Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 18.–20. nóvember 201418 Fréttir Erlent Velmegun mest í noregi og sViss n Þetta eru mestu velmegunarríkin n ísland í 11. sæti n noregur á toppnum enn og aftur V elmegun er mest í Noregi af öllum ríkjum heimsins sam- kvæmt niðurstöðum Legat- um, alþjóðlegra ráðgjaf- ar- og fjárfestingarsamtaka. Samtökin hafa á hverju ári undan- farin ár gefið út svokallaðan lífskjara- og velmegunarlista. Á listanum er að finna 142 ríki þar sem 96 prósent jarðarbúa eru búsett. Ástæðan fyrir fjarveru nokkurra ríkja er sú að ekki voru næg gögn aðgengileg til að gefa upp skýra mynd af stöðu mála. Með- al þeirra eru Norður-Kórea og Mjan- mar (Búrma). Það þarf ekki að koma á óvart að Noregur trónir á toppnum en er þetta sjötta árið í röð sem Norðmenn eru í efsta sæti. Legatum reiknar út svo- kallaða velmegunarvísitölu (e. Pro- sperity index) sem byggist á 89 mis- munandi þáttum sem deilast niður á nokkra flokka. Hvaða atriði eru lögð til grundvallar þessum flokkum eru betur útskýrð hér á síðunni. Þess ber að geta að útskýringarnar eru ekki tæmandi heldur er aðeins stikl- að á stóru um helstu flokkana enda ógnarmikið af gögnum sem liggja til grundvallar. Um tveir þriðju hlutar þeirra ríkja sem raða sér í 30 efstu sætin eru evrópskir. Bandaríkin eru í 10. sæti listans, skammt á undan Íslandi sem er í 11. sæti. Bretland er í 13. sæti og Þýskaland í 14. sæti. Mið-Afríkulýð- veldið, Tsjad, Kongó og Búrúndí raða sér í neðstu sæti listans. 1 Noregur Noregur er eitt ríkasta land í heimi og skorar mjög hátt í öll- um átta flokkunum sem lagðir eru til grundvallar. Efnahagur Norðmanna er einn sá stöndugasti í heimi en aðeins Sviss og Singapúr fá hærri einkunn en Noregur í þeim flokki. Þá er menntakerfið til fyrir- myndar en samkvæmt niðurstöðum Legatum eru 85 prósent Norðmanna sátt við gæði þeirrar menntunar sem boðið er upp á. 2 Sviss Efnahag- ur Sviss er sá besti í heimi samkvæmt vel- megunarvísi- tölunni og þá skora Svisslendingar einnig hæst allra í flokknum stjórn- skipulag – eins og þeir hafa gert undanfarin sex ár. Ein helsta ástæða þess að Svisslendingar eru í 2. sæti en ekki því fyrsta er sú að landið skor- ar nokkuð lágt í flokknum menntun. Þar eru Svisslendingar í 21. sæti en til samanburðar er Ísland í 16. sæti þar. 3 Nýja- Sjáland Ný- Sjálendingar geta vel við unað á lista Legatum og hækka um tvö sæti frá árinu 2013. Ef litið er til síðustu tveggja ára hafa þeir hækkað um 12 sæti. Þeir skora hæst allra þjóða í flokknum persónu- legt frelsi og eru í 2. sæti í flokkn- um félagslegur auður. Hvergi annars staðar er jafn mikið umburðarlyndi gagnvart innflytjendum og minni- hlutahópum og á Nýja-Sjálandi samkvæmt niðurstöðum Legatum. Þá hefur efnahagur landsins batnað mikið; árið 2012 voru þeir í 27. sæti í þeim flokki en eru nú í 15. sæti. 4 Danmörk Danir skora nokk- uð hátt í nær öllum flokk- um. Það er helst staða efnahags- mála sem dregur Dani niður en þar eru þeir í 18. sæti. Til samanburðar er Ísland í 35. sæti í þeim flokki. Sam- kvæmt niðurstöðum listans þyk- ir gott að stunda frumkvöðulsstarf- semi í Danmörku (2. sæti) og þá þykir menntakerfið standa styrk- um fótum en þar eru Danir í 3. sæti. 5 Kanada Kanada- menn falla um tvö sæti frá listanum í fyrra, úr 3. sæti í það 5. Á undan- förnum árum hefur staða Kanada lítið breyst og er það ekki síst þeirri staðreynd að þakka að landið slapp býsna vel út úr efna- hagsniðursveiflunni 2008. Kanada er í 2. sæti allra þjóða í flokknum menntun og 4. sæti í flokknum fé- lagslegur auður. Þá er athyglisvert að bera saman niðurstöður Kanada annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar í flokknum velferð og ör- yggi. Þar eru Kanadamenn í 9. sæti en Bandaríkjamenn í 31. sæti, fyrir neðan land eins og Úrúgvæ. n Hagkerfi Innan þessa flokks er til dæmis tekið til þátta eins og markaðs- stærðar, atvinnuleysis, verðbólgu og hagvaxtar svo dæmi séu tekin. Stjórnskipulag Hér er tekið tillit til pólitísks stöðugleika og trausts til stjórnvalda, opinberra stofnana og dómskerfis svo dæmi séu tekin. Þá er tekið tillit til spillingar, bæði í stjórnmál- um og viðskiptum. Frumkvöðulsstarfsemi og tækifæri Eins og nafnið gefur til kynna er hér að finna ýmis atriði sem varða frumkvöðulsstarfsemi og nýsköpun. Má þar nefna möguleika einstaklinga til að stofna fyrirtæki og kostnað við það. Þá er innan þessa flokks tekið tillit til aðgengis að interneti og gæði netþjónustu. Þá má nefna fjölda farsíma á hvert heimili. Menntun Í flokknum menntun má finna þætti eins og fjöldi nem- enda á hvern kennara og afstöðu nem- enda til gæða náms sem þeir stunda. Heilsa Til þessa flokks telst til dæmis tíðni ungbarnadauða, lífslíkur, gæði drykkjarvatns og vannæring. Gæði og aðgengi að heilbrigðisþjónustu telst einnig til þessa flokks. Velferð og öryggi Hér er tekið tillit til þátta eins og glæpatíðni, hversu öruggt fólk telur sig vera úti á götu og fjölda flóttamanna í eigin landi svo dæmi séu tekin. Persónulegt frelsi Innan þessa flokks er til dæmis tekið tillit til um- burðarlyndis gagnvart innflytjendum og minnihlutahópum. Félagslegur auður Hér að finna ýmis atriði sem lúta að félagslegum þáttum. Má þar nefna traust gagnvart náung- anum, hversu líklegt fólk er til að hjálpa ókunnugum í neyð og hversu mikinn stuðning fólk fær frá fjölskyldu og vinum. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Svíþjóð Ástralía Finnland Holland Bandaríkin Ísland Írland Bretland Þýskaland Austurríki Lúxemborg Belgía Singapúr Japan Hong Kong Minnstu vel- megunarríkin Mið-Afríkulýðveldið Tsjad Kongó Búrúndí Jemen Afganistan Tógó Haíti Síerra Leóne Gínea Þetta eru flokkarnir Önnur velmegunarríki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.