Skólavarðan - 01.01.2003, Page 13

Skólavarðan - 01.01.2003, Page 13
gleðin. Með því að vera glöð næ ég miklu betur til barnanna og hríf þau með mér. Ég hef mikinn áhuga á því sem ég er að gera og ef ég sýni þeim það og hvað mér finnst vænt um að þau hafi líka áhuga þá gera þau allt fyrir mig. Ég hrósa líka óspart, það eru allir snillingar. Ég kenni bara snillingum. Ég umbuna þeim líka, gef hrósmiða og stjörnur. Þetta eru náttúrlega ekki stór skinn þegar þau koma hingað sex ára og þau eru heldur ekki stór tíu ára. Þannig að mér finnst ég ná langbestum árangri með því að hrósa og styrkja þau, segja þeim að þau geti þetta. Auðvitað hafa ekki allir áhuga á tónlist frekar en íþróttum en það geta þetta allir. Ég geri mér grein fyrir því að samanbor- ið við umsjónarkennarana er ég afskaplega frjáls því ég þarf ekki að leggja fyrir sam- ræmd próf. Þessu fylgja líka gallar, til dæmis er ekki mikið til af tilbúnu námsefni og stundum myndi ég þiggja að geta geng- ið að slíku! Þegar nemendur eru með uppeldisfull- trúa með sér þá kemur hann alltaf með í tónmenntatímana. Ef eitthvað kemur upp á sem ég ræð ekki við þá eru yfirmenn mínir alltaf til taks. Hins vegar heyra erfið vanda- mál undantekningum til, ég held ég hafi einu sinni hringt eftir hjálp og þá þekkti ég ekki nemandann og kunni ekki á hann. Maður getur ekki skapað í glund- roða Ýmislegt fleira er fyrirbyggjandi í aga- starfi, til dæmis er ómetanlegt að fá tæki- færi til að þróa hópastarf. Kenna heilum bekkjum, hálfum bekkjum og hópum sem skipt er eftir kynjum. Bæjarstjórnin í Garðabæ leggur mikið upp úr menntun og það hefur óneitanlega áhrif til góðs. Svo er eitt og annað í dagskipulaginu sem ýtir undir jákvæðan skólabrag. Við erum með næðisstund á hverjum morgni frá klukkan 8:15 til 8:30 og það er afskaplega notaleg og mikilvæg stund sem tryggir að dagurinn hefst rólega og þægilega. Hér eru líka margir frjóir kennarar sem auka litrófið í skólanum og þeir eru tilbún- ir að leggja á sig aukavinnu ef markmiðið er frjótt! Hvað varðar tónlistarfólk þá er mjög margt af því viðkvæmt. Þetta er til- finninganæmt fólk og sumt jafnvel úfið, skapandi einstaklingar eru oft úfnir! Maður finnur það að börn sem eru mjög fyrirferð- armikil og úfin í skóla verða oft mjög skap- andi einstaklingar síðarmeir. Sjálfsagi í tónlistarnámi er nokkuð sem allir búa að og þess vegna er gott að kenna mikla tón- list í grunnskóla! Sjálfstamning er okkur öllum holl. Stundum hefur verið sagt að aldrei sé hægt að skapa ef of mikill agi sé, en það búa kannski engir yfir jafnmiklum sjálfsaga og þeir sem eru mest skapandi. Ég er ekki að tala um að maður eigi að halda börnum niðri en maður getur ekki skapað í glundroða. Við verðum að fylgja ákveðnum reglum og ég er mjög ströng á umgengnis- reglur hér í stofunni, bæði okkar í milli og um hlutina okkar. Ég segi börnunum að hljóðfærin séu lifandi. Svo legg ég líka mikla áherslu á lífsleikni og að við séum góð hvert við annað og kunnum að meta að við erum ólík. Það er viss hætta á að lífs- leiknin sé einungis kennd í fremur þröngu samhengi en hún á að ganga sem rauður þráður í gegnum allt skólastarf. Við þurf- um öll að leggja hönd á plóginn, við erum að verða fjölmenningarlegt samfélag og þurfum að tryggja að allir eigi jafnan rétt. Við viljum heldur ekkert öll vera eins!