Forspil - 01.11.1958, Blaðsíða 7

Forspil - 01.11.1958, Blaðsíða 7
Myndlistarsýningar Sýníng Guðmundar Einarssonar írá Miðdal. Guðmundur frá Miðdal hneig- ist að háleitri tvíhyggju. Hann málar ýmist sætt oní sætt eða saur oní saur. Þessar andstæður eru lykillinn að hinni þjóðlegu list hans. Oft fléttast þessir tveir meginþættir saman á áhrifaríkan hátt í einni og sömu mynd. Þegar ég sá sýnínguna, lá kvöldhiminninn á glugganum, blár og tær. í myndum Guð- mundar eru eingir tærir eða hreinir litir. Slíkt er ekki í sam- ræmi við hina þjóðlegu hugsjón listamannsins: að rægja íslenzkt landslag. Vatnslitamyndir eru í meiri- hluta á sýníngunni. Um skyn- samlega myndbyggíngu er hvergi að ræða, og listamaðurinn hefur ekki haft fyrir því að kynna sér eiginleika innihaldsins í litakass- anum sínum. (Vatnslitum er eðli- legt að vera gagnsæir. Þeir deyja, ef eðli þeirra er misboðið). Olíumálverkin eru enn litlaus- ari en vatnslitamyndirnar. Er þá lángt til jafnað. Fáeinar þúnglamalegar högg- myndir eru á sýníngunni, þará- meðal ein af erni. Er örninn keimlíkur fálka þeim, sem trón- ar í gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti. Guðmundur frá Miðdal býr yfir óvenjulegum hæfileikum. Það er á fárra færi að misþyrma Snæfellsjökli um sólarlagsbil jafn ógeðslega og honum hefur tekizt. Vér hörmum, að hann skuli hafa sett markið of hátt. Hann getur hvorki drepið fegurð fjall- anna né vatnslitanna. Snæfells- jökull er jafn fallegur eftir sem áður, og fleiri eiga litakassa en Guðmundur frá Miðdal. Dagur Sigurðarson. Aímælissýníng Sigurjóns Olaissonar. Sumir myndhöggvarar fara með tré einsog gibs, grástein eins- og marmara, misþyrma efninu. Þeir hegða sér líkt og túlkandi tónlistarmaður sem leikur á fiðlu verk sem er samið fyrir píanó. Sigurjón dettur ekki í það díkið. Hjá honum hættir tréð aldrei að vera tré, og járnið er aldrei annað en járn. Á sýníngunni eru bæði högg- myndir og ljósmyndir af högg- myndum. Þarna eru sterkar and- stæður: Annarsvegar eru real- istískar mannamyndir, það bezta sem íslendingar eiga af slíkú. Hinsvegar eru vandaðar, næstum nonfígúratívar myndir, þar sem myndtáknið ríkir ofar öllu öðru. Öllu ónauðsynlegu hefur verið fleygt fyrir borð. Myndirnar Boltaleikur og Markmaður eru formalistískt fullkomnar. Þar gæti ekkert far- ið betur. Finngálkn og Kría eru meist- araverk. Fugl