Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 194

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 194
192 málörvun, var minnsti árgangurinn og dregur það úr afli rannsóknarsniðsins. Þótt slakað sé á marktæknikröfunum, er mikilvægt að muna að ólík fyrri geta barnanna og hlutdræg skekkja í lestrareinkunnagjöf í grunnskóla gætu líka skýrt muninn sem hér kom fram á lestrargetunni. Þegar litið var á kyn þeirra þrettán barna sem ekki náðu fullnægjandi árangri í lestri, kom í ljós að í þessum hópi var aðeins ein stúlka. Þessi kynjamunur er mun meiri en fundist hefur í rannsóknum á lestrargetu hjá heldur eldri börnum í Reykjavík (t.d. Guðrún Bjarnadóttir, 1993). Sú spurning vaknar hvort rannsóknin hér bendi til að kynjamunur sé á einkunnagjöf og getu í yngri og eldri bekkjunr eða hvort kynjahlutfallið 1:12 sé bara ótrúleg tilviljun. Kynjanruninn væri af öðrum ástæðunr vert að skoða betur. Vísbendingar komu fram í þessari rannsókn á Markvissri málörvun um að hljóðkerfisvitundarnám sé ólíkt eftir kynjum. Eins og fram kom í töflu 1 var fjöldi stúlkna og drengja fjarri því að vera jafn í árgöngununr þrem og var breytilegur þau ár sem börnunum var fylgt eftir. Því þarf að endurtaka þær mælingar sem hér voru gerðar á stærri hópum drengja og stúlkna. Þegar gert var forspárlíkan um lestrargetu í lok fyrsta bekkjar fyrir hvort kyn um sig, kom í ljós að tölfræðilega besta líkanið fyrir drengi innihélt hljóðkerfisvitund auk málþroskans og bókstafaþekkingarinnar sem voru í sameiginlega líkaninu. Þetta líkan skýrði 64,8% af lestrargetu drengjanna. Bókstafaþekking var eina breytan sem gaf marktæka forspá unr lestrargetu stúlknanna og skýrði 46,2% af henni. Þetta bendir til að vert sé að meta kynjamun í rannsóknum á sambandi hljóðkerfisvitundar og lestrar. Lengi hefur verið vitað að aldur barnanna, þ.e.a.s. hvort þau eru fædd seint eða snemma á árinu, geti skipt einhverju máli en ekki hefur verið talin ástæða til að gera ráðstafanir þess vegna hérlendis. Fylgni aldurs og lestrar er heldur ekki há (/- = 0,19), en sjálfstæði breytunnar aldurs gefur afnrælisdegi barnsins vægi í forspárlíkani. Að sú breyta fái vægi leiðir líka til spurninga um eðli hljóðkerfisvitundar sem ekki komst í líkanið en hefur engu að síður talsverða fylgni við lestrargetu. Er hljóðkerfisvitund það umfangsmikil að hún innihaldi að einhverju leyti ilest senr viðkemur lestrargetu? í þessari rannsókn var hljóðkerfisvitundin samsett úr getunni til að ríma, skipta orðum í atkvæði og tengja saman málhljóð. Þessi verkefni voru í takt við það sem finrm ára börnin réðu við. Væru börnin á öðrum aldri og á vegum annarra rannsakenda er líklegt að aðrir þættir hefðu verið teknir inn í hljóðkerfisvitundina, ekki síst ef hljóðvitundin hefði einkum verið undir smásjánni. Spurningar eins og hversu mikla málhljóðavitund inniheldur bókstafaþekkingin vakna hér lika. Stór hljóðkerfisvitundarpakki hefur orðið til, stækkað og þróast frá því Lundberg tók á honum fyrst og hljóðvitundarpakkinn er vel sýnilegur innan hans. Gaman væri að taka innihaldið upp og skoða hvern hlut undir ljósi allra þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið síðustu tvo áratugina. Heimildir Adams, M. J. (1994). Beginning to read: Learning and thinking about print. Cambridge, MA: MIT Press. Adams, M. J., Foornran, B„ Lundberg, I. & Beeler, T. (1998). Phonemic awareness in young children: A classroom curriculum. Baltimore, MD: Brookes. Amtorp, A„ Frost, J. & Troest, K. (1985). Om sproglig opmœrksomhed. Rapport 1. Rpnne, DK: Skolepsykologisk Rádgivning. Anna N. Möller, Ásta Birna Stefánsdóttir, Emilía B. Möller & Guðrún Bjarnadóttir (2002). Samstarfsverkefiú leikskóla og grunnskóla. Markviss málörvun, samskipti og skólabyrjun. Þróunarverkefni Heidarborgar, Rauðaborgar og Selásskóla, 1997 - 2001. Skýrsla send Kennarasambandi íslands í mars. Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.