Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Page 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Page 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201032 þeim er starfa í heilbrigðisþjónustunni eða tengjast henni með einum eða öðrum hætti beri að efla gæði þjónustunnar. Sameiginleg ábyrgð allra Gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustunni er þar af leiðandi sameiginleg ábyrgð stjórnvalda, heilbrigðisstarfsfólks og notenda og því mikilvægt að allir þessir aðilar taki höndum saman og axli þá ábyrgð sameiginlega. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin hér á landi og starfa þeir víða innan heilbrigðiskerfisins. Því hvílir enn ríkari skylda á þeim en ella að fylgjast með gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustunni og láta vita telji þeir einhverju ábótavant á því sviði. Í kjölfar niðurskurðar og samdráttar í heilbrigðiskerfinu gætir nú í fyrsta sinn atvinnuleysis hjá hjúkrunarfræðingum og þeir sem hafa vinnu búa margir við skert atvinnuöryggi. Nú bregður svo við að margir hjúkrunarfræðingar telja sér ekki óhætt að koma fram með athugasemdir og ábendingar varðandi skert öryggi sjúklinga á sínum vinnustað af ótta við afleiðingarnar. Þeir hafa haft samband við Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og lýst áhyggjum sínum af stöðu mála en jafnframt krafist nafnleyndar og trúnaðar. Upplýsingar nýttar til umbóta Einn af eftirlitsþáttum Landlæknis­ embættisins er að taka á móti kvört unum og kærum frá notendum heilbrigðis­ þjónustunnar og að vinna úr þeim. Einnig berast embættinu ábendingar frá heilbrigðisstarfsmönnum um atriði sem betur mættu fara. Þessi atriði eru mikilvægur þáttur í að fylgjast með gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustu. Því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar komi fram með ábendingar sínar svo hægt sé að vinna að umbótum og auknu öryggi innan heilbrigðisþjónustunnar. Í bréfi Landlæknisembættisins til fag­ félaga heilbrigðisstétta dagsettu 22. febrúar 2010 er þessi eftirlitsþáttur ítrekaður og fagfélögum bent á að þau geti beint félagsmönnum sínum til Landlæknisembættisins ef þeir vilja koma á framfæri áhyggjum sínum eða ábendingum í tengslum við niðurskurð eða aðrar þær breytingar sem geta haft áhrif á gæði eða öryggi þjónustunnar. Landlæknisembættið mun meðhöndla slík mál sem trúnaðarmál sé þess óskað en mun nýta slíkar upplýsingar til umbóta við að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar eins og embætt­ inu er skylt að gera samkvæmt lögum. Hjúkrunarfræðingum ber að vekja athygli á því ef ráðstafanir stjórnvalda eða annarra stjórnenda í heil brigðisþjónustunni ganga gegn hagsmunum skjól stæðinga eða draga úr öryggi þeirra. Að lokum Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur undir með Önnu Björgu Aradóttur að leitað verði jákvæðra lausna að öruggari heilbrigðisþjónustu og til að svo megi verða er mikilvægt að hjúkrunar fræðingar efli samstarf og samráð við Land­ læknisembættið og komi ábendingum sínum um atriði, sem á einhvern hátt gætu ógnað öryggi sjúklinga, á fram­ færi. FÍH fagnar því ábendingu Landlæknisembættisins og hvetur hjúkr­ unar fræðinga til að hafa samband beint við embættið telji þeir nauðsyn á slíku. Opnuð hefur verið vefsíðan frjáls.is og er hún ætluð fag­ fólki, einkum á heilbrigðissviði. Á síðunni er bent á leiðir til að hvetja og styðja fólk til lífsstílsbreytinga. Landlæknir, Geir Gunnlaugsson, opnaði síðuna formlega 24. mars sl. í heilsugæslustöðinni í Mjódd að viðstöddu fjölmenni. Vefsíðan er búin til af Lýðheilsustöð í samráði við Land­ læknis embættið, Landspítala og Heilsugæslu höfuð­ borgarsvæðisins. Eins og er má þar finna efni um tóbak og áfengi en gera má ráð fyrir að meira efni, eins og um matarræði, daglega hreyfingu og svefn, muni bætast við. Vefsíðan er hugsuð sem eins konar fræðslubanki þar sem hægt er að sækja sér efni til lesturs og fræðslu, til að viðhalda þekkingu sinni og færni í starfi. Prófa má þekkingu sína, finna þar æfingar og einnig ýmislegt ýtarefni og efni til að afhenda skjólstæðingum. Ný vefsíða fyrir fagfólk um lífsstílsbreytingar Fréttapunktur

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.