Jökull


Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 65

Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 65
Jöklabreytingar 1930-1960, 1960-1990 og 1994-1995 Oddur Sigurðsson Orkustofnun Grensásvegi 9, 108 Reykjavík YFIRLIT Jöklamælingamenn vitjuðu 39 staða við jökulsporða haustið 1995. Unnt reyndist að mæla á 36 stöðum og hafði jaðarinn hopað á 18 þessara staða, gengið fram á 14, en staðið í stað á 4. Af þeim jöklum sem ekki em þekktir framhlaupsjöklar skriðu 9 fram en 5 hopuðu. A 3 stöðum varð að ganga frá án þess að mælt yrði vegna óhagstæðra skilyrða. Sumarið 1995 var mun hlýrra en sumarið á undan og nærri meðaltali áranna 1930-1960 nema júní sem var allkaldur. Framhlaup Tungnárjökuls hófst í kjölfar gangs í Síðujökli og fóru margir upp í Jökulheima til að komast í návígi við hamfarimar. Stutt lýsing á þessum stór- merk jum er í 44. árgangi Jökuls (Oddur Sigurðsson, 1996). Gangur var í jöklinum frá jaðri og upp undir ísa- skil á Háubungu og var því nær allur á hreyfingu vetur- mn 1994-1995. Jaðarinn gekk hvarvetna fram frá Kerl- ingum austur að Síðujökli að undanskilinni smá spildu vestan við Skaftárfell inn af Langasjó. Skaftárjökull tók því þátt í þessum látum eins og 1945-46. Enn heldur Drangajökull á ofan í Leirufjörð og Kaldalón. Ekki er mikið land komið undir jökul enn en þeim mun ófriðlegar lætur jökullinn og er öragglega ekki kominn eins langt og hann vill í þessari skorpu. AFKOMUMÆLINGAR Hér fylgja í töflu tölur um afkomu nokkurra jökla samkvæmt mælingum Orkustofnunar og Raunvísinda- stofnunar Háskóla íslands (sjá töflu 1) (Helgi Bjöms- son og fl., 1993,1995a og 1995b og Oddur Sigurðsson, 1989, 1991 og 1993). Til samanburðar em einnig í töflunni samsvarandi tölur fyrri ára. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR DRANGAJÖKULL I Kaldalóni - Indriði á Skjaldfönn lýsir framhlaupi í Kaldalónsjökli í bréfi 28. október 1995: „Besta veður var mælingadaginn í haust, sást vel til hreyfinga niður með Jökulholtunum, Lónseyrarmegin við Kaldalóns- botninn. Ég fór að mælingu lokinni upp á Vötubjörgin af jökulsporðinum og sá þá vel hvemig hann hefur um- tumast norðan við Ufinn. Slæðufoss sem kominn var undan jökli í fyrra og er afar hár, er horfinn undir fram- skriðið af brúninni og kverkin óðum að fyllast af framhruni. Brestir kváðu við öðm hvom, flugvél kom yfir hábunguna eflaust í skoðunarferð og hélt síðan í átt að Leimfirði. Þegar ég var kominn töluvert langt heim á brúnimar varð mikið hrun innfrá, með braki og brest- um og í sjónauka sá ég síðustu molana skoppa niður í kverkarbotninn. Framskriðið sem mældist núna er mest nýr snjór frá síðasta vetri, en einnig gætir aðeins hreyf- ingarinnar að norðan á mælilínunni. Veturinn frá áramótum á engan sinn líka í veður- vonsku, samfelld n-a átt, stórhríðar oftast eða renningur og mokaði linnulaust til marsloka í skjólin sunnan- ímóti, enda engi dæmi um annan eins snjó hér um slóð- ir þegar loks voraði í maíbyrjun. Vorið var frekar kalt nema seinni partinn í maí, enda andaði ekki hlýlega frá þessari yfirgengilegu fannbreiðu. Greri seint og kal í túnum verulegt. 5. júlí gerði ofstopaveður af norðaustri, krapahríð sem kallað hefur verið „Spánverjahretið” vegna leitar sem gerð var að spænsku pari sem óttast var um á jöklinum, en sem betur fer komust þau í slysavamarskýli í Hrafnsfirði áður en braut á. Júlí kaldur en ágúst hlýr að sama skapi, en votviðrasamur úr hófi og heyskapur erfiður. Berjaspretta lítil vegna sólarleysis, en rættist úr sprettu svo heyfengur varð framar öllum vönum. Agæt tíð var til 20. september, JÖKULL, No. 46 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.