Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 14
víkur og ÍTR. Í sumar bættist Félagsþjónusta Reykjavíkur í hópinn en Miðstöð nýbúa féll út. Heimasíðan: grunnskolar.is Þar er meðal annars að finna stefnu í málefnum barna með ann- að móðurmál en íslensku í grunnskólum Reykjavíkur. Brátt verður þar einnig að finna stefnu annarra stofnana Reykjavíkurborgar, lista yfir hentugt námsefni, forrit, námspil og fleira sem nýtist í kennslu í íslensku sem öðru tungumáli og verður vonandi til þess að auðvelda skipulag kennslunnar. Ætlunin er að birta þar nokkur erindi og greinar sem vekja fólk mögulega til umhugsunar um þennan málaflokk. Auk þess er vert að benda á heimasíðu Hjalla- skóla, Nýbúann, sem flestum er að góðu kunn. Að lokum - hugleiðing Ef til vill má segja að nýbúafræðslan sé að slíta barnsskónum. Vissulega hefur verið hugsað vel um ungann. Nú er hann að komast á gelgjuskeiðið og ekki hægt að hafa yfirsýn yfir ferðir hans. Merkja má umbrotatíma, umræðan ber þess vitni og sjálfsmyndin er óstöðug, þannig verður það um árabil en þroskaárin eru í augsýn. Friðbjörg Ingimarsdóttir Höfundur er kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu í Reykjavík og sat í stefnumótunarnefnd Reykjavíkurborgar um málefni útlendinga, búsettra í Reykjavík, og í stefnumótunarhópi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Námskeið í kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku Dagana 15., 16. og 17. ágúst var námskeiðið Kennsla nemenda með annað móðurmál en íslensku haldið í Austurbæjarskóla á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og sóttu það tuttugu og fimm kennarar. Markmiðið var að kynna fjölbreytta kennsluhætti í kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku til að auðvelda kennurum að koma til móts við mis- munandi námsaðferðir (learning styles) nemenda. Fjórir reyndir kennarar voru fengnir til að halda fyrirlestra auk kennsluráðgjafa í nýbúafræðslu sem skipulögðu námskeiðið. Mark- hópur námskeiðsins var bekkjarkennarar og kennarar nemenda með annað móðurmál en íslensku. Tekið var fram í bæklingnum Námskeið fyrir grunnskólakennara 2001 að kennarar af öllu landinu hefðu jafnan rétt til þátttöku. Umsjón með námskeiðinu höfðu Hulda Karen Daníelsdóttir og Friðbjörg Ingimarsdóttir kennslu- ráðgjafar í nýbúafræðslu. Námskeiðið var 20 kennslustundir. Í lok apríl var talið að ekkert yrði af námskeiðinu og það félli niður vegna ónógrar þátttöku, en slík urðu örlög margra nám- skeiða sem halda átti fyrir kennara í sumar sem leið. Kennsluráð- gjafar í nýbúafræðslu brugðu þá á það ráð að hafa netsamband við kennara og kynna námskeiðið. Árangurinn lét ekki á sér standa, brátt varð fullt og þó nokkrir á biðlista. Af þeim tuttugu og fimm kennurum sem sóttu námskeiðið kenna fimmtán í skólum utan Reykjavíkur. Á fyrsta degi kynnti Hulda Karen Daníelsdóttir, kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu, áherslur og markmið námskeiðsins, benti kennur- um á að nýta sér það málumhverfi sem við búum í og að hægt væri að nálgast markmið námskrár í kennslu námsgreinarinnar Íslenska sem annað tungumál á marga vegu, oftar en ekki með óhefðbundn- um aðferðum. Kennarar væru ekki aðeins að kenna þessum nem- endum annað tungumál heldur líka að læra á nýju máli. Hún hvatti kennara til að miðla af því sem þeir lærðu á námskeiðinu til sam- kennara sinna og jafnvel mynda skólateymi kennara sem koma að þessari kennslu. Að nota reynslu nemenda í kennslunni Hulda Karen Daníelsdóttir fjallaði um leikræna tjáningu í kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Hún lagði ríka áherslu á að það sem kennt væri tengdist reynsluheimi nemenda og að kennarar gerðu þá meðvitaða um leiðir (strategíur) sem gætu komið þeim að notum við námið. Hulda Karen lét kennara fara í gegnum nokkur ferli leikrænnar tjáningar, bæði til þess að þeir gerðu sér betur grein fyrir því sem nemendur þurfa að ganga í gegnum og einnig til að flýta fyrir kynnum og samkennd hjá þátt- takendum á námskeiðinu. Upphitun, traustsæfingar, hlutverkaleik- ur, spuni o.fl. voru kynnt og tengd verkefnum ætluðum nemendum. Anna Guðrún Júlíusdóttir, móttökustjóri móttökudeildar Breið- holtsskóla, byrjaði sinn fyrirlestur á að skilgreina og segja frá menningarsjokki en yfirleitt eru stig þess talin fimm. Hún fjallaði um tvö fyrstu stigin því að nemendur í móttökudeild fara í gegnum þau árið sem þeir eru þar í aðlögun. Anna Guðrún sagðist ætla að setja skilgreiningu á þessum fimm stigum inn á nýbúavef Breið- holtsskóla. Hún lýsti einnig fyrsta móttökudeildarári Breiðholts- skóla (2000-2001) og benti á mikilvægi þess að kennarar barna með annað móðurmál en íslensku kynntu sér mál og menningu þeirra og notuðu myndir frá heimalöndum þeirra í kennslu. Að lokum sagði hún að um miðbik vorannar hefðu kennarar við deild- ina komist að þeirri niðurstöðu að þeir þyrftu að finna árangurs- ríka og hvetjandi kennsluaðferð sem tæki mið af félagslegum, menningarlegum og námslegum bakgrunni nemenda og gerði ráð Nýbúafræðsla / Námskeið 16 Hulda Karen Daníelsdóttir, annar umsjónamaður námskeiðsins. „Kennsla nemenda með annað móðurmál en íslensku.“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.