“ Að geta gert hlutina eins og mann- eskja Hjördís er oft með ljúfa tónlist í bak- grunni og gerir stundum slökunaræfingar með nemendum en hvort tveggja segir hún að hafi góð áhrif í þá veru að skapa rólegt andrúmsloft. Einnig telur hún mikilvægt í agastarfi að kenna börnum þolgæði en það sé ekki hægt nema þau treysti því að sanngirni ríki. „Ég nota þetta til dæmis varðandi hljóðfærin. Kannski vilja þrjú börn spila á sama hljóð- færi en þar sem þau eru látin ganga hring- inn geta nemendur treyst því að fá óska- hljóðfærið sitt áður en tíminn er búinn, þau þurfa bara að vera svolítið þolinmóð. Þau þurfa að læra langlundargeð og tillits- semi, fá að vera glöð og síðast en ekki síst læra að vera námsfélagar hvert annars og hjálpast að. Það þarf ekki alltaf að leita ráða hjá kennaranum, það er hægt að spyrja fé- lagana. Kennarinn verður svo fljótt þreytt- ur ef hann ætlar að vera bæði bíll og bíl- stjóri í öllu sem hann framkvæmir, það er ekki gerlegt. Hann þarf líka að læra að koma ábyrgð yfir á nemendur og þá læra þeir betur en ella inn á ferlið. Kenna þeim að ná í og ganga frá, sækja og skila. Geta gert hlutina eins og manneskja - í ró og næði.“ keg Að tilheyra! - bekkjarkerfið sem agatæki Menntaskólinn við Sund stendur við Gnoðarvog í Reykjavík. Þar eru nú um 730 nemendur. Skólinn er hefðbundinn framhaldsskóli þar sem nemendum er skipt upp í bekki. Markmið skólans er að bjóða nemendum aðeins það besta; góða þjónustu og fyrsta flokks nám óháð því á hvaða námsbraut þeir eru. Þessum mark- miðum ætlar skólinn að ná með því að virkja frumkvæði nemenda og starfsmanna og leggja áherslu á góða kennslu og fjölbreytilega kennsluhætti, nýtingu upplýsinga- tækni í kennslu, góðan tækjakost, samvinnu við fyrirtæki og stofnan- ir og símenntun starfsmanna sinna. Við skólann er einvala lið kennara og þar á meðal einn sem fæddur er í skólahúsi, pabbi hans var skólastjóri við grunnskólann í Borgarnesi og mamma hans kenndi við sama skóla. Síðan þá hefur hann varið stór- um hluta æfi sinnar innan veggja ýmissa skólahúsa. Maðurinn heitir Gísli Þór Sigurþórsson og er stærðfræðikennari. Við hittum hann að máli, í skólahúsi að sjálfsögðu, og rædd- um við hann um bekkjarkerfi og agastjórn- un í framhaldsskólum. Hefur kosti og galla „Bekkjarkerfið hefur bæði kosti og galla. Í því eru allt önnur tengsl en í áfangakerf- inu og kennarar þurfa að taka öðruvísi á málum. Þeir geta lent í því að fá í hendurn- ar bekk þar sem félagslegt mynstur er mjög erfitt eða bekk þar sem það er jákvætt, þetta verkar í báðar áttir. Við hér í Menntaskólanum við Sund teljum hins vegar bekkjarkerfið mjög mikilvægt og vilj- um halda í það í lengstu lög. Það byggist fyrst og fremst á því að bekkurinn hefur umsjónarkennara sem fylgir honum iðu- lega milli ára. Við höfum komið hér upp Hegðun og hópast jórnun 15 Kennarinn verður svo fljótt þreytt- ur ef hann ætlar að vera bæði bíll og bílstjóri í öllu sem hann fram- kvæmir, það er ekki gerlegt. Hann þarf líka að læra að koma ábyrgð yfir á nemendur og þá læra þeir betur en ella inn á ferlið. Gísli Helstu agatæki og áherslur: • Bekkjarkerfið • Námsáætlanir • Skilgreint ferli þegar vandamál koma upp • Verkstjórn kennarans/sjálfsá byrgð nemandans • „Síberíuvist“

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.