Þjóðmál - 01.06.2011, Page 73

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 73
 Þjóðmál SUmAR 2011 71 ákafir áhugamenn um friðun, og þeir voru sannfærðir um, að jörðin stæði ekki undir sífjölgandi mannkyni með sívaxandi þarfir . „Hagvöxturinn, sem allir lofa og prísa, getur því ekki orðið varanlegur . Hann er tíma­ bundinn .“9 Hrun væri á næsta leiti, nema breytt yrði snögglega um lífshætti . Höf­ undum varð tíðrætt um eiturefnið DDT eins og Carson og Darling á undan þeim . Það hefði hvarvetna safnast fyrir, jafnvel í úthöfunum . Þeir töldu einnig, að flestir málmar gengju innan skamms til þurrðar, færi svo fram sem horfði . Iðnþróunin hefði rofið ýmsar lífskeðjur, raskað hinni sjálfvirku samstillingu náttúrunnar . Menn hefðu flykkst úr sveitum í borgir, þar sem lífið væri undirorpið glæpum, lauslæti, ofdrykkju, geðröskunum og mengun, þar á meðal ólykt vegna losunar koltvísýrings úr bílum, sorpi og skólpi . Tengsl væru á milli glæpa og þéttbýlis . „Á síðastliðnum 10 árum hefur tala glæpa í Bandaríkjunum tvöfaldast .“10 Höfundar voru svartsýnir . „Sannleikurinn er sá, að ekkert breytist, þótt land búnaðar­ framleiðslan aukist á næstu 15–20 árum . Ekkert getur komið í veg fyrir víðtæka hungursneyð, og sú hungursneyð mun mest bitna á þjóðum Asíu og Afríku, þjóðunum fyrir botni Miðjarðarhafs og þjóðum Mið­ og Suður­Ameríku .“11 Meðal þess, sem höfundarnir vildu gera, var að setja sérstaka skatta á notkun orku, hráefnis og dægurvöru, leggja blátt bann við notkun eiturefna, stöðva nýlagningar vega og auka fræðslu um getnaðarvarnir . Þeir lýstu því, hvernig þjóðlífið ætti að skiptast í miklu smærri einingar en nú gerðist, enda hefði Aristóteles sagt, að borgir ættu að vera nógu fámennar til þess, að íbúarnir þekktu hver annan með nafni . Þótt nokkur áróðursblær væri á Heimi á helvegi, lýstu margir kunnir menntamenn yfir stuðningi við þessi sjónarmið, þar á meðal Sir Frank Fraser Darling og Sir Julian Huxley, fyrsti framkvæmdastjóri Menningar­ og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO . Aðalhöfundur Heims á helvegi og ritstjóri The Ecologist var enski rithöfundurinn Edward Goldsmith . Hann var sérvitur, mælskur yfirstéttarmaður, sem hafði dálæti á frumstæðum þjóðum, en taldi iðnþróun af hinu illa . Gagnrýndi hann hvora tveggja, marxista og frjálshyggjumenn, fyrir að vilja ótrauða halda áfram á braut hagvaxtar . Hollara væri að snúa aftur til óbrotins lífs og jafnvel frumstæðs . Heimur á helvegi hafði þau áhrif, að Goldsmith var 1974 beðinn um að bjóða sig fram á Suður­Englandi fyrir svokallaðan Þjóðarflokk, sem seinna varð flokkur enskra græningja (Green Party) . Í kosninga baráttunni ferð aðist Goldsmith um á kameldýri, enda hélt hann því fram, að hin mikla beina og óbeina eldsneytisnotkun í landbúnaði með stórvirkum vinnuvélum og mikilli áburðargjöf hlyti að leiða til þess, að ekki yrðu að lokum eftir önnur farartæki en slík dýr . Seinna barðist Goldsmith hat­ rammlega gegn stórvirkjunum og eyðingu regn skóga . Hann átti fimm börn þrátt fyrir við varanir sínar við fólksfjölgun .12 Endimörk vaxtarins Á rið 1974 kom síðan út á íslensku sú bók, sem oftast er talin vandaðasta grein­ ar gerðin um hætturnar af fólksfjölgun og óvarlegri nýtingu náttúrugæða . Hún nefndist Endimörk vaxtarins, og höfundar hennar voru nokkrir vísindamenn tengdir Tækni­ háskólanum í Massachusetts, en kunnastir þeirra voru hjónin Dennis og Donella Meadows . Höfundar töldu sig geta sýnt með ýmsum útreikningum, að mannkyn væri komið í ógöngur . Það yxi miklu hraðar en jörðin með sínum endanlegu gæðum þyldi . Til þess að skilja útreikninga þeirra þarf að hafa í huga muninn á jafnskrefa vexti og veldis vexti . Jafnskrefa vöxtur er einfaldur og

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.