Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 56

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 56
 Þjóðmál SUmAR 2013 55 Þetta er það sem í hagfræðinni er kallað moral hazard eða siðrof . Unga fólkið Það eru mörg tækifæri sem ungt fólk hefur í dag, hvort sem er á Íslandi, í öðrum Evrópu löndum eða annars staðar . Þessi tæki- færi eru þó ekki bundin við inngöngu okkar í ESB . Nefna má að aðlög unar sinn ar tala um að með inngöngu fái ungt fólk meiri möguleika á að komast í háskóla í Evrópu . Við höfum hins vegar þessa möguleika nú þegar úti um alla Evrópu, í gegnum EES-samninginn . Það sem bætist við, ef gengið er í ESB, er að námsgjöldin í Bretlandi mundu lækka . Í einu landi í Evrópu yrðu því breytingar þegar kemur að háskólagjöldum fyrir ungt fólk . Við getum augljóslega skapað sjálf möguleika fyrir ungt fólk án þess að ganga í ESB . Þú borgar Eitt er það sem aðlögunarsinnar gleyma oft að nefna við áheyrendur sína þegar þeir keppast við að selja ágæti inn göngu í ESB . Þeir gleyma að nefna að við Íslendingar munum verða svokallaður nettógreiðandi í sambandinu, þ .e .a .s . Ísland mun greiða meira til sambandsins en við fáum úr því . Þegar við sóttum um á sínum tíma voru til að mynda Þjóðverjar nokkuð ánægðir með að að fá okkur . Þá sáu þeir fram á að fá þjóð inn í sambandið sem mundi greiða meira til ESB en þjóðin fengi til baka . Mörgum tölum hefur verið fleygt í þessu samhengi og er þar um að ræða allt frá þrjú þúsund milljónum (3 milljörð um), upp í 6 milljarða og meira . Ég set þessar tölur þó fram hér með fyrirvara þar sem þetta hefur ekki verið reiknað til hins ítrasta, en þessir 6 milljarðar gætu verið nokkuð nærri lagi . Þessi staðreynd, að við munum borga fyrir það að vera hluti af ESB, er eitthvað sem aðlögunarsinnar virðast ekki vilja tjá sig mikið um . Þeim fjármunum sem við munum greiða í heild til sambandsins áður en þeim verður svo úthlutað í styrki til okkar aftur verður ekki endilega úthlutað á þá staði sem við myndum sjálf kjósa . Það eru ýmis sjónarmið sem verða lögð til grundvallar við úthlutun styrkjanna í samræmi við þá stefnu sem ESB hefur innan vébanda sinna . Það er ekki aðeins að við munum greiða meira í sambandið en við fáum til baka heldur gefum við einnig eftir yfirráð okkar til að úthluta þessu fé alveg sjálf . Ísland já takk, ESB nei takk Hér hefur verið stiklað á stóru, enda mikið og stórt málefni sem um ræðir . Það er nauðsynlegt fyrir fólk að kynna sér hvað ESB er og hvort það henti okkur . Eftir að hafa skoðað málið tel ég Íslendingum ekki henta að ganga í sambandið og óþarfi að henda fjármunum í aðlögunarferli það sem við hófum árið 2009 . Ísland getur alltaf gert breytingar sem við teljum vera til hins betra og við þurfum ekki að ganga í ríkjasamband til að gera betur eða lagfæra hvaðeina sem betur má fara . Ég treysti íslenskri þjóð til að halda vel á spilunum í framtíðinni, sem þátttakandi á alþjóðasviðinu . Lokum okkur ekki inni í þeim litla hluta heimsins sem ESB er, horfum á heiminn allan . Ég segi því Ísland já takk, ESB nei takk . É g fór til Spánar áður en evran var tekin upp þar og gat keypt hluti frekar ódýrt á meðan á dvöl minni stóð . Næst þegar ég fór þangað eftir að evran mætti á svæðið höfðu vörur hækkað umtalsvert . Þetta er raun verul eg hætta sem fylgir gjaldmiðilsbreyt ingu . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.