Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Side 14

Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Side 14
12 Húsnæðisskýrslur 1950 C. íbúðir. Dwelling units. 1. Tala íbúða. Number of dwelling units. Við manntalið 1950 töldust íbúðir alls svo sem hér segir. Til samanburðar eru settar heildartölurnar frá 1940. Ibúðir Ibúöir Samtals Samtals með eldhúsi án eldhúss 1950 1940 with kitchen wilthout kitchen Reykjavík 12 324 499 12 823 7 723 Kaupstaðir . . .. 7 014 171 7185 4192 Kauptún 3 562 44 3 606 3 331 Bæir alls urbcin . . . . 22 900 714 23 614 15 246 Sveitir alls rurál . . . . 7 241 203 7 444 7 811 Allt landið Iceland .... . . .. 30 141 917 31 058 23 057 Frá 1940 til 1950 hefur íbúðunum á öllu landinu fjölgað um 35%, þar sem tala íveruhúsa hefur á sama tíma ekki hækkað nema um 29%. Sýnir það, að húsin hafa stækkað, einbýlishúsum ekki fjölgað eins mikið og stærri húsum með fleiri íbúðum. Það gerir erfiðan samanburð á fjölgun íbúða frá 1940 til 1950 í kaupstöðum og kauptúnum, að þessar heildir ná ekki að öllu leyti til sömu staða bæði árin. Sum kauptún hafa á áratugnum klofnað út úr sveit- unum, en önnur horfið úr tölu kauptúna yfir í tölu kaupstaðanna. Þegar talað er um íbúðir í húsum, er ævinlega átt við eitt eða fleiri íbúðar- herbergi að viðbættu eldhúsi. Við manntalið 1950 komu þó líka fram nokkrar íbúðir án eldhúss. í slíkum íbúðum getur verið komið fyrir einhverjum suðu- tækjum í stað eldhúss, svo að matbúa megi þar fyrir íbúana, en hitt mun þó algengara, að svo sé ekki, heldur sé hér um óeiginlegar íbúðir að ræða, sem mynduðust við úrvinnslu manntalsins út úr vandræðum. Útleigð herbergi til einhleypinga voru yfirleitt talin til þeirra íbúða, sem þau voru leigð frá, en einstök herbergi, sem ekki voru leigð út frá eða heyrðu til neinni sérstakri íbúð í húsinu — oft í kjallara eða risi — voru talin sem sérstök íbúð, nema fleiri slík væru í sama húsi, þá var þeim öllum slegið saman í eina íbúð. Hátt upp í helming þessara íbúða hefur aðeins verið 1 herbergi. Slíkar íbúðir voru alls um 3% af íbúðatölunni á landinu. Eru þær auðvitað ekki sambæri- legar við venjulegar íbúðir í húsum. Mest var um þær í Reykjavík (3,9% af íbúðatölunni), enda langmest þar um útleigt einstaklingshúsnæði. 2. Þægindi íbúða. Facilities of dwellings. 3. yfirlit sýnir, hve ýmiss konar þægindi voru almenn í íbúðum í bæjum og sveitum samkvæmt manntalsskýrslunum 1950. Það er sameiginlegt um öll þessi þægindi, að þau fara vaxandi með þétt- býlinu, eru fátíðust í sveitunum, nokkru algengari í kauptúnunum, enn al- gengari í kaupstöðunum og algengust í höfuðstaðnum.

x

Hagskýrslur um húsnæðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um húsnæðismál
https://timarit.is/publication/1176

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.