Jökull


Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 94

Jökull - 01.12.1972, Blaðsíða 94
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Haustið 1972 voru lengdarbreytingar mæld- ar á 51 stað. Jökuljaðar hafði gengið fram á 13 stöðum, haldizt óbreyttur á 8, en hopað á 30 stöðum. Ef lagt er saman framskriðið við alla mælistaðina reynist það 1277 m. Munar þar mest um Hagafellsjökul vestari og Múlal jökul,’ en í þeim var svonefnt f r a m h 1 a u p, eða „gangur í þessum jöklum“, eins og Skaft- fellingar orða það, er jökull, sem legið hefur óhreyfður um árabil, tekur að ryðjast fram. Auk þeirra jökla, sem mældir eru kerfisbund- ið, hófst framhlaup í Eyjabakkajökli um 25. ágúst ’72 og um líkt leyti í austanverðum Síðu- jökli. Mánuðina september og október var framskriðshraði Eyjabakkajökuls 26 metrar á sólarhring. Samanlagt hop við mælistaði í skýrslunni hér á undan er aðeins 713 m. Jöklarýrnun þeirri, sem staðiö hefar um drabil, eða allt frd þvi að kerfisbundnar mælingar hófust um 1930, er lok- ið a. rri. k. í bili. Veturinn 1971/72 var mildur, á Suðurlandi kom frost vart í jörð. Sumarið 1972 var sólar- lítið á sunnanverðu og vestanverðu landinu. Úrkomudagar margir, en úrkomur eklti stór- felldar. Sncefellsjökull I bréfi með mælingaskýrslunni segir Harald- ur Jónsson í Gröf: „I sumar hefur þiðnað óvenjulítið af hájöklinum, ég hef ekki séð dökk- an díl á Norðurþúfu í sumar, og man ég ekki eftir því áður.“ Hinn 30. sept. var nýsnævi við Jökulháls 11 cm, þar var hjarnskafl við jökul- jaðar eins og verið hefur hin síðari ár.“ Kaldalónsjökull í bréfi með mælingaskýrslunni segir Aðal- steinn Jóhannsson bóndi á Skjaldfönn m. a.: „Þegar ég mældi 1970, rann áin frani við norð- urhlíð og með jökulrönd suður fyrir mælilínu eins og nú. Jökullinn er sléttur, allt snýsnævi frá undan- gengnum harðindaárum er horfið af skriðjökuls- tungunni, og það sama gildir einnig um sjálfan Drangajökul svo langt sem séð verður héðan að neðan. Jökultungan hefur þynnzt. Upp hafa komið tvö smá sker síðan ég mældi 1970. Ann- ar depillinn sást í fvrra heirnan frá Lóni. Það 92 JÖKULL 22. ÁR er díll syðst og hæst á jöklinum. Engin sýnileg merki eru um hreyfingu. Sett voru upp tvö jöklamerki, nr. 102 og nr. 103. Veturinn 1971/72 var mjög snjóléttur og vor- aði með sumri. Komin var gróðurnál í liaga eins og hér áður fyrr, þegar sauðburður hófst. í maí voru gróðurskúrir í stað þurrka eða snjó- hraglanda, sem hafa verið á þeim árstíma hin siðari ár. Júní var óhemju votviðrasamur, lítið sá til sólar, fé var gegndrepa nær allan mánuð- inn. Hvassviðri og óhemju úrkoma var liðlega tvo sólarhringa frá 2. og fram á 4. júní. Mun- um við hér ekki eftir annarri eins úrkomu á þessum árstíma. Allur berjavísir annaðhvort sópaðist af eða eyðilagðist á annan hátt, og hef ég þó sjaldan séð eins fallegt iitlit, t. d. með aðalbláber, eins og það var daginn fyrir þetta óveður. Sumarið var kalt og sólarlítið að undan- skildum 12 fyrstu dögum ágústmánaðar. I rigningum á undanförnum sumrum hafa komið pollar í flestar dældir á láglendi, þar sem er moldar- eða leirborinn jarðvegur, en nú í öllum rigningunum í sumar sást varla pollur, og finnst mér það benda til þess, að klaki hafi verið í jörð öll þessi ár, líklega frá ’67. Haustið 1971 gerði hríðarveður 20. sept., svo að urðu af 2 m djúpir skaflar niður í brúnir, en nú 1972 var haustið gott og sást ekki snjór fyrr en með vetri. í sumar, 1972, fór allur snór úr brúnunum hér fyrir ofan bæinn Skjaldfönn, og var þar um þriggja ára forða að ræða. Heldur sjald- gæft er, að snjór fari úr brúninni, vart þriðja hvert ár. Kemur fyrir að 6—7 ára snjór sé hér samfleytt. Á fjallinu hurfu skaflar, sem oft liggja árum eða jafnvel áratugum saman, en þó voru hér eftir dílar á tveimur stöðum fyrir neðan brúnir.“ Leirufjarðarjökull „Þegar ég mældi 16. sept. ’72, var allur vetr- arsnjór farinn af jöklinum, en fannir frá ’70 og ’71 þöktu um 60% af yfirborði jökulsins. Jökull- inn hefur minnkað þó nokkuð, sérstaklega vest- an við jökulsporð,“ segir Sólberg Jónsson í bréfi með mælingaskýrslunni. „Vestan við jökul- sporðinn, þar sem áin kemur út, eru 5 m há, 8—12 m breið og 100 m löng göng inn í jökul- inn. Hliðargöng liggja úr þessurn göngum að ánni inni í jöklinum. Svo virðist sem áin liafi flutt sig um set. Grjót og möl ná um 260 m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.