Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Side 10

Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Side 10
8 Húsnæðisskýrslur 1950 B. íhúðarhús. Dwelling houses. Við manntölin síðan 1910 hefur tala íbúðarhúsa alls og skipting þeirra eftir tegundum verið svo sem hér segir: 1910 1920 1930 1940 1950 Steinsteypuhús eða steinhús o/ concrete or stone 371 1061 3 294 5 796 10 016 Timburhús o/ wood 4 488 5196 6 595 7133 7 452 Torfbæir o/ turf 5 354 5 007 3 665 1657 540 Hús úr blönduðu efni o/ mixed materiáls — — — 874 1014 Braggar og annað bráðabirgðaathvarf former mi- tary barracks and other provisory dwellings ... _ _ _ 671 Óupplýst not reported — — — — 224 Samtals 10 213 11 264 13 554 15 460 19 917 Hér eru talin öll hús, sem einhver hefur búið i, og því ýmis hús, sem ekki eru kölluð íbúðarhús í daglegu tali, svo sem skólahús, sjúkrahús, verzlunar- hús o. fl., ef einhver íbúð er í húsinu, enda þótt mestur hluti þess sé til ann- arra nota. En hús, sem enginn býr í, svo sem geymsluhús, ýmis verzlunarhús, verksmiðjuhús o. fl., falla algerlega fyrir utan þessar skýrslur. Á því 40 ára tímabili, sem yfirlit þetta nær yfir, hefur fjöldi íveruhúsa á landinu nálega tvöfaldazt (aukizt um 95%), þar sem mannfjöldi landsins á sama tíma hefur þó ekki aukizt nema um rúmlega % (69%). Á yfirlitinu sést greinilega, hve gagnger breyting hefur orðið í húsagerð hér á landi á þess- um tíma. Tala steinsteypuhúsa (þar með talin steinhús eða hús úr höggnum steini) hefur 27-faldazt, tala timburhúsa hækkað um %, en tala torfbæja hrapað niður í Yio hluta. Þetta er að vísu ekki nákvæmt, því að 1950 hefur fram undir Yo húsanna ekki verið talinn til þessara 3 aðaltegunda, heldur verið talinn sérstaklega sem hús úr blönduðu efni, braggar og annað bráða- birgðaathvarf eða alveg óupplýst byggingartegund, en tilsvarandi húsnæði hefur við fyrri manntöl verið skipt á milli aðalhúsategundanna. Slíkt má einnig gera 1950, til þess að fá fyllri samanburð við fyrri ár. Það er upplýst, að hús úr blönduðu efni 1950 skiptust þannig, að 661 voru stein- og timbur- hús, 252 timburhús og torfbæir, 36 steinhús og torfbæir og 65 óákveðin til- brigði. Þessum húsum má skipta til helminga eftir efnisþáttum þeim, sem tilgreindir eru, og afganginum eftir sömu hlutföllum, sem þá koma fram. Húsum þeim, sem upplýsingar vantar um, má líka skipta á húsategundirnar hlutfallslega. Sama má og gera við hús úr blönduðu efni 1940. Með þessu móti fæst skipting 1940 og 1950 þannig: 1940 1950 Steinsteypuhús ............................... 6146 10 511 Timburhús .................................... 7 570 8 033 Torfbæir ........................................ 1744 702 Braggar og annað bráðabirgðaathvarf ................ — 671 Samtals 15 460 19 917 Þegar þessar tölur eru notaðar fyrir 1940 og 1950, þá verður hlutfallsleg skipting húsanna í tegundir hvert manntalsár 1910—50 þannig:

x

Hagskýrslur um húsnæðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um húsnæðismál
https://timarit.is/publication/1176

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.