Jökull


Jökull - 01.12.1988, Side 100

Jökull - 01.12.1988, Side 100
Snjóflóð á íslandi veturinn 1986/87 MAGNÚS MÁR MAGNÚSSON Veðurstofu Islands Bústaðavegi 9,150 Reykjavík Um 315 snjóflóð voru skráð veturinn 1986-87. Ekki urðu nein stórtjón af völdum snjóflóða. Þann 11. október féll flóð við Ófæru í Dýrafirði og skemmdi bíl. Þá féll snjóflóð þann 9. desember í Engidal í ná- grenni Isafjarðar, sem braut A-staurasamstæðu í há- spennulínu. I nóvember drapst eitt lamb í snjóflóði í Kolbeins- dal í Hólahreppi í Skagafjarðarsýslu. Hinn 10. desember gerði suðaustan stórviðri með mikilli rigningu í Hrafnkelsdal í Jökuldalshreppi. Snjór hafði safnast saman í lækjagrafningum í fjall- inu. I stórviðri þessu mettaðist snjórinn af vatni og rann af stað niður lækjagrafningana. Um 100 flóð munu hafa komið niður vesturhlíð Hrafnkelsdals í veðrinu. Skemmdir urðu nokkrar á húsum á Aðal- bóli, einkum á hlöðu. Einnig urðu skemmdir á hey- vinnuvélum. Úrkoman var slík að kunnugir vita ekki um hliðstæðu. Þann 23. mars féll snjóflóð úr Hraunsgili í Hnífs- dal og skemmdi túngirðingu á um 100 m kafla. Daginn eftir féll snjóflóð úr Hrafnagili í hlíð Eyr- arfjalls í Skutulsfirði og tók af fjárgirðingu á um 50 m kafla og færði jafnframt í kaf jarðýtu, sem var við jarðvegstöku þar fyrir neðan. Ytustjórinn slapp ómeiddur og ýtan skemmdist ekki. Flóð féllu úr Eyrarfjalli við Flateyri 24. til 26. mars og brutu háspennustaura. Þann 1. apríl komu flóð úr Bæjargili og Skollahvilft ofan Flateyrar, sem tóku af fjárgirðingu á um 200 til 300 metra kafla. Sama dag kom snjóflóð úr Hólkotshymu og braut sjö háspennustaura í línunni, sem liggur milli Ólafs- fjarðar og Dalvíkur um Burstabrekkudal. Mikil snjóflóðahrina gekk yfir Öxnadal og Öxna- dalsheiði þann 26. mars. Alls féllu 17 snjóflóð. Eng- in slys urðu á fólki en allar þrjár raflínumar, sem liggja um dalinn, slitnuðu. Alls brotnuðu 9 há- spennustaurar. I töflunni hér á eftir eru skráð öll snjóflóð, sem Veðurstofa Islands hefur vitneskju um. Heimilda- menn hafa, eins og áður, verið starfsmenn Vegagerð- ar ríkisins og veður- og snjóathugunarfólk Veður- stofunnar. Einnig hafa ýmsir aðrir sent inn upplýs- ingar. Ef óvissa er um dagsetningu flóðs eða ef mörg flóð falla á ákveðnu tímabili, þá er síðasta hugsanlega dagsetning á flóði eða lok snjóflóðatíma- bilsins skráð sem dagur 2 í töflunni. Rétt er að hvetja fólk, sem verður vart við snjó- flóð að tilkynna það Veðurstofunni. Hægt er að fá þar til gerð eyðublöð á Veðurstofunni. Itarlegri upplýsingar um flóðin er hægt að fá á Veðurstofu Islands. HEIMILDIR Snjóflóðaskýrslur Veðurstofu Islands. Snjóflóðaskýrslur Vegagerðar ríkisins. Kristján Agústsson 1987: Snjóflóð á Islandi vetuma 1984/85 og 1985/86. Jökull 37, 91-98. 98 JÖKULL, No. 38, 1988
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.