Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Page 16

Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Page 16
14 Húsnæðisskýrslur 1950 komið í um %o hluta allra íbúða. í Reykjavík var miöstöövarhitun komin í flestaUar íbúðir (97%), og jafnvel í sveitum, þar sem minnst var um þessi þægindi, voru þau talin í nál. % íbúðanna. Hitaveita var þá í rúml. helmingi íbúðanna í Reykjavík, en í % íbúðanna á öllu landinu, því að lítið var um slíka hitun annars staðar. Utan Reykjavíkur var kolakynding algengust (í meir en helmingi íbúðanna) og mun allmikill hluti þar af hafa verið hitun út frá eldavél. Rafmagn mátti þá heita komið í hverja íbúð í Reykjavík og kaupstöðunum og nálægt því í kauptúnunum líka, en í sveitunum aðeins í rúml. helming íbúðanna. Meir en helmingur þeirra íbúða í sveitum, sem hafði rafmagn 1950, fékk það frá einkarafveitum, en i bæjunum var svo að segja allt rafmagn frá almenningsrafveitum. Af íbúðum þeim, sem fengu rafmagn frá einkarafstöðvum, fengu um % það frá vindrafstöðvum, litlu færri frá hreyfilrafstöðvum, en tæpl. frá vatnsaflsrafstöðvum. Þau þægindi, sem fátíðust voru af þeim, sem um var spurt við manntalið 1950, voru vatnssalemi og baö. Þó voru vatnssalerni til afnota fyrir nál. % allra íbúðanna, langflestar íbúðir í Reykjavík (93%), en tæpl. helming íbúða sveitanna. Baðafnot voru aðeins fyrir hér um bil helming íbúða á öllu landinu, um % íbúðanna í Reykja- vík, en aðeins í sveitum. Af þeim íbúðum, sem taldar voru hafa afnot af vatnssalernum eða baði, höfðu sumar þó ekki þessi þægindi út af fyrir sig, heldur ásamt öðrum íbúðum. Var svo ástatt um hér um bil 8% þeirra íbúða, er töldust hafa þessi þægindi. í töflu m sést, hve mikið hefur verið 1950 um þægindi íbúða, þau, er skýrslur þessar ná til, í hverjum kaupstað og hverju kauptúni með yfir 300 íbúa, svo og í hverri sýslu, í sveitum að meðtöldum minni þorpum. Mjög hafa þessi þægindi aukizt hér á landi frá 1940 til 1950, einkum í dreifbýlinu, svo sem sjá má á eftirfarandi yfirliti um þægindi þau, sem safn- að var upplýsinga um 1940 og sýnir, hve algeng þau voru þá á öllu landinu, og hver munur var þar á eftir þéttbýlisskiptingu landsins. Reykjavík Kaupstaðir Kauptún Sveitir Allt landið Miðstöðvarhitun % % % % % írá miðstöðvarkatli 69,8 51,5 35,2 20,5 44,8 „ eldavél 5,7 14,5 20,2 17,1 13,2 „ jarðhita 2,5 — — 2,2 1,6 Samtals 78,0 66,0 55,4 39,8 59,6 Rafmagn 99,5 97,6 84,6 13,0 67,7 Vatnsveita 99,2 82,1 62,0 54,3 75,9 Vatnssalerni 88,0 58,1 24,9 10,3 46,7 Baðklefi 49,2 23,3 9,2 6,6 24,2 3. Lega íbúða. Location of dwelling units. 4. yfirlit sýnir legu íbúðanna í húsunum. Rúml. % allra íbúða á landinu voru 1950 á venjulegum íbúðarhæðum, flestallar (96%) í sveitum, en fækk- andi með vaxandi þéttbýli niður í 70% í Reykjavík. En þar var rúml. % hluti allra íbúða annað hvort í kjallara eða risi. Það var líka aðeins í Reykjavík, sem nokkuð kvað að braggaíbúðum og svipuðu bráðabirgðahúsnæði. Var það 4% af íbúðunum þar, en annars staðar á landinu gætti þess mjög lítið. Hér er aðeins miðað við íbúðir með eldhúsi, enda eldhúslausar íbúðir

x

Hagskýrslur um húsnæðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um húsnæðismál
https://timarit.is/publication/1176

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.