Feykir


Feykir - 08.03.2006, Blaðsíða 4

Feykir - 08.03.2006, Blaðsíða 4
4 Feykir 10/2006 Gestir á samkomu til styrktar krabbameinssjúkum börnum sem nemendur í áfanganum frumkvöðlafræði i Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra stóðu fyrir nú í febrúar. Mynd: PIB Brynjar Páll Rögnvaldsson skrífar________ Margt að gerast í Fjölbraut Fjölbrautaskóli er einn af áfangastöðum lífsins, sem gerir manni kleift að undirbúa sig fyrir vinnumarkaðinn og lífið almennt. Honum fylgir mikið nám og mikill metnaður en skólanum fylgir einnig mikið félagslíf. Það er akkúrat félagslífið sem er mjög áberandi þessa dagana í Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra. Nokkrir atburðir hafa verið haldnir upp í skólanum síðustu vikur og fjölmargir atburðir eru framundan. Söngkeppni Nemendafélags FNV Söngkeppnin í Fjölbrauta- skólanum var haldin 1. mars síðastliðinn. Söngkeppnin er árlegur liður og sigurvegarinn í keppninni fer sem fulltrúi skólans í lokakeppnina sem er haldin í Reykjavík þetta árið, en í íyrra var hún haldin á Akureyri. Það voru 10 atriði sem tóku þátt að þessu sinni og þótti kvöldið takast alveg ótrúlega vel, miðað við að flest lögin voru skráð inn seint. Verðlaun voru veitt fyrir frumlegasta atriðið og fyrstu þrjú sætin. Fyrir frumlegasta atriðið fékk Jóel Þór verðlaunin, en hann tróð upp á snilldar hátt nteð laginu „Dúndrandi standpína“ og var það mál manna að þarna hafi skemmtilegasta atriðið farið fram. 3.sætið féll í skaut Ingva Hrannar Ómarssonar, en hann söng lagið „M iddle of nowhere" með hljómsveitinni Hot Hot Heat. í öðru sæti var Eurovision lag Bosníu „Call me“ sem var þýtt yfir á íslensku sem „Til í knallið?“. Það voru þær Dana Ýr Antonsdóttir, Guðrún Þórdís Halldórsdóttir og Hrund Jóhannsdóttir sem sungu það. Loks var komið að l.sætinu og var það lagið „Hann og Hún“ sem bar sigur Fyrirjól settu nemendur upp frumsaminn söngleik, Uppgjörið, og tókst vel til. Mynd.AG Stúdentsefni bökuðu fyrir samkomu í Bóknámshúsinu ínóvember. Mynd: OAB úr býtum. Þetta rapplag, með þjóðlegu ívafi, samdi Brynjar Páll Rögnvaldsson og Helgi Sæmundur Guðmundsson, sem rappaði, samdi textann. Ragnheiður Silja Jónsdóttir spilaði undir á fiðlu. Þetta verður glæsilegur fulltrúi skólans í aðalkeppninni sem fer fram þann 3. apríl nk. Opnir Dagar í FNV Opnir dagar hafa verið árlegur viðburður í fjölmörg ár. Opnu dagarnir ganga út á það að krakkarnir í skólanum taka þátt í alls konar námskeiðum og uppátækjum í nokkra daga, og er skólinn svo opinn almenningi. Þetta vekur alltaf upp samhug nemanda og rnikla stemningu, þegar þessir dagar eru. Það er ýmislegt í boði, eins og til dæmis þá er hægt að sækja matreiðslu- námskeið hjá Ástu Búa, tölvuleikjamót í Tekken tölvu- leiknum vinsæla í Ifiaystation, alþjóðlegt blótsyrðarmót sem verður í umsjón Þorsteins Hjaltasonar, kvikmyndagerð, dansnámskeið og margt fleira. Opnu dagarnir standa yfir frá 8.-10. rnars og líkur þeim með Árshátíð nemendafélags- ins sem verður haldin 11. mars. Árshátíðin er haldin í íþrótta- liúsinu og þar verður matur frá Kaffi Krók, ýrnis skemmtiatriði og ntun hljómsveitin Á móti sól halda uppi dansleik alla nóttina, ásamt skagfirsku hljómsveitinni Ú.F.F. og verður farið til Tenerife á Kanaríeyjum. Þar verða þau í góðu yfirlæti á finu hóteli og slaka á eftir prófstress og útskrift. En til þess að borga fyrir utanlandsferð, þá þarf náttúrulega ýmis konar fjáraflanir. Þeir sjö nemendur sem ætla að fara í þessa ferð, héldu til dæmis kökubasar í anddyri Kaupfélags Skag- firðinga með góðum árangri. Þar voru seldar alls konar dýrindis tertur og einnig voru seldir geisladiskar og „Blátt Áfram“ armbönd, sem eru armbönd til styrktar samtök- um gegn kynferðisofbeldi á börnum. Krakkarnir munu á næstu vikum standa í ýmis konar fjáröflunum og munu til dæm- is halda páskabingó upp í Bóknámshúsi í byrjun apríl og svo eiga þau eftir að halda fleiri kökubasara, þar sem sá síðasti tókst líka svona vel upp. Einnig er hið árlega maraþon, en margir muna eftir maraþoninu í fyrra þar sem nemendur ýttu heila baðkari fullu af skyri til Akureyrar. Munu nemendurn- ir í ár fara í það á næstu vikum að auglýsa ntaraþonið og leita að styrkjum. Það er því margt skemmtilegt sem hefur verið að gerast í skólanum undanfarnar vikur og eflaust verður nóg að gerast á næstunni. Brynjar Páll Rögnvaldsson. Útskriftarnemendur Útskriftarnemendur eru búnir að panta sér ferð í útskriftarferð Helgi Sæmundur rappadi af miklum móð til sigurs i Söngkeppni NFNV.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.