Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 39

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 39
37 SPELKUR Eins og áður er getið eru spelkur mikilvæg hjálpartæki við meðferð handskaða. Þær hafa það meginhlut- verk að auka hreyfígetu í lið eða hindra óæskilegar hreyfingar í lið. Spelkum er skipt upp í aktífar og passífar spelkur: Passífar spelkun - Hindra kreppur. - Teygja á kreppum eða viðhalda því sem upp er náð með æfingum. - Kyrrsetja einn eða fleiri liði í þeim tilgangi að auka hreyfígetu í öðrum. - Kyrrsetja lið eða minnka hreyfingu í lið vegna sýkingar eða eymsla. - Setja lið í réttar skorður. Aktífar spelkun - Gera deformerandi krafta óvirka. - Gera vöðvum kleift að viðhalda krafti og auka styrk veikra vöðva. - Leiðrétta deformitet vegna vöðva- lömunar á meðan eðlilegum vöðvum er gert kleift að viðhalda virkni. - Hagræða liðum í því skyni að við- halda eðlilegri virkni handarinnar. Þegar spelkumeðferð kemur til greina ber að hafa eftirfarandi í huga: - Forðast tilbúnar spelkur. - Spelkan skal leyfa eins og kostur er að nota höndina við eðlilegar að- stæður. - Spelkan á ekki að valda sársauka. - Hafa auga með þrýstipunktum. - Hafa auga með bjúgmyndun. Þetta gerist helst ef spelkan nær fram fyrir líflínuna í lófa. - Spelkan er hluti af meðferð. - Gefa sjúklingnum greinagóðar upp- lýsingar varðandi notkun. - Bíómekanik. Á markaðnum eru til margvísleg plastefni til að búa til spelkur. Hér verða nefndar þrjár tegundir sem reynst hafa vel. Ortóplast - Orílt Plastazote Ortóplast er þaulreynt efni og hefur verið erfitt að finna efni sem gæti komið alfarið í þess stað. Það er hent- ugt við gerð hvíldarspelkna og í allar stærri spelkur. Efnið er því miður mjög dýrt. Orfit er til í fleiri þykktum og það aðlagar sig vel að öllum strúktúrum. Það er sérstaklega hentugt til að gera litlar spelkur, fyrir börn eða á ein- staka fíngur. Bæði ortóplast og orfit eru mýkt í heitu vatni. Plastazote þarf að hita í ofni við hita í kringum 130 gráður. Plastazote er gott að nota í léttar hvíldarspelkur sem síðan eru styrktar með plasti. HELSTU VANDAMÁL í SAMBANDI VIÐ HANDSKAÐA Bjúgur myndast við immobiliseringu. Bjúgur hefur mikil áhrif á hreyfigetu þar sem hún hindrar eðlilega hreyf- ingu milli vöðva, sina og beina. Ef bjúgur er látinn afskiptalaus getur það leitt til viðvarandi kreppuástands í einstökum liðum. Blóðflæðið til handarinnar skeður volarmegin og blóðflæðið frá hendinni skeður dorsalmegin. Þetta blóðflæði til baka þarfnast aktífrar hreyfingar í hönd, olnboga og öxl. Eftirtaldar aðgerðir geta hamlað gegn bjúgmyndun:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.