Grallarinn - 25.10.1924, Blaðsíða 2

Grallarinn - 25.10.1924, Blaðsíða 2
GRALLARINN . GEFINN Ú/TíÍAF HELDRI MÖNNUM N I -0 U R MEÐ ODDANAl UPP MEÐ BRODDANA! I. árg. Laugardaginn 25. október 1924. 1. blað. Til almennings. KI. 4^/a einn eftirmiðdag, sátum við, nokkrir heldri menn á Hótel ísland, eins og við erum vanir, og drukkum eftirmiðdagskaffið. Við sögðum fátt, en hugsuðum margt, og okkur var þungt niðri fyrir. Sagði þá einn okkar, við skulum kalla hann Magnús, það, sem öllum lá þungt á hjarta: »Eigum við að láta Odd gersamlega snúa þjóðinni til bolsivisma, án þess að hefjast handa«. »Nei, nei«, sögðum við allir, og það svo hátt að þjónninn, þessi sem aldrei heyrir, kom stökkvandi með eldspíturnar, sem við báðum hann um daginn áður. Magnús hélt áfram: »Hvað er Markús bryti, hvað er Ólafur, hvað er Héðinn, já hvað er jafnvel sjálfur Ágúst Jósefs- son, móti Oddi og áhrifum hans«. »Heyr, heyr«, hrópuðum við hinir, svo hátt að þjónninn. kom stökkvandi aftur. En þegar hann sá, að við vild- um honum ekkert, tók hann eldspít- urnar þegjandi og gekk burt með góðri samvisku, eins og íslandsbankaráðs- maður, sem er með launin sin f öðrum buxnavasanum, en reikninga góðu i hinum. »Við stofnum blað móti Oddi«, sagði Magnús. »Heyr, heyr«, hrópuðum við, en nú brá þjónninn sér hvergi. Hann var bú- inn að sjá að við vorum i æsingu, enda var það hér um bil um sama leyti að diskastúlkan sagði honum furðuleg tíð- indi, en ekki man ég, hvort það var heldur, að flugvél Locatellis væri rekin við Óseyri, og að Einar ætlaði að láta breyta henni í verkamannaskýli, eða það var, að Bjerg ætlaðj að hækka kaup þjónustufólksins að mun. En ég má ekki, rúmsins vegna, fara of nákvæmlega í frásögnina, en aðalatriðið er þetta: Við heldri mennirnir erum ekki alskostar ánægðir með Morgunblaðið, því þó það hafi reyndar batnað mikið, síðan Jón Björnsson varð aðalritstjóri þess, þá nægir það alls ekki til þess að vinna á móti áhrifum Odds. Þess vegna kom okkur saman um að gefa út sérstakt blað á móti honum, og vorum við um það svo sammála, að við hefðum allir getað kysst. En þegar við fórum að ræða þetta nánar, fór samkomulagið út um þúfur. Fyrst var nú nafnið. Nafnið Stefnir, þótti ekki hafa gott orð á sér. »Réttlæt- isverðið« þótti of hátíðlegt. Á nafninu »E*jóðhjálp« þótti of mikil ló, og það því minna um of á Álafossvaðmál. »Skýrsla« þótti gott nafn, en margir á- litu að Bjarni mundi skoóa það sem skens um sig. »Sómi« þótti líka gott, en af því hundur Thor Jensen heitir þetta, var það álitið skens á yfirvöldin, af því hundurinn er enn, og verður víst áfram ódrepinn (nema hann þá einhvern- tíma verði drepinn á friggadelluáti). »Heldri maðurinn« þótti ekki nógu al- ment, af því við erum svo sárafáir, þessir eiginlegu heldri menn. Af því blaðið á að bæta Mgbl. upp, vildi einn láta það heita »Neðanviðgerðningurinn«, en það nafn er svo langt, á lítið blað, að það gæti ekki með góðu móti stað- ið nema á öðruhverju blaði. Auk þess minnir það um of á óheflaða alþýðuna, til þess að standa framan á heldrimanna- blaði, jafnvel þó það stæði ekki nema á öðruhvoru. Nafnið »Frelsið« þótti fagurt, en sumir voru hræddir um að bolsarnir segðu þá, að við, þeir heldri, hefðum frelsið bara fyrir okkur, en eyr- arvinnu handa alþýðunni, og af skor- unum skamti þó. Að lokum urðum við allir ásáttir að láta blaðið heita »Út- frymi«, af þvi yið héldum að þetta nafn væri úr Eddu, en þegar það svo