Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 6
6 , Seglbrettaklúbbur ísafjarðar byggir hús Nú standa yfir á vegum Segl- brettaklúbbs ísafjarðar bygging- arframkvæmdir á lóð, sem klúbb- urinn fær á athafnasvæði Neta- gerðar Vestfjarða h.f. Bæjaryfir- völd eiga að vísu enn eftir að leggja blessun sína yfir þessar fram- kvæmdir með formlegum hætti. Seglbrettaklúbburinn var stofn- aður nú í sumar og eru félagsmenn um tíu talsins. Aðstöðuleysi hefur staðið ísfirskum áhugamönnum um þessa íþrótt fyrir þrifum, og Seglbrettaklúbbur ísafjarðar er einmitt stofnaður í því augnamiði að bæta þarúr. Menn hafat.d. ver- ið í vandræðum með geymslustað fyrir sín seglbretti og allt sem þessu fylgir, en nú standa vonir til að úr því basli rætist á næstunni með hinu nýja húsnæði. Þar er gert ráð fyrir félagsaðstöðu, jafnframt því sem þarna verður geymslustaður fyrir seglbretti. Vonast klúbbfélag- ar til að þetta geti orðið lyftistöng fyrir starfsemina. Ekki síst gæti þetta komið til góða yngri aldurs- hópum á aldrinum 11-17 ára, eða þeim sem ekki hafa haft aðstöðu til að flytja búnaðinn niður að sjó og heim aftur. Næsta sumar geta menn t.d. bara tekið strætó. Nú er þegar farið að huga að starfseminni næsta sumar, og er í því sambandi verið að ráðgera námskeið fyrir byrjendur á öllum aldri. Ekki eru allir ungir að árum sem þessa íþrótt stunda, og má til gamans geta þess að ekki alls fyrir löngu fór 67 ára Reykvíkingur á námskeið fyrir sunnan og hefur stundað brettið stíft síðan. Það má svo bæta því við, að þeir sem hafa áhuga að gerast meðlimir eða langar að forvitnast eitthvað nánar, geta haft samband við Ey- þór í síma 3583 heima eða 3223 í vinnu. Tasilaq (fremst) einu sinni sem oftar í höfn á ísafirði. Hafnarfjarðarbrandari? Hvað gera græniensku rækjutogararnir? Samkvæmt frétt í Fjarðarpóstin- um í Hafnarfirði í síðustu viku var fyrsta grænlenska rækjuveiðiskip haustsins (Tasilaq) væntanlegt til Hafnarfjarðar síðastliðinn mán- udag. „Samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins munu aðrir græn- lenskir togarar einnig ætla að halda sínu striki, þ.e. halda áfram að landa hér, hvað sem aðrir lands- menn finna því til foráttu. Þeir munu enda kunna því best að landa hér“, segir í blaði þeirra Hafnfirðinga. En það eru víðar heimildir en í Hafnarfirði, og að sögn Árna Kol- beinssonar ráðuneytisstjóra í sjáv- arútvegsráðuneytinu hefur ráðu- neytið ekki um þetta mál neinar aðrar upplýsingar en þær sem lágu fyrir í sumar og sagt var frá hér í blaðinu, þ.e. að rækjutogarar heimastjórnarinnar grænlensku muni koma ísafjarðar, landa þar ogeiga sín viðskipti. Bæjarstjórinn á ísafirði ræddi þessi mál einnig við grænlenska ráðamenn í ferð sinni til Grænlands í sumar og niðurstaðan var hin sama. Fjarðarpósturinn segir einnig, að ekki þurfi að væna Tasilaq um ótrúnað við Vestfirðinga, enda hafi skipið landað í Hafnarfirði í mörg ár, eða allt frá því að það hóf rækjuveiðar. Þetta er rangt hjá blaðinu hafnfirska, og því til stað- festu fylgir hér mynd af Tasilaq einu sinni sem oftar