Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 5

Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 5
Ritstjóraspjall Sumar 2011 _____________ Bók Björns Bjarnasonar, Rosabaugur yfir Íslandi, hefur fengið góðar viðtökur . Bókin fór strax í efsta sæti metsölulista Eym unds son og seldist upp hjá útgefanda á innan við þremur vikum . Fróðlegt verð­ ur að sjá hvernig henni farnast þegar ný prentun kem ur á markað . Bók Björns er geysimikil­ væg heimild . Margir hafa hag af því að þegja Baugs­ mál ið í hel . Þeir vilja ekki að fylgispekt þeirra við hið spillta auðvald og heimskuleg um­ mæli séu rifj uð upp . Flestir þeirra hafa reyndar látið lítið fyrir sér fara eftir út komu bókarinnar . Sumir skammast sín vafalaust undir niðri fyrir framgöngu sína, þótt þeir láti á engu bera út á við . En það eru ekki allir þeirrar gerðar . Sumir kunna alls ekki að skammast sín . Og þeir forhertustu halda áfram að þenja sig — eins og ekkert hafi í skorist . Óhætt er að kalla tímabilið frá því um 2002 til hruns bankanna haustið 2008 Baugs tímann í sögu Íslendinga . Þá tókst stór fyrirtækið Baugur á við ríkisvaldið í land inu og hafði tímabundinn sigur í krafti auðs síns og fjölmiðlaveldis . Með linnulausum áróðri stýrðu Baugsmiðlarnir almennings álit inu — og svo fór að ístöðu­ litlir dóm ar ar lutu því . Dómarnir í Baugs­ mál inu munu lengi í minnum hafðir, ekki síður en fram ganga margra lögfræðinga, stjórn mála manna og „blaðamanna“ . Bók Björns er fyrst og fremst læsilegt yfir lits rit um gang mála . Höf und urinn heldur sig að mestu til hlés og leyfir lesandanum að draga sínar ályktanir . Þótt ekki sé langt um liðið koma þær staðreyndir sem dregnar eru fram í bókinni eflaust mörgum á óvart . Við erum fljót að gleyma þótt við teljum okkur fylgjast vel með fréttaflutningi . Auk þessa sjáum við margt í öðru ljósi eftir fall bankanna . Baugs­ veldið var spilaborg og flestu heiðvirðu fólki of býður nú hrokinn og yfirgangurinn sem forvígis menn þess hafa sýnt og sýna enn . Margt væri hægt að segja um lands­mál in — óstjórnina sem ríkir í land inu, Icesave­lygarnar, haftapólitík ina, valda græðgi stjórnarflokkanna, hin maka­ lausu svik Vinstri grænna við stefnu sína, heimsku legar og stór skað legar tilraunir til breytinga á fisk veiði stjórn unar kerfinu, vinstri slag síð una á ríkis fjöl miðlunum, bjána ganginn allan í borg ar s tjórn Reykja ­ Þjóðmál SUmAR 2011 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.