu sinnar til Reykjavíkur. Á því er engin nauðsyn og stuðlar auk þess síður en svo að upp- byggingu þjónustu á landsbyggðinni. Isafjarðarkaupstaður lætur nú arkitekt 1 Reykjavík vinna að viðamiklu skipulagsverkefni. Af hverju var ekki fenginn arkitekt til að vinna verkið hér á staðnum með opna skrifstofu á Isafirði meðan á því stendur.? Það hefði stuðlað að aukinni þekkingu á landsbyggðinni og jafnframt hefði mátt nota einstakt tækifæri til að skapa áhugasömum arkitekt starfsgrundvöll á ísafirði til frambúðar. Ó.G. Orípið hákarlinn á meðan hann gefst Hákarl hið sterklyktandi hnoss- gæti, sem sumum finnst, er eftir- sótt vara um þessar mundir við upphaf þorra. Það mun þó vera hægara sagt en gert og eiga versl- anir og veitingahús í hinum mestu erfiðleikum með að uppfylla þarfir þjóðlegra sælkera. Gestur Elíasson hjá HN-búð- inni á ísafirði, sagði í viðtali við Vestfirska fréttablaðið, að allur sá hákarl, sem yrði í þorrabökkum þeirra yrði frá því í fyrra engan hákarl hefði verið að fá í ár. En það væri auðvitað síst verra fyrir aðdáendur hákarlsins, sem yrði þá enn betur kæstur og meira sæl- gæti. REIKNIVÉLAR Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI vegna tollabreytinga CITIZEN CX 80 CITIZEN CX 100 kr. 4.870.- (áður kr. 6.950.-) CITIZEN CX 325 kr. 7.350.- OMIC412 kr. 8.750,- (áðurkr. 11.900.-) Allar með pappírsstrimli og stórum glugga BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR BRÆÐRATUNGA þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra Óskum eftir að ráða sem allra fyrst MEÐFERÐARFULLTRÚA. Starfið felst í þjálfun og umönnun heimilis- manna og ýmsum heimilisstörfum. Umsækjandi þar að vera orðinn 20 ára, vera góður í umgengni og hafa jákvæð viðhorf til fatlaðra. Upplýsingar fást hjá forstöðumanni í síma 3290 og 3224. MUNIÐ OKKAR VINSÆLA ÞORRAMAT 11 TEGUNDIR Á BAKKA STÓRAR PANTANIR í SÍMA 3992 KAUPFELAG ÍSFIRÐINGA FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Einbýlishús/Raðhús: Urðarvegur 66: 214 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Aðalstræti 33: 2x80 fm sérbýli, ásamt kjallara og bílskúr. Austurvegur 13: Tvær íbúðir: Á e.h. 4ra herb. íbúð, á n.h. 5 herb. íbúð. Engjavegur 28: ca200 fmeinbýl- ishús á tveimur hæðum, ásamt bílskúr. Skipti koma til greina. Sundstræti 11: Lítið einbýlishús á tveimur hæðum. Tilboð. Miðtún 39: Raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Laust strax. Seljalandsvegur 46: Lítið timb- urhús á tveimur hæðum. Teikn- ingar af nýju einbýlishúsi ásamt bílskúr fylgja, gatnagerðargjöld greidd. Brautarholt 14: Stórt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. 4-6 herb. íbúðir: Fjarðarstræti 14: 100 fm íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi, ásamt 80 fm kjallara. Bílskúr. Hjallavegur 12: 114 fm sérbýli á n.h. f tvíbýlishúsi. Aðalstræti 15a: ca 145 fm ibúð á tveimur hæðum. Sundstræti 30: ca. 140 fm íbúð í kjallara í þríbýlishúsi. Laus strax. 3ja herb. íbúðir: Grundargata 4: 60 fm íbúð á 1. hæð t.v., sérgeymsla í kjallara. Sundstræti 14: 40+40 fm íbúð á tveimur hæðum, uppgerð að hluta. Stórholt 11:75 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Aðalstræti 32:70 fm ibúð á e.h., í austurenda. Hlíðarvegur 16: 70 fm íbúð á e.h. í þríbýlishúsi. Skipti á stærri eign möguleg. Stórholt 13: 75 fm ibúð á 1. hæö í fjölbýlishúsi. Stórholt 7: 75 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Smiðjugata 9: 85 fm íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi. 50% af lóð og kjall- ara. Stórholt 11: ca. 82 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Skipti á stærri eign möguleg. Stórholt 11: 75 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Skipti á stærri eign möguleg. 2ja herb. íbúðir: Tangagata 8a: ca 50 fm íbúð á n.h., ásamt Vfe kjallara. Grundargata 6:50 fm íbúð í sam- býtishúsi, góð sameign. Engjavegur 33: íbúð á n.h. í tví- býlishúsi. Sundstræti 29: íbúð á n.h. í tví- býlishúsi. Uppgerð að hluta. Fyrirtæki: Gosi, Mánagötu 2: Sælgætis- verslun og billjardstofa í fullum rekstri. BOLUNGARVÍK: Traðarland 24: 203 fm einbýlis- hús, ásamt bílskúr. Hjallastræti 18: 120fm einbýlis- hús, ásamt bílskúr. Traðarland 15: 122 fm einbýlis- hús, ásamt bílskúr. Ljosaland 9:140 fm einbýlishús, ásamt bílskúr. Traðarland 8: 150 fm einbýlis- hús, ásamt bílskúr. Skólastígur 8: 90 fm íbúð á 1. hæð í fjórbýlishúsi. Vitastígur 15: 76 fm íbúð í fjöl- býlishúsi. Vitastigur 21: 85 fm íbúð í tvíbýl- ishúsi. Sigahlíð 4: ca. 50 fm íbúð í fjöl- býlishúsi. Þjóðólfsvegur 16: ca. 54fm íbúð I fjölbýlishúsi. Tryggvi Guðmundsson hdl. Hrannargötu 2, ísafirði, sími 3940.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.