Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.02.2009, Blaðsíða 16
16 RéTTINdI FéLAGSMANNA SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 9. ÁRG. 2009 Kjarasamningar eru lágmarkssamningar og allir samningar um lakari kjör eru ógildir. Lög um starfskjör launafólks og skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda (starfskjaralög) nr. 55/1980 kveða á um það að kjarasamningar séu lágmarkskjör, sbr. 1. gr laganna. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir. Samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1996 segir jafnframt að ...„ákvæði í ráðningarsamningi er ógilt ef það brýtur í bága við kjarasamning stéttarfélags starfsmanns samkvæmt lögum þessum starfsmanni í óhag.“ Lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnu- deilur sem gilda á almenna vinnumark- aðinum innihalda sams konar ákvæði. Lækkun grunnlauna ólögleg Með vísan til ofangreindra laga er óheimilt að lækka laun með uppsögn eða samningi við starfsmann ef þau fara undir lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningi. Almennt um uppsögn Helstu reglur þegar um uppsögn er að ræða eru eftirfarandi:  Uppsögn þarf að vera skrifleg.  Miðast við mánaðarmót.  Starfsmaður á rétt á lögbundnum þriggja mánaða uppsagnarfresti miðað við mánaðarmót.  Athuga þarf hvort starfsmaður eigi lengri uppsagnarfrest sam- kvæmt kjarasamningi eða ráðning- arsamningi.  Ástæður uppsagnar þurfa að vera málefnalegar og lögmætar. Gæta þarf að eftirfarandi:  Hvort starfsmaður gegni stöðu trúnaðarmanns.  Hvort starfsmaður sé í fæðingar- eða foreldraorlofi.  Jafnréttislaga sé gætt við uppsagnir. uppsögn á fastri yfirvinnu Vinnuveitanda ber að tilkynna uppsögn á fastri yfirvinnu með sama hætti og sama fresti og væri um uppsögn að ræða, þ.e. með þriggja mánaða fyrirvara miðað við mánaðarmót. Breytingin tekur þá fyrst gildi þegar uppsagnarfrestur er liðinn. Yfirvinna sem tilgreind er á vinnuskýrslu kennara Það sem er tilgreint á vinnuskýrslu kennara er einungis hægt að breyta með samþykki beggja eða uppsögn ráðningar með lög- mætum uppsagnarfresti eða þegar hann rennur út og nýr tekur gildi. Kennsla umfram lögbundið lágmark Ef um er að ræða niðurskurð á kennslu um- fram lögbundið lágmark samkvæmt lögum nr. 90/2008 um leikskóla, lögum nr. 91 um grunnskóla og lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla þá er skylt að segja þeirri kennslu upp með lögbundnum fyrirvara. Tímabundin verkefni Ef um er að ræða niðurskurð á tímabundnum verkefnum þá er er skylt að segja þeim upp með lögbundnum fyrirvara. Sama gildir um frístundastarf. Breyting á starfi eða starfshlutfalli Mikilvægt er að hafa í huga að breytingar á vinnuskýrslum kennara er einungis hægt að gera með samþykki beggja eða uppsögn ráðningar með lögmætum uppsagnarfresti. Nauðsynlegt er að ganga frá breytingum á starfi með formlegum, skriflegum hætti. Með afdráttarlausum hætti verður að vera sýnilegt hvað fellur brott af vinnuskyldu. Ef samkomulag milli skólastjórnanda og kennara næst um minnkað starfshlutfall tímabundið skal þess gætt að gengið sé frá því með skýrum hætti í vinnuskýrslu að um tímabundna breytingu sé að ræða og hvenær hún gengur til baka. Starfsmanni sem er sagt upp starfshlut- falli á rétt á atvinnuleysisbótum sjá lög um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006. Biðlaunaréttur getur komið til álita við minnkað starfshlutfall og gæti þar verið um niðurlagningu á hluta starfs að ræða. Desember- og persónuuppbót (orlofsupp- bót) eru greiddar út sem hlutfall af starfs- hlutfalli og því þarf að semja um það ef uppbótin eigi að koma óskert til greiðslu þó að starfshlutfall sé lækkað tímabundið. Niðurlagning á starfi-biðlaunaréttur Ef starfsmaður fær formlega tilkynningu um niðurlagningu starfs vegna skipulags- breytinga þarf að gæta að því hvort starfs- maður eigi biðlaunarétt í 6 eða 12 mánuði. Biðlaunaréttur getur komið til álita við minnkað starfshlutfall og gæti þar verið um niðurlagningu á hluta starfs að ræða. Fólki er eindregið ráðlagt að snúa sér til Kí ef fólk fær uppsögn að hluta eða að öllu leyti til að afla upplýsinga hvort um biðlaun eða hluta biðlauna geti verið að ræða. Réttur atvinnulausra hjá KÍ • Áskrift að Skólavörðunni og öðru efni sem Kennarasambandið gefur út falla niður þann tíma sem viðkomandi er ekki félagsmaður. • Réttur til úthlutunar orlofshúsa fellur niður þann tíma sem viðkomandi er ekki félagsmaður og punktasöfnun stöðvast sem síðan rýrir rétt til úthlutunar eftir að starf er hafið að nýju. • Réttur til úthlutunar úr Sjúkrasjóði Kennarasambandsins fellur niður meðan atvinnuleysið varir. Það tekur síðan 6 mánuði að ávinna sér réttinn eftir að viðkomandi hefur störf að nýju. • Réttur til úthlutunar úr Verkefna- og námsstyrkjasjóði, starfsmenntunar og vísindasjóðum fellur niður þann tíma sem viðkomandi er ekki félagsmaður. Það tekur síðan aðila að Vísindasjóði leikskólakennara 3 mánuði að ávinna sér réttinn eftir að viðkomandi hefur störf að nýju. • Aðstoð stéttarfélagsins og lögfræðinga falla niður þann tíma sem viðkomandi er ekki félagsmað Helstu reglur sem gilda Stöndum vörð um kjarasamninga Erna Guðmundsdóttir Erna Guðmundsdóttir lögfræðingur KÍ og BHM hefur tekið saman þær reglur sem gilda um hvað er leyfilegt af hálfu atvinnuveitanda og hvað ekki. Samantekt Ernu er í heild sinni á vef Kennarasambandsins www.ki.is en er birt hér að hluta til.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.