Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 16
nig eru margir sem ef til vill hefðu sótt um aðrar námsbrautir en vilja ekki skuldbinda sig í hálft eða fullt nám, heldur sitja til dæmis eitt námskeið á misseri eða ári. Vel kemur til greina að bjóða þessu fólki laus sæti á námskeiðum í samstarfi við Símennt- unarstofnun,“ segir Ingvar. Náið samstarf við nemendur Innan framhaldsdeildar tíðkast mikil samvinna milli kennara en einnig er haft náið samstarf við nemendur um hvernig þeir vilja hafa námið að sögn Ingvars. „Við höfum gert róttækar breytingar á uppsetn- ingu náms í samvinnu við nemendur og má þar nefna að við stækkuðum námskeiðin mjög mikið frá því sem var í upphafi. Með Dipl.Ed.-náminu er jafnframt komin öflug starfstenging og áhersla lögð á starfstengd verkefni. Hvað varðar framtíðina erum við að ræða ýmsar nýjar námsbrautir og á teikniborðinu eru námsbrautir um ráðgjöf, nám og kennslu erlendra mála, margmenn- ingu, nám og kennslu unglinga og loks framhaldsnám fyrir íþróttakennara. Einnig eru uppi hugmyndir um nám sem miðast við þarfir umsjónarkennara. „Til að tryggja skoðanaskipti og tengsl út fyrir stofnunina höfum við einnig fundað með fulltrúum fagfélaga kennara,“ segir Ingvar. „Eins áttum við gagnlegan fund með fulltrúum allra skólaskrifstofa á land- inu þar sem við kynntum nám okkar og báðum um hugmyndir. Meðal annarra verkefna á þessum vettvangi má nefna könnun sem er nýlokið á viðhorfum þeirra sem hafa lokið meistaranámi til námsins. Hins vegar má alltaf gera meira, til dæmis með því að fara út í skólana og tala við fólk þar,“ bætir Ingvar við. Fjarnám í mikilli gerjun Framhaldsdeildin vill einnig nýta netið, bæði til að kynna námið og sem námsvett- vang. Að sögn Ingvars nota allir skólastjór- ar tölvupóst og 60-70% kennara. „Eftir tíu til fimmtán ár mun fólk geta farið á netið, sótt námskeið og tekið þátt í umræðuhóp- um um hvaðeina sem því dettur í hug og það hefur áhuga á,“ segir Ingvar. Hann er ekki ókunnugur netinu sem kennslumiðli og má þar nefna vinsælt námskeið hans, Litróf kennsluaðferða, þar sem hann sér aldrei nemendur sína. „Fjarnám er hægt að skipuleggja þannig að það hefjist á mismun- andi tíma eftir þörfum hvers og eins og sé mislangt, allt frá viku og upp í ár ef því er að skipta. En þetta krefst þess að kennarinn sé alltaf á vaktinni. Gríðarleg gerjun er í fjarnámi og við erum að gera úttekt á því um þessar mundir,“ segir Ingvar. „Mikil- vægast fyrir okkur í framhaldsdeildinni núna er þó að bæta kynningu á framhalds- náminu og við erum þakklát fyrir allar hug- myndir þar að lútandi og ábendingar um námið sjálft. Einnig er að hefjast skeið þar sem réttindi kennara skarast meira en við höfum áður þekkt, stöðugt fjölgar þeim sem hafa réttindi á fleiri en einu skólastigi svo sem bæði á leikskóla- og grunnskólastigi eða grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Við þurfum líka að búa þroskaþjálfa betur undir að starfa í skólum, þar sem þeir þurfa að vinna jöfnum höndum sem grunnskóla- eða leikskólakennarar og þroskaþjálfar.“ Ingvar bendir á að framhaldsnám fari nú einnig fram innan grunndeildar í kjölfar þess að námi þar var breytt verulega. „Kjör- sviðum var fækkað og þau stækkuð sem opnar möguleika fyrir starfandi kennara til að bæta við sig í sínu fagi. Það er mikill akkur fyrir aðra nemendur grunndeildar að hafa starfandi kennara sér við hlið í nám- inu.“ Í lokin er vert að minna á vikulega fræðslufundi KHÍ sem í raun eru hluti end- urmenntunarstarfseminnar. Fundirnir eru á þriðjudögum kl. 16:15 og skólar eða aðrar stofnanir geta beðið um að þeim sé útvarp- að til þeirra með fjarfundabúnaði. keg Framhaldsmenntun 20 Ingvar: Það er okkur keppikefli að bjóða almennt framhaldsnám hvort heldur er sem staðnám eða fjarnám að vali þátttakenda.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.