Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Blaðsíða 21

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Blaðsíða 21
• Líffræðilegt gildi: Alitíð er að markviss þátttaka í iðju af ýmsu tagi hafi áhrif á lífeðlisfræði heilans. Rannsóknir á ungabömum sem hafa farið á mis við skynreynslu sýna að það hefur alvarleg og varan- leg áhrif á þroska þegar heilinn fær ekki tækifæri til að takast á við fjöl- breytta þætti í umhverfinu, leysa viðfangsefni af ólíkum toga og sam- hæfa hugsun og hreyfingar. Það má því segja að iðja gegni mikilvægu hlutverki við að viðhalda líffræði- legri starfsemi einstaklingsins. (Ki- elhofner, 1993). • Sálfræðilegt gildi: Náið samband er á milli iðju og sál- fræðilegs þroska. Reynsla barna og upplifan fyrstu árin ýta undir for- vitni, stuðla að því að bamið finni ólíkar leiðir að settu marki og tengi saman markmið og leiðir. Um leið vex því ásmegin og það öðlast vissu um eigin fæmi og ágætí. (Snæfríður Þóra Egilson og Þóra Leósdóttir, 1997). í gegnum iðju fullnægja menn eigin áhugamálum og þróa fjölbreytta hæfileika. Störf era oft uppspretta sjálfsmyndar, sjálfsálits og hæfni. Öll þekkjum við ánægj- una af því að takast vel upp með hlutina og það má fullyrða að slíkt hafi bætandi áhrif á geðheilsu og al- menna líðan. Ef störfin sem við stundum veita okkur ekki ánægju og útrás fyrir eigin hæfileika getur dægradvöl, svo sem tómstundaiðja af ýmsu tagi, gegnt mikilvægu hlutverki í því skyni. (Kielhofner, 1993). Hverjum manni er nauðsyn- legt að ná ákveðnu jafnvægi milli starfa, frístunda og svefns. Þetta jafnvægi er einstaklingsbundið og háð lífshlaupi hvers og eins, samfé- lagi hans og menningu. • Félagslegt gildi: Aftur komum við að leiknum, en í gegnum hann þjálfar bamið félags- lega færni og lærir gildi og sam- skiptareglur samfélagsins. Leikur barna endurspeglar oft gildismat og viðfangsefni hins fullorðna sam- félags á meðan leikur fullorðinna viðheldur siðgæði, skyldurækni og gildismati þess. Félagslegt um- hverfi og menning hefur mikil áhrif á hvaða form leikja og tómstunda- iðju menn velja sér. Hið sama á reyndar við um störf. Störf skapa fé- lagsleg tengsl, ekki síst vegna þeirr- ar verkaskiptíngar sem þau krefjast (Kielhofner, 1993). Fullyrða má að hvorki einstaklingar né samfélög geti þrifist án starfa af ýmsu tagi. Iðja mannsins I líkaninu um iðju mannsins talar Iðja Störf < * Eigin umsjá <— 9 Leikir og tómstundaiðja Alvöruþrungið Gamansamt Formlegt < > Oformlegt Verkmiðað Virðist ekki hagnýtt Almennt/opinbert Persónulegt 2. mynd Kielhofner (1993) Úr Hopkins og Smith (ritstj.) bls. 139. IÐJUÞJÁLFINN 2/97 21

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.