Jökull


Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 66

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 66
Mynd 4. Nýmyndaður kalsít- (silfurbergs-) eða aragonítkristall í sandsteininum í Hnútuhólma. — In situformed crystal ofcalcite or aragonite in the sand- stone of Hnútuhólmi. Reflected light, approx. 20 x. TVÖ ÖSKULÖG Um alla Síðu, Fljótshverfi, Landbrot og a.m.k. ofanverða Skaftártungu eru tvö ljósleit, súr, öskulög áberandi, með stuttu millibili, neðarlega í jarðvegi. Niðri í byggð er, að jafnaði, 30-36 cm milli þeirra, en hér inni á hálendinu, t.d. í Ulfarsdal, aðeins 13-15 cm. Útlitsmunur er á þessum öskulögum. Neðra lagið er að jafnaði verulega þykkara, er neðst örfín ljós- gul- leit aska, en að ofan nánast vikur með kornastærð um 2-5 mm mest þvermál. Efra lagið er yfirleitt gráleitt vikurlag, en fyrir kemur að fín gulleit aska er efst í eða ofaná því. Svo virðist sem þetta efra lag sé í jarðvegi Hnútuhólmans og hafi fokið nokkuð til. Aldur þessara tveggja öskulaga hefur verið greind- ur niðri í byggð á birkiskógarleifum, sem liggj a í ösku- lögunum (Jón Jónsson 1987, bls. 9). Reyndist neðra lagið 3800 ± 80 14C ár en efra lagið 3520 ± 70 14C ár, talið frá 1950. Áður var drepið á gráleita vikurinn í jarðvegi á gervigígasvæðinu. Talið er að hann sé efra súra lagið og þá gengið út frá fjölda athugana í áður nefndum sveitum. Sé það rétt er augljóst að hraunið með gervi- gígunum er eldra en vikurlagið. Nú er ljóst að tvisvar, fyrir Skaftárelda, hefur gosið á sömu gosrein og að allir stærstu gígirnir á henni eru frá gosinu næsta fyrir Skaftárelda. Það gos, sem líklega er mest þeirra allra, hefur því orðið fyrir meira en 3520 árum, reiknað með áður nefndum skekkjumörkum. Af ofansögðu er ennfremur ljóst að vikurinn í sand- steininum hlýtur að vera frá súru gosi, sem orðið hefur áður en hraunið rann. Reynt hefur verið að bera saman vikurkorn, sem tínd voru úr sandsteininum, við vikur- inn úr neðra laginu, en án þess að ná sannfærandi ár- angri. Væri vikurinn í sandsteininum úr neðra laginu, þá hefði gosið, sem ég hef viljað kenna við Rauðöldur, orðið á tímabilinu milli 3800 og 3520 árum fyrir 1950 eða á dögum Nýja ríkisins í Egiftalandi austur. HÁAHRAUNSHÓLMI Hólmi þessi er suðaustur af Hnútuhólma og mikið minni um sig. Þetta er einkar fallegur hólmi með allhá- um gervigíghólumog má ætla að nafnið sé af því dreg- ið. Þetta er friðsæll staður með gróðursælum lautum og bollum. Hraunið er það sama og í Hnútuhólma en yfir svæðið milli þeirra hefur Skaftáreldahraun runnið í breiðum straumi og hylur eldra hraunið. Víða eru smá hólmar úr þessu eldra hrauni umluktir hrauninu frá 1783, t.d. vestur af Varmárfelli. Stærstur mun þó hólmi sá er Eyrarhólmi heitir og er suður við Hellisá. Ekki verður nánar um það fjall- að hér, en allt þetta bendir til þess að hraun það hafi runnið mjög svo sömu leið og a.m.k., sá hluti Skaft- áreldahrauns er, að mestu, féll eftir farvegi Skaftár niður í byggð. Alveg nýlega fannst hraun, norðan við Hnútu í Fljótshverfi, sem eldra er en bæði Skaftárelda- og Rauðhólahraun. Gæti það verið frá sama tíma þ.e. frá gosi í Rauðöldum. Nokkuð er það er bendir til þess að gos það hafi orðið árþúsundum fyrr en að var látið liggja hér að ofan, og hefur raunar verið þeirri skoðun hreyft áður (Jón Jónsson, 1978 bls. 228-230). Verður það því ekki rakið hér. Háahraunshólmi hefur orðið til þar sem hraunið rakst á hæðardrag, að mestu líklega úr bólstrabergi og klætt jökulruðningi, en bakvið þessa hæð hefur tjöm 64 JÖKULL, No. 43, 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.