Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.12.2007, Blaðsíða 28
28 NÁMSKEIÐ, MATSLISTI SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007 Eldur og ís – Fjölskyldusögur NÁMSKEIÐ UM LEIKLISTARMEÐFERÐ / DRAMAÞERAPÍU SEM ENGINN MÁ MISSA AF Haldið 12. - 13. janúar. Kennari verður Robert J Landy professor í Leiklistarmeðferð/Dramaþerapíu við New York University. Robert J Landy er stjórnandi námsbrautar í Dramaþerapíu við New York University og prófessor í Educational theatre og applied psychology. Hann er frumkvöðull á sínu sviði í Bandaríkjunum og heldur fyrirlestra og námsskeið fyrir fagfólk um víða veröld. Hann hefur gefi ð út og samið fjölda bóka, blaðageina og leikrita um leiklist, leiklistarmeðferð/dramaþerapíu og skyld efni. Nýjasta bók hans er: „The couch and the stage: Integrating words and action in psychotherapy“, gefi n út siðastliðið haust. Hann hefur yfi r 30 ára reynslu af leiklistarmeðferð með börnum og fullorðnum með ólík sálfræðileg, hugræn, og hegðunarleg vandamál. Hann hefur einnig unnið í fangelsum og þróað margvíslega meðferðaráætlun fyrir fanga. http://www.institutefordramatherapy.com/ Á námskeiðinu verður unnið að því að kanna samskipti innan fjölskyldunnar og hvernig fólk endurspeglar þau og notar í öðrum samskiptum og samböndum utan hennar. Með leiklistarmeðferð sem aðferð verður farið í gegnum ferli þar sem sögur eru búnar til og leiknar. Hópurinn býr til myndir og aðstæður af fjölskyldum og vinnur að því að skilja og endurskoða samspil fólks innan fjölskyldunnar. Námskeiðið er ætlað öllum kennurum, meðferðaraðilum og þroskaþjálfum sem áhuga hafa á leiklist sem meðferðarformi eða leið til að örva tjáningu og sjálfsmynd einstaklingsins. Námsskeiðið verður haldið í sal Fræðslu- deildar Þjóðleikhússins í gamla Hæsta- réttarhúsinu við Lindargötu 3. Byrjar kl 10 báða dagana og endar kl 16. Námskeiðsgjald er 20.000 kr. fyrir báða dagana, kr. 12.000 fyrir annan daginn. Meðlimir í FLÍSS sem hafa borgað félagsgjald þessa árs fá 2500 kr afslátt ef þeir taka báða dagana, 1250 ef þeir taka annan daginn. Kennarar eru hvattir til að sækja um styrk úr Vonarsjóði KÍ eða hafa samband við viðkomandi skólastjóra. Skráning á námsskeiðið er á netfangið ogud@btnet.is og vigdis@leikhusid.is Félag daggæsluráðgjafa stofnað Umsjónarmenn daggæslu barna í heimahúsum hafa nýverið stofnað með sér félag daggæsluráðgjafa og fulltrúa skammstafað FDF. Markmið félagsins er að vera samstarfsvettvangur dag- gæsluráðgjafa og fulltrúa sem hafa umsjón með daggæslumálum barna í sveitarfélagi og fjalla um mál sem snerta starfssvið málafl okksins. Stjórn félagsins skipa Hildur Sigurbjörnsdóttir daggæslufulltrúi Hafnarfi rði, Emilía Júlíusdóttir daggæslufulltrúi Kópavogi og Birna Róbertsdóttir daggæslu- fulltrúi Reykjavík. Síðastliðna tvo vetur hafa sérkennarar fjögurra skóla í Húnavatnssýslum unnið að þróunarverkefninu „Matslisti Gerd Strand fyrir 7 ára nemendur“ undir stjórn Guðjóns E. Ólafssonar, sér- kennslufræðings. Höfundur matslistans, Gerd Strand, er norskur sérkennslufræðingur sem starfar sem forstöðumaður rannsóknar- og þjónustumiðstöðvar á landsvísu í Noregi fyrir börn með ADHD og skyldar raskanir. Listinn var upphafl ega þýddur og stað- færður með leyfi höfundar af Guðjóni E. Ólafssyni, sérkennslufræðingi og Kristínu Björk Gunnarsdóttur, sérkennara. Útgáfan sem hér er kynnt er endur- bætt og aðlöguð sjö ára nemendum í grunnskóla. Kennarar sem unnu verk- efnið eru Gréta Björnsdóttir, Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, Helga Ólína Ara- dóttir, Sigríður B. Aadnegard og umsjónarmaður er Guðjón E. Ólafsson, sérkennslufræðingur. Markmiðið með gerð listans er að færa kennurum sjö ára barna í hendur tæki sem þeir geta notað til að fá skýrari mynd af helstu færni- og getuþáttum sem hafa áhrif á gengi nemenda í skóla. Matslistinn auðveldar ákvarðanir um kennslu og nám og veitir foreldrum, kennurum og öðrum sérfræðingum mikilvægar upplýsingar. Matslistann má nota sem almenna skimun en einnig til að meta þörf á nákvæmari greiningu barna sem sýna frávik. Hann er huglægt mat þess er greinir. Eitt og sér gefur mat þetta ekki tilefni til endanlegs úrskurðar um frávik en getur gefi ð mikil- vægar vísbendingar. Sú tilgáta var höfð að leiðarljósi að því meira sem unnið er af greiningum, mati, skimunum og áætlunum af starfs- fólki í skólunum þeim mun líklegra er að starfsemin verði í samræmi við getu, eðli og þarfi r hvers og eins nemanda. Tilgangurinn er því að stuðla að enn markvissari og faglegri vinnubrögðum í grunnskólunum. Leitað hefur verið til fjölmargra sér- fræðinga til að gera listann eins áreiðan- legan og unnt er. Endanleg útgáfa hans hefur verið prófuð á fjölda nemenda í ýmsum skólum, bæði á börnum með og án raskana. Niðurstöðurnar sýna ágæta fylgni við aðrar viðurkenndar greiningar og virðist því listinn vera áreiðanlegur og gefa réttar vísbendingar. Matið byggir á níu spurningafl okkum sem eru: • málþroski • eftirtekt/einbeiting • fl jótfærni/hvatvísi • virkni • samskipti • fín/grófhreyfi ngar • sértækir erfi ðleikar • tilfi nningar og líðan • almennur skilningur og þekking Í hverjum fl okki er fjöldi ítarlegra og nákvæmra spurninga sem tengjast þeim erfi ðleikum sem verið er að skoða hverju sinni. Niðurstöður fl okanna eru færðar á línurit. Af línuritinu fær kennarinn heildar- mynd af stöðu nemandans sem nýtist honum við áframhaldandi skipulagningu á námi og kennslu. Notkun listans verður einungis heimil þeim er sótt hafa námskeið um notkun hans. Áætlað er að matslistinn verði tilbúinn til notkunar fyrir kennara á skólaárinu 2007/2008. Verkefni þetta hefur verið styrkt af Verkefna- og námstyrkjasjóði FG og SÍ og af Þróunarsjóði grunnskóla. Nánari upplýsingar veitir Guðjón E. Ólafsson, Fræðsluskrifstofu A- Hún. Netfang: gol@mi.is Vinnusmiðja FLÍSS – Félags um leiklist í skólastarfi og Fræðsludeildar Þjóðleikhússins kynnir Matslisti Gerd Strand fyrir 7 ára nemendur - Nýtt tæki til að styrkja skólastarf

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.