Þjóðmál - 01.06.2011, Page 34

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 34
32 Þjóðmál SUmAR 2011 Fjármálakerfi Vesturlanda riðaði til falls haustið 2008 . Hlutabréf hrundu í verði og bankar fóru á hausinn eða voru komnir að fótum fram . Þegar stórbankinn Lehman Brothers fór í þrot um miðjan september 2008 varð efnahagslegt fár­ viðri . Lánalínur lokuðust og allt traust til fjármálastarfseminnar hvarf . Öllum var ljóst að þetta mundi ríða mikið skuld settum fjármálafyrirtækjum að fullu fengju þau ekki fyrirgreiðslu . Bandaríkjamenn dældu billjónum af peningum skattgreiðenda í bankana til að forða þeim frá gjaldþroti . Sama gerði enska ríkisstjórnin og sú írska . Framsæknir bankar, eins og þeir voru kallaðir á árunum fyrir bankahrunið, urðu verst úti . Þeir höfðu verið reknir sem vogunarsjóðir . Alls staðar hafði aðhald, aðgát og agi vikið fyrir sóun, fífldirfsku og agaleysi . Skelfingu lostnir stjórnmála menn um víða veröld áræddu ekki að láta þá sem ábyrgð báru á banka­ og fjármála hruninu bera þá ábyrgð sem stjórnend ur fyrir­ tækja eiga að bera í markaðsþjóðfélög um . Þeir hlupu til og notuðu fjármuni skatt­ borgara . Ísland og bankakreppan 2008 Margir hafa haldið því fram að Ísland hafi orðið harðast úti í efnahags­ og bankakreppunni haustið 2008 . Það er rangt . Sumir halda því fram að algjört kerfishrun hafi orðið . Það er líka rangt . Það tókst að bjarga efnahagslífinu, framleiðslunni og þjóð félagsstarfseminni . Það tókst einnig að bjarga innlendri bankastarfsemi . Margir íslenskir hagfræðingar héldu því fram, þegar vandi bankakerfisins var að koma í ljós, að ríkisvaldið ætti að hlaupa undir bagga og leggja fram peninga . Þessir sömu spekingar gagnrýndu síðar viðbrögð stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins á þeirri forsendu að peningar skattborgara hefðu ekki verið notaðir til að bjarga ofvöxnu bankakerfi . Þessir ráðagóðu menn stjórna nú haftakerfinu íslenska og telja sig vita betur en aðrir hvernig á að breyta stjórnarskránni . Íslenskum fræðimönnum, sem töluðu um virka ríkisaðstoð til bankanna, verður ekki legið á hálsi fyrir að hafa haldið fram þessum röngu sjónarmiðum . Þeir vissu ekki betur . Með sama hætti og þeir sem héldu um stjórn þjóðfélagsins vissu ekki betur en eigin fjár­ staða bankanna væri í lagi haustið 2008 . Stjórnvöld, eftirlitsaðilar og fræðimenn unnu út frá því að hægt væri að treysta upplýsingum um banka sem staðfestar voru af löggiltum endurskoðendum . Hálfs árs­ uppgjör bankanna árið 2008 sýndi veru­ legan hagnað af starfsemi bankanna og góða eiginfjárstöðu . Þegar óveðrið skall á haustið 2008 kom annað á daginn . Jón Magnússon Pólitísk aðför

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.