varð upplýst, að það hefði ekki komið úr Eddu, heldur úr Einari Níelsen, hættum við við það. Haraldur hefir barist það á inóti bolsivikunum, að hann á sist skens skilið af okkur. Enda ekki golt fyrir blaðið að lenda strax í málaferlum, því sagt er að Haraldur sé búinn að stefna 63, flestum fyrir að hafa sagt »útfrymi«, en einhverjum fyrir að hafa talað um »refskák« »krossmillu« og »svikamillu«. Andarnir eru á móti slík- um munnsöfnuði, einkum bróðir Mika. Já, svona fór þá fyrsta tilraunin. En fáir eru smiðir í fyrsta sinn, eins og Jón beykir sagði, þegar Medúsalem gaf gamal- mannaheimilinu eina krónu, og við byrj- uðum á ný. En ég verð aftur að tak- marka mig, og ætla því ekki að minn- ast á nema fá af þeim nöfnum, sem fram komu. En það voru m. a. þessi Hita- mælirinn, Heldristéttin, Rampúsinn, Rombúðingurinn (við erum móti banni). Salt jarðar, Sauðargæran, (sem við ætl- um að svifta af þeim rauðu) Silfur- baukurinn, Ösérplægnin (átti að tákna innræti okkar) Porgeirsboli Gilitrutt, Glóðaraugað og Grallarinn. Pegar hér var komið var einn okkar orðinn svo þreyttur, að hann bauðst til þess að kosta útgáfu fyrsta blaðsins einsamall, ef nú væri staðnæmst. En af því við vorura þreyttir líka, þá féllumst við á þetta nafn, og svoleiðis fékk þetta heldri- mannablað, sem veitir þér skemtun, þegar þú ert að lesa þessi orð, lesari góður, nafnið Grallarinn. Eg segji ekki, að það hefði ekki verið hægt að finna betra nafn, en það gat líka verið verra, og vona ég, að þú, sem þetta les, látir það vera fasta reglu, að kaupa blaðið. En svo var eftir að finna ritstjórann. Okkur datt strax í hug að fá Pál Jónsson lögfræðing frá ísafirði, hann hefir áður sýnt sig á- gætan til þess konar. En af því við komumst að þvi, að það mundi trufla Jón Magnússon, við reyfaralestur hans; þá hættum við, við það. Þá datt okkur í hug annar lögfræðingur, sem er Magn- ús Magnússon, sem sagt er að fari frá Verði, en það fórst fyrir að það yrði hann. Vilhelm Finsen kom ekki til mála, jafnvel þó hann hafi ef til vill komið hingað í von um það að verða ritstjóri Grallarans, því hann hefir ráðist á dönsku mömmu. En endalokin urðu þó svo óttalega fin, því alt í einu hróp- aði Magnús: »Við fáum óbreyttan al- þýðumann til þess að vera ábyrgðar- mann blaðsins«, og við það sat, Það er vitanlega galli á heldri-mannablaði, en þegar nánar er að gáð, eru það vana- lega óbreyttir prentarar sem setja og þrykkja blöðin, en heldrimenn eru sjaldgæfir meðal prentara, þó Herbert haldi kannske að hann sé það. Og eins og það þykir fullgott, að láta óbreytta prentara gera blaðið úr prentsmiðjunni, eins verður aö álítast, að óbreyttur al- þýðumaður geti verið ábyrgðarmaður blaðsins, ef það á annað borð er heið- arlegur maður. Tveir skipbrotsmenn hengu á bauju sem lak. Að lokum segir annar: »Vertu sæll félagi, þú ert ógiftur svo lifið má vel verða þér ánægjulegt. Öðru máli er að gegna með mig«. Að svo mæltu lét hann sig sökkva. »Ég var að opinbera í gær«, sagði stúlka, sem mætti annari í Bankastræti, og rak um leið hnefann með hringnum hér um bil framan í hana. »Hvar keyptuð þið hringina«, spurði hin. »Hjá Jóni«. »Nei, því keyptuð þið þá ekki hjá Halldóri?« »Nei svei því«, svaraði hin, »ég er nú búin að kaupa þar hringi fjórum sinnum áður«.

x

Grallarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grallarinn
https://timarit.is/publication/1190

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.