Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200930 ÚTDRÁTTUR Tilgangur og markmið rannsóknarinnar var að lýsa virkni til dægra styttingar hjá heimilismönnum hjúkrunarheimila með tilliti til bakgrunns þeirra og líkamlegrar og andlegrar færni. Aðferð. Úrtakið (N=1825) voru heimilismenn hjúkrunarheimila á landinu sem voru metnir með RAI-matstækinu haustið 2004. Þetta er þversniðsrannsókn og við gagnavinnslu var notuð bæði lýsandi og skýrandi tölfræði. Niðurstöður sýndu að 26,1% heimilismanna voru virkir í daglegum athöfnum. Í 45,9% tilvika var meðaltími í virkum athöfnum mikill eða þó nokkur. Eftirlætisvistarvera þegar fólk tekur sér eitthvað fyrir hendur var eigið herbergi en eftirlætistómstundir til dægrastyttingar voru samræður, tónlist og að hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp. Í ljós kom að því minni sem geta heimilismanns var til að sinna athöfnum daglegs lífs (ADL) því minni var virkni hans og einnig að því meiri sem vitræn skerðing var því minni var virknin. Tónlistin skar sig úr sem dægrastytting að því leyti að allir kusu hana, burtséð frá ADL-færni eða vitrænni getu. Ályktanir. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að sá hópur, sem þarf sérstaklega að horfa til varðandi það að auka dægrastyttingu á hjúkrunarheimilum, eru þeir sem eru með mikla vitræna skerðingu og þeir sem þurfa mikla aðstoð við athafnir daglegs lífs (ADL). Hjúkrunarheimili ættu að ýta með markvissum hætti undir að heimilismenn stytti sér stundir og starfsfólk að hvetja til og skipuleggja dægrastyttingu á hjúkrunarheimilum með áherslu á samskipti, samveru og tónlist. Lykilorð: Virkni, vitræn skerðing, athafnir daglegs lífs, dægrastytting, aldraðir, hjúkrunarheimili. INNGANGUR Mikilvægt er að skapa eins innihaldsríkt líf á hjúkrunarheimili og unnt er miðað við heilsufar einstaklinganna og þær aðstæður sem þar eru. Hjúkrunar- og dvalarheimili eru oftast síðustu heimili þeirra sem þar búa og allir þekkja mikilvægi heimilisins sem griðastaðar sem styrkir andlega líðan einstaklinganna. Innan heimilisins sinnir fólk sínum helstu þörfum ásamt þörfum annarra í fjölskyldunni. Hluti þeirra þarfa er dægrastytting. Fólk velur sér áhugamál sem það vill sinna til að slaka á og láta sér líða vel. Vegna heilsufarsvandamála eða annarra hamlandi þátta, svo sem frá umhverfi, á hinn aldraði oft erfitt með virka þátttöku og það getur síðan komið fram sem skortur á dægrastyttingu. Erfitt getur líka verið að finna dægrastyttingu sem hæfir getu og þörfum íbúa á hjúkrunarheimilum auk þess sem aðstæður stýra því hvað hægt er að bjóða upp á (Rantz og Popejoy, 2001). Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á um þrjátíu ára tímabili, sýna að skjólstæðingar hjúkrunarheimila eru meirihluta af tíma sínum aðgerðalausir, sofa og bíða, og fara frá 56% til 65% af tíma þeirra í þetta aðgerðaleysi (Harper Ice, 2002, og Cohen-Mansfield, Marx og Werner,1992). Það er því mikilvægt að starfsfólk hjúkrunarheimila geri sér grein fyrir mikilvægi dægrastyttingar til lífsánægju og leiti úrræða til að stuðla að aukinni virkni til dægrastyttingar og vellíðanar hjá skjólstæðingum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna virkni með tilliti til dægrastyttingar hjá skjólstæðingum hjúkrunarheimila og tengsl virkni við aldur, kyn, fyrri búsetu, ADL-kvarða, vitræna getu og RUG-III-flokkun sem er álagsflokkunarkerfi RAI- Dagmar Huld Matthíasdóttir, Sunnuhlíð hjúkrunarheimili Ingibjörg Hjaltadóttir, öldrunarsviði Landspítala og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Rúnar Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands DÆGRASTYTTING Á ÍSLENSKUM HJÚKRUNARHEIMILUM ENGLISH SUMMARY Matthiasdottir, D.H., Hjaltadottir, I., and Vilhjalmsson, R. The Icelandic Journal of Nursing (2009). 85 (4), 30–36 RECREATIONAL ACTIVITIES IN NURSING HOMES Aim. The purpose of this study was to describe the recreational activities of nursing home residents in relation to their background and physical and cognitive abilities. Method. The sample consisted of Icelandic nursing home residents (N=1825) who were assessed with the RAI instrument in the autumn of 2004. This was a cross-sectional study and descriptive and bivariate statistics were used to analyse the data. Results. 26.1% of the residents were actively involved in the activities of the nursing home. 45.9% spent high or average time in nursing home activities. The most preferred activity setting was the resident’s own room, and the most preferred activities were participating in conversation, listening to radio and music, and watching TV. The results showed that those who needed much help in performing activities of daily living (ADL), and those who were severely cognitively impaired, were less active. Music differed from other activities in that everyone seemed to prefer it regardless of their cognitive impairment, and the help they needed in performing activities of daily living. Conclusions. The findings indicate that nursing home staff needs to pay special attention to how to increase the activity of those who are severely cognitively impaired and those who need more help with activities of daily living. For this group of residents, the emphasis should be on developing recreational activities that are important to them like social interaction, being together, and music. Nursing homes should offer recreational activities systematically and nursing home staff should encourage and organize such activities. Keywords: Activity, cognitive impairment, ADL, recreational activities, elderly, nursing home. Correspondance: dagmar@sunnuhlid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.