í höfn á ísa- firði. Úrklippan úr Fjarðarpóstinum. E vestfirska TTABLASID DANS A ISAFIRÐI DANSLEIKFIMI KLASSÍSKIR DANSAR — NÚTÍMA DANSAR Danskennsla á ísafirði fyrir alla. Fyrir mjög unga og mjög gamla og allt þar á milli. Fyrsta mæting kl. 16:00 laugardaginn 15. okt. í Sponsinu hjá Ágota Joó. Enskur vals • Vínarvals Slow-Fox • Tangó • Samba Quick Step • Cha Cha Cha Rúmba • Paso Doble • Jive (Rock ’n Roll og Acrobatic Rock ’n Roll) • Jass-Ballett. ÁGOTAJOÓ DANSKENNARI Loðnulöndun í Bolungarvík. PATREKSFJÖRÐUR: SIGUREY var að selja í Englandi nú á mánudag rúm hundraðtonn og fékk mjög gott verð fyrir aflann, eða 98 krónur á kg. Hluti aflans fór svo á markað í Frakk- landi, en ekki var búið að fá endanlegar tölur um verð á þeim fiski. ÞRYMUR landaði í gær þriðjudag á milli 50 og 60 tonnum og fór það allt í gáma. Rysjótt hefur verið fyrir Knubáta og þeir veriðmeð þetta 5 til 6 tonn í róðri. TÁLKNAFJÖRÐUR: TÁLKNFIRÐINGUR landaði í gær þriðjudag 95 tonnum af blönduðum afla. MARÍA JÚLÍA var að byrja á línu og er búin að fara tvo róðra. Frekar tregt hefur verið hjá þeim og voru þeir með um 6 tonn í fyrradag og 5.5 tonn á laugardag og allt slægt. Þeir hjá Þórsbergi voru að fá nýj- an bát á sunnudaginn. Hann heit- ir MÁNI, um 70 tonna trébátur sem keyptur er frá Grindavík. Gert var ráð fyrir að MÁNI héldi á línuveiðar á þriðjudagskvöldið. Munu þessir tveir bátar, María Júlía og Máni, báðir stunda llnu- veiðar í vetur og sjá Þórsbergi fyrir afla. BÍLDUDALUR: Engin vinna er nú í frystihúsinu og frekar rólegt yfir atvinnulífinu á staðnum. Þó er gert ráð fyrir að togari þeirra Bílddælinga fari aftur að leggja inn afla hjá frysti- húsinu og er hugmyndin að leggja meiri áherslu á vinnslu í dýrari umbúðir í framtlðinni. ÞINGEYRI: FRAMNES landaði 76 tonnum á mánudag og þar af var sett í tvo gáma. Sama dag landaði SLÉTTANES 80 tonnum sem fór allt til vinnslu í Hnífsdal, nema í fjóra gáma. Aflinn hjá Sléttanes- inu var að mestu þorskur, en um 20 tonn voru grálúða. Hjá Fram- nesinu var um helmingur ufsi og karfi og hitt þorskur og ýsa. FLATEYRI: GYLLIR landaði á mánudag um 115 til 120 tonnum og var uppist- aðan í aflanum ufsi. JÓNÍNA og BENNI VAGN eru á Ifnu, en afli frekar tregur, þetta tæp fimm tonn í róðri. SUÐUREYRI: ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR landaði í aær þriðjudag um 80 tonnum. JON GUÐMUNDSSON og INGIMAR eru á línunni og afl- inn þrjú til fimm tonn. Einhverjir færabátar hafa verið að fram undir þetta á Suðureyri og skotist út dag og dag þegar gefið hefur. ÍSAFJÖRÐUR: GUÐBJÖRG landaði á mánudag 95 tonnum, aflinn blandaður, þó mest þorskur, 13 tonn fóru í gám JÚLÍUS GEIRMUNDSSON er í siglingu með um 215 tonn, og átti að selja í Hull I dag, miðvikudag. Fiskirí hjá handfærabátum að mestu búið. PÁLL PÁLSSON kom heim í gærkvöldi eftir langa og stranga útivist í Póllandi. BOLUNGARVÍK: Loðna er nú farin að berast á land í Bolungarvík. Var öðrum farminu landað í gær úr KEFL- VÍKINGI sem kom með um 520 lestir.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.