Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Side 21

Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Side 21
Húsnæðisskýrslur 1950 19 sýslu utan þeirra um tölu íbúða í hverjum stærðarflokki og mannfjölda í þeim, svo að reikna má út fyrir alla þessa staði, hve margir menn koma á herbergi í hverjum stærðarflokki og öllum íbúðum samanlagt. 7. Húsaleiga. Rent. Við manntalið 1950 var ekki talið gerlegt að safna nothæfum upplýsingum um húsaleigu, vegna þess hve mikið væri um „svartan" húsaleigumarkað (fyr- irframgreiðslur og önnur baktjaldaákvæði um húsaleiguna), og var því þess vegna algerlega sleppt. En við manntalið 1940 var safnað upplýsingum um húsaleigu fyrir útleigðar íbúðir í kaupstöðum og kauptúnum með yfir 300 íbúa, en ekki í sveitum. Nothæfar upplýsingar fengust um 87% af leigu- íbúðum á þeim stöðum, þar sem skýrslum var safnað um þetta. Þó að skýrsl- ur þessar séu nú orðnar algerlega úreltar, þykir samt rétt að birta þær. í töflu X er tilgreind meðalmánaðarleiga fyrir algengustu íbúðarstærðimar, 2—5 herbergi (eða 1—4 herbergi auk eldhúss). Fyrir utan þessar íbúðar- stærðir féllu aðeins 7% þeirra íbúða, sem húsaleiguupplýsingar fengust um, og er þeim alveg sleppt. Meðalleigan fyrir þær íbúðir, sem teknar eru með (2—5 herbergi), er fyrst sýnd sem meðalleiga fyrir allar íbúðirnar á hverjum stað, en síðan, til þess að auðvelda samanburð, sem meðalleiga, þegar reiknað er með sömu skiptingu íbúðanna á hverjum stað sem í Reykjavík, og loks er leigan borin saman með vísitölum, þar sem leigan í Reykjavík er látin jafngilda 100. D. Heimili. Households. 1. Tala heimila. Number of households. Venjulega býr aðeins ein fjölskylda í hverri íbúð, en stundum kemur þó fyrir, að í sömu íbúð búi tvær eða jafnvel fleiri fjölskyldur, og nota þær þá eldhús íbúðarinnar í sameiningu. Auk þess leigja fjölskyldurnar oft einhleyp- um mönnum utan fjölskyldunnar einstök herbergi úr íbúðinni, og ef þeir hafa ekki jafnframt fæði hjá fjölskyldunni, heldur hafa það annars staðar eða hafa mat hjá sjálfum sér, eru þeir taldir sérstakt heimili, hver einstakur leigjandi sér, eða fleiri, ef þeir búa saman. Á 8. yfirliti má sjá, að af þeim 30141 íbúðum, sem taldar hafa verið með eldhúsi, voru 28249 eða 94% með eldhúsafnotum fyrir einungis eitt heimili (fjölskyldu- eða einstaklingsheimili). Þær 1892 íbúðir, sem eftir voru, hafa hins vegar verið með sameiginlegum eldhúsafnotum fyrir tvö og einstaka jafnvel fyrir fleiri heimili. En þrátt fyrir það hafa fjölskylduheimilin verið heldur færri en öll íbúðatalan. Stafar það bæði af því, að af 917 íbúðum án eldhúss voru aðeins 269 eða 27% notaðar af fjölskylduheimilum, en afgangur- inn, 648 íbúðir, hefur verið notaður af einstaklingum, og svo af því, að í all- mörgum íbúðum með eldhúsi hafa verið einstaklingsheimili. Vera má, að sum

x

Hagskýrslur um húsnæðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um húsnæðismál
https://timarit.is/publication/1176

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.