Gestur - 15.09.1933, Page 8

Gestur - 15.09.1933, Page 8
6 G ESTUR 1,1. Pá Bagði hún við mig: »Hræðstu ekki, hræðstu ekki, litli karl! Hrukka þú ekki andlit þitt, nú þegar þú ert kominn til mín. Sjáðu, Guð hefir geflð þér lífið, og hann hefir komið þér á þennan skaga, þar sem alt er að finna, sem til er, og hér er fult allra gæða. Sjá, hér verður þú að vera mánuð eftir mánuð á þessum skaga, unz fjórir mánuðir er liðnir. Pá kem- ur hingað skip frá aðalstöðvunum, og á því verða menn, sem þú þekkir. Pú ferð með þeirn til aðalstöðvanna, og þú skalt deyja í þínum eigin bæ«. — En hvað maður getur glatt sig við að segja frá því, sem rnaður hefir reynt í lífinu, þegar allir erfiðleikar eru yfir- unnir og um garð gengnir. Prófessor Tómas í Gefn hélt einu sinni hirtingarræðu yfir Porvaldi syni sínum, sem var átta ára gamall. Hann hafði komist að því, að Porvaldur litli hafði skrökvað. »Kæri Yaldi minn«, sagði prófessorinn, »hugsaðu um það, að það er glæpsamlegt að ljúga. Ásettu þér því, að segja jafnan sannleikann. Yiltu lofa mér því?« Sonurinn lofaði föður sínurn, að hann skyldi altaf segja satt. 1 því var barið að dyrum. Prófessorinn hélt að gesturinn mundi vera málgefin ná- grannakona hans, frú Möller, sem nú vildi heimsækja hann, og sagði því samstundis við drenginn: »Farðu til dyra, Valdi minn, og ef frú Möller er komin, þá segðu henni að enginn sé heima«. »En elsku pabbi minn!« sagði Porvaldur litli, fullur ang- istar: »Hvernig get ég gert það án þess að ljúga?« Pétur litli bendir á söngstjórann og segir: »Af hverju slær maðurinn stúlkurnar með stafnum?« Móðir hans: »Hann slær þær alls ekki«. Pétur litli: »Nú, af hverju voru þær þá að skrækja?*

x

Gestur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gestur
https://timarit.is/publication/1192

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.