Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR FF Vísindasjóður Félags framhaldsskólakennara Þeir félagsmenn FF sem sóttu námskeið í sumar geta sótt um styrk í vísindasjóð FF, B deild. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 31. október. Úthlutað er samkvæmt umsóknum til sérstakra verkefna á sviði endur- og viðbótarmenntunar. Greiðslur fara að jafnaði fram eftir á gegn framvísun reikninga. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári. Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl og 31. október. Umsóknareyðublöð eru í Kennarahúsinu og á heimasíðu KÍ www. ki.is. FT Starfsmenntunarsjóður tónlistarkennara Markmið starfsmenntunarsjóðs Félags tónlistarskólakennara er að auka tækifæri félagsmanna til framhaldsmenntunar, endurmenntunar, rannsókna- og þróunarstarfa, auk þess að efla námsefnisgerð fyrir tónlistarskóla. Umsóknarfrestur vegna námsefnisgerðar, rannsókna- og þróunarverkefna er til 15. október. Stjórn sjóðsins leitast við að úthluta styrkjum vegna námskeiða og hópferða erlendis jafnharðan og fullnægjandi gögn berast. Umsóknum í sjóðinn ber að skila til: Starfsmenntunarsjóður tónlistarkennara, Rauðagerði 27, 108 Reykjavík. Sjá nánar www. ki.is. FG Starfsmenntunarstyrkir Vonarsjóðs Verkefna- og námsstyrkjasjóður, Vonarsjóður, veitir kennurum og skólastjórnendum í grunnskólum.styrki vegna námskeiða, ráðstefna og kynnisferða innanlands eða utan. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar, 15. apríl, 15. júní, 15. ágúst, 15. október og 15. desember. Hver félagsmaður getur fengið að hámarki kr. 90.000 á tveggja ára tímabili. Sjá nánar www.ki.is. Auglýsing um úthlutun styrkja úr C deild Vísindasjóðs FL Hér með eru auglýstir styrkir sem veittir eru félagsmönnum FL annars vegar til þróunar- og rannsóknastarfa og til námsefnisgerðar og hins vegar einstökum félagsmönnum eða hópum félagsmanna, faghópum og nefndum innan FL til að halda námskeið og ráðstefnur ætlaðar félagsmönnum. Í umsókn þarf að koma fram: • Heiti verkefnis. • Lýsing á verkefninu, markmið þess og gildi. • Lýsing á framkvæmd verkefnis. • Upplýsingar um umsækjanda/endur, s.s. menntun og starfsferill. • Kostnaðaráætlun. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu FL/KÍ og á heimasíðu www.ki.is í síðasta lagi 15. september 2005. Stjórn Vísindasjóðs FL SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005 Nýtt námsefni í lestri Síðastliðið sumar komu út átta léttlestrarbækur ásamt verkefnaheftum eftir Auðbjörgu Pálsdóttur sérkennara. Alltaf vantar lesefni fyrir börn sem eru að ná tökum á lestrarnámi og var þetta því kærkomin viðbót við það sem fyrir var. Bækurnar eru með góðu letri, gott bil er milli lína og hæfilega mikið lesefni á hverri síðu. Litmyndir eru á hverri síðu. Hver bók er sjálfstæð saga þannig að hún hvetur lesandann til að halda áfram með bókina sem fljótast. Verkefnabækurnar eru vel upp settar og börnin geta auðveldlega áttað sig á hvernig á að vinna þær. Mér finnst bækurnar henta mjög vel fyrir sérkennslunemendur í 3. – 4. bekk og einnig þá nemendur í 5. bekk sem ennþá lesa ekki nema 80-110 atkvæði á mínútu. Að sjálfsögðu henta þessar bækur líka í almennri kennslu ef tekið er mið af lestrarfærni nemandans hverju sinni. Þökk sé Auðbjörgu fyrir hennar góðu viðbót í lestrar- bókaflóruna. Heyrst hefur að Auðbjörg sendi frá sér fjórar nýjar bækur á komandi hausti. Þeir sem hafa áhuga á að spyrjast fyrir um bækurnar geta haft samband á netfangið: audbjorg@oskuhlidarskoli.is. Birna Torfadóttir sérkennari Félagsgjöld KÍ lækka í 1,6% Félagsmenn athugi launase›la sína. Breyting verður á félagsgjöldum til Kennarasambands Íslands frá 1. ágúst 2005. Á þriðja þingi KÍ í mars sl. var samþykkt að lækka hlutfall (%) félagsgjalda úr 1,7% í 1,6% af föstum dagvinnulaunum. Breytingin tekur gildi frá og með launagreiðslu fyrir ágústmánuð 2005. Launagreiðendur eru beðnir að gera viðeigandi breytingar á launakerfi sínu þannig að lækkunin komi til framkvæmda á réttum tíma. Eiríkur Jónsson formaður Ásta St. Eiríksdóttir innheimtufulltrúi (asta@ki.is) Léttlestrarbækur Auðbjargar Pálsdóttur.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.