Feykir


Feykir - 22.06.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 22.06.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 24/2005 HilmirJóhannesson skrifar Löp og boðorð brytur í æsku var ég kattavinur, átti marga ketti og þótti vænt um þá alla. Sumir drápust óvænt og móðir mín sagði að þetta væri kattapest, en systur mínar útveguðu skó- kassa, blómvönd úr fíflum og sóleyjum og jörðuðu þessa vini mína við sálmasöng, en ég hágrét af söknuði og einrnanaleika. Að þessum kattajarðarför- um hlæja þær enn þann dag í dag, sextíu árum seinna, þó þær viti fullvel að þetta muni ég aldrei fyrirgefa. Ég var fjögur sumur í sveit og eignaðist þar góðan vin. Hann trúði öllu sem ég sagði, gerði allt sem ég skipaði, treysti öllu sem ég tók mér fyrir hendur, horfði alltaf á mig með fullkominni vissu um minn einstaka óskeikulleika. Milli okkar ríkti ástúðlegt vináttu- samband, meðan báðir lifðu. Ég sakna Lappa ennþá eftir 50 ár. Þrátt fyrir ákafa löngun mína og hrifningu af fjór- fætlingum hefi ég aldrei átt húsdýr eftir að ég fullorðnaðist, þar liggur ástæða til. Konan mín er hrædd við öll dýr og ég virði þær tilfinningar, held raunar að ef ég færi að amast við þeim gæti staða mín í okkar sambandi orðið óviss og ef til vill óæskileg. Hulda gengur mikið og nýtur þess þegar hún hefur ótruflaða ferð, sem því miður er ekki alltaf, oft hittir hún á leið sinni hunda sem, rétt líkt og hún, hafa gagn og gaman af því að vera úti. Danskur maður sem vissi mikið um hundahald, sagði mér að hundar yrðu að hlaupa. Að uppruna eru þeir sléttudýr og meltingarfærin starfa ekki vel nema þeir geti hreyft sig. Ef til vill er búið að rækta þetta úr einhverjum stofnum þó það eigi enn trúlega við urn flestar tegundir. Þessvegna eru þeir hundar sem hún hittir alltaf kátir og ánægðir, frjálsir í okkar fallegu náttúru. Þessir seppar eru ekki að veiða gamlar konur með liðagigt, þeir eru að þjálfa og melta það sem þeir fengu að éta heima hjá sér. En það er engin huggun fyrir Huldu þegar eigandinn segir henni laffnóður með ólina í hendinni, að þessi hundur geri aldrei neinum mein. Vissulega vita bæði eigandinn og hundurinn að kvikindið er ekkert nema blíðan og leik- gleðin og jafnvel þó Hulda trúi þessu breytir það engu. Hún er HRÆDD - logandi hrædd við hunda! Sumir eru hræddir við; köngulær, mýs, hrossaflugur en aðrir við lokuð rými, flughræddir eða lofthræddir eða hvað annað sem er og ekkert okkar er óttalaust með öllu, til allrar hamingju. Óttinn er driftjöður áræðisins sem er orsök framfaranna. Með lögum og reglum reynir mannskepnan að gera umhverfi sitt bærilegra. Eitt af því sem við höfum komið okkur saman um er að hundar megi ekld ganga lausir. Það er rangt vegna hundanna en svona er þetta samt og þetta vita allir hundaeigendur - svo einfalt er það. Lausir hundar eru réttlausir, ég hef því stundum gasprað um það að fara að labba með ffúnni og hafa tvíhleypuna með. Ef ég svo notaði hana mundi ég geta sloppið með það, að ég hefði verið að verja hagsmuni mína, slíkt gerðist á Blönduósi fyrir nokkrum árum. Þar skaut fjárbóndi hund sem var að atast í kindunum hans, bóndinn var síknaður þó hann beitti skotvopni innanbæjar. Hulda er vissulega ekki sauður, hún er fædd og uppalin á Húsavík, það á því miður ekki við um þá hundaeigendur sem hér ganga lausir. Ég þori tæpast að útfæra hugmyndina eða fara nánar út í þessa sálma, en þversögnin í málinu er sú að vissulega er hundurinn saklaus. Hann er skikkaður til að lifa í mannlegu samfélagi, trúir og treystir eiganda sínum, elskar hann og virðir takmarkalaust. Sam- kvæmt því er eigandinn sekur, það geta allir skilið. Hvort byssuleyfi mitt nægir til að leiðrétta þennan mis- skilning er frekar lögffæðilegt spursmál en siðferðilegt, við það situr - ennþá. Eins er hitt að ég hika við ofbeldisaðgerðir því einhver óvandaður strákur mundi kanski yrkja um það, þannig að ég fengi óvirðulegt viðurnefni, sem mér finnst þrátt fyrir allt verra en þó Hulda komi dauðhrædd úr sínum heilsubótagöngum. Vísan gæti til dæmis verið svona: Lög og boðorð brýtur, bófi af verstu gerð. Hilmir hunda skýtur, hérna varáferð. Hilmir Jóhatmesson Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar Myndlistarsýning Þórhalls Filippussonar Á nýafstaðinni sæluviku opnaði Þórhallur Filippus- son, myndlistarmaður, sýningu á verkum sínum í Safnahúsinu á Sauðár- króki. Stóð sýningin yfir 24. apríl - 1. maí. Á sýningunni voru 36 verk bæði nýleg og eldri, þau elstu ffá árinu 1988 en þau yngstu ffá yfirstandandi ári. Sýningin var nrjög fjölbreytt, en athygli vakti hve mörg nýleg verk voru á sýningunni, þar af 12 máluð á síðasta ári, 2004. Þórhallur Eilippusson er fjölhæfiir myndlistamaður, verk hans eru jöfnum höndum naturalísk og abstrakt. Litadýrð setur svip sinn á margar myndir hans, ekki síst hinar óhlutbundnu, og stundum blandar hann einhverskonar fantasíum inn í náttúrumyndir sínar, eins og t.d. í myndinni Oddaflug(Draumurálftarinnar), sem prentuð er ffaman á sýningarskránni. Þórhallur sækir myndefni sitt að stórum hluta í skagfirskt landslag. Af myndunum 36 eru a.m.k. 15 sem mega teljast skagfirskrar ættar. Mælifells- hnjúkurinn er honurn kær, af Mælifelli og umhverfi þess hefúr hann málað margar myndir, en einnig eru eyjar og andnes Skagafjarðar honum hugleikin. Þá hefúr Þórhallur málað margar m>Tidir af fjöllum og landslagi í nágrenni Reykjavíkur, einkum á Hellisheiði, og þar kemur Vífilsfell oft við sögu, en Þórhallur lagði sem kunnugt er stund á svifflug um langt árabil, var brautryðjandi í þeirri grein hér á landi og margfaldur meistari, auk þess sem hann keppti á svifflugmótum erlendis. Athafúasvæði svifflugnianna hefi ír löngum verið á Sandskeiði, þar sem Vífilsfellið blasir við augum. Ég tel engan vafa leika á að hugmyndir að mörgum verkum sínum hafi Þórhallur sótt til þessa áhugamáls síns, s\dfflugsins, og tekist að fanga á léreffið marga þá fögru sýn, er í háloftunum birtist. Þórhallurhefúrveriðbúsettur á Sauðárkróki ffá árinu 1981 og er orðinn mikill Skagfirðingur. Myndir hans bera þess merki. Athygli mína vakti, að nær allar nýjustu myndimar á sýningunni í Safnahúsinu er skagfirskar landslagsmyndir, þar sem Mælifellshnjúkur, Tindastóll og Glóðafeykir koma við sögu, ásamt Drangey og Kerlingu, Málmey og Þórðarhöfða. Af því leyfi ég mér að draga þá ályktun, að Þórhallur sé í auknum mæli að snúa sér að náttúrumyndum. Ég neita því eldd heldur, að þessar myndir fúndust mér einhveijar hinar bestu á sýning- unni. Yfir þeim er sérstakur blær. Þórhallur Filippusson hefúr á umliðnum árum haldið margar ni)ndlistarsýningar víða um land. Ég minnist sýningar á Sauðárkróki fjTÍr nokkrum árum. Sýningin í Safnahúsinu nú í vor virðist mér staðfesta það, að Þórhallur er síður en svo að setjast í helgan stein hvað myndlistina varðar, heldur er í stöðugri endumýjun. Þetta var í einu orði sagt glæsilegsýningoglistamanninum til mikils sóma, enda munu margir hafa lagt leið sína í Safiiahúsið í sæluvikunni. Til hamingju, Þórhallur. ÓlafurÞ. Hallgrímsson 22. júní > Ólafshússmótaröðin í golfi 05, Hlíðarenda- golfvelli, Sauðárkróki 23. júní > Fornleifarölt kl. 17.00 Fjölskyldutilboð á veitingastaðnum > Undir Byrðunni, frá kl. 18.00 Hólar í Hjaltadal, Skagafjörður 24. - 26. júní > Jónsmessuhátíð :: Hofsós > Fjölskylduhátíð Harmonikuunnenda í Húnaveri 24. júní > Jónsmessumót í golfi við Sauðárkrók > Jónsmessumótí golfi, Vatnahverfisvelli við Blönduós > Jónsmessuferð með Ferðafélagi Skagfirð- inga. Gengið frá Reykjum í Glerhallavík og um Reykjadisk að Grettislaug. > Knattspyrna á Króknum. M.fl. karla - 2. deild, Tindastóll - ÍR, kl. 20.00 > Knattspyrna á Hofsósi. M.fl. karla - 3. deild, Neisti- Hvöt, kl. 20.00 > Stuðmenn efna til tónleika í Miðgarði > Steaknight á Kaffi Krók, kl 18-22 > Bleikjuhlaðborð á veitingastaðnum Undir Byrðunni, frá kl. 18.00. Gengið til móts við Galdra-Loft kl. 22.00 :: Hólar í Hjaltadal 25. - 26. júní > Félagsmót Neista í hestaíþróttum í Húnaveri > Bikarkeppni 2. deildar FRÍ í frjálsum íþrótt- um, á vegum USAH, á Sauðárkróksvelli 25. júní > Háforgjafarmótí golfi á Sauðárkróki > Opna TM mótið í golfi, minningarmót um Karl Berndsen við Skagaströnd > Dagsferð í Laugarfell með JRJ jeppa- ferðum. Farið frá Varmahlíð kl. 11 > Fornleifarölt kl. 13.00 að Hólum í Hjaltadal > Hljómsveitirnar Númer Núll og Viðurstyggð meðtónleika á Þinghúsinu Hvammstanga > Handverksdagurinn 2005 í Heimilsiðnaðar- safninu á Blönduósi frá kl. 14-16 > Ferðalag um skóglendi Austur - Húna- vatnssýslu í tilefni af 60 ára afmæli Skógræktarfélags A-Hún. Lagt af stað kl 13 frá Grunnskólanum Blönduósi 26. júní > Markaður í sveitinni, Lónkoti frá kl 13 -17 Skagafjörður > Fjölskyldudagur á hestaleigunni, Lýtings- stöðum í Skagafirði > Dagsferð í Laugarfell með JRJ jeppa- ferðum. Farið frá Varmahlíð kl. 11 > Guðsþjónusta í Barðskirkju í Skagafirðir kl. 14.00. > Kvöldguðsþjónusta í Hofskirkju kl. 21.00. Sr. Gunnar > Kaþólskur dagur á Hólum Guðsþjónusta í Hóladómkirkju kl. 11.00. Málþing um Guð- mund góöa kl.14.00. Dr. Stefán Karlsson fv. forstöðumaður Árnastofnunar flytur erindi og Haukur Guðlaugsson leikur á orgel 27. júní > Skotfélagið Ósmann með opinn skotvöll- inn, frá kl 18-21 :: Sauðárkrókur 28. júní > Barnadagar á Hólum (Hjaltadal, dagskráin hefst kl. 15.00 29. júní > Ólafshússmótaröðin í golfi 06 á Sauðárkróki Nánari upplýsingar er að hafa hjá Upplýs-ingamiðstöðinni í Varmahlíð ísíma 4556161 upplysingar@skagafjordur.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.