Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 39

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 39
37 Fararstjórarnir í færeyskum tískufatnaði. Borghild Edwald, Anna Valdemarsdóttir og Anna Guörún Arnardóttir. og hafði mér aldrei þótt hún fegurri en einmitt nú. Komin var dálítil þreyta í mann- skapinn og höfðu sumir allt á hornum sér. Eg nefni engin nöfn ... Það er víst óhætt að fullyrða að það var feginn mannskapur sem kom í bæinn um kvöldið. Langt ferðalag var að baki og nú tók aðeins við hvíldin heima. Eftir árangursríkt samstarf við fjáröflun vöknuðu til lífsins gamlir draumar um vemdaðan vinnustað. Fjáröflunin fólst í því að þeir sem höfðu áhuga stóðu fyrir dansi- balli á Kleppi, fatamarkaði og kaffisölu með ýmsum uppákomum og útimarkaði. Það kom okkur á óvart og þeim sjálfum líka hversu sjálfstæð og framtakssöm þau voru. Ólíkt því sem gerist dags daglega þá var þarna ákveðið markmið til að stefna að og það gerir gæfumuninn. Draumurinn er kaffihús sem stendur fyrir ferðalögum fyrir geðsjúkra með svipuðu sniði og til er á Norðurlöndunum. Okkur finnst mikilvægt að okkar skjólstæðingar, þ.e. geðsjúkir verði sýnilegri í samfélaginu og að tengsl þeirra við umheiminn aukist. Við sjáum fyrir okkur kaffihús niðri í miðbæ þar sem boðið yrði upp á súpu í hádeginu og e-ð heimabakað eftir hádegi. Við hugsum okkur að þetta yrði lifandi staður með myndlistarsýningum og ýmsum uppákom- um og jafnvel að boðið yrði upp á barnapössum fyrir fólk sem er að útrétta í miðbænum. Til að auka tengslin við það sem er „eðlilegt" teljum við æskilegt að starfshópurinn sé blandaður, þ.a. hluti hans séu geðsjúkir einstaklingar og að hluta til sér boðið upp á starfsþjálfun fyrir atvinnu- lausa. Við erum staðráðnar í að láta þennan draum rætast en auðvitað tekur það sinn tíma. Næst á dagskrá er bara að fá styrkt- ar/samstarfsaðila og fjármagn til reksturs- ins. Öll góð ráð eru vel þegin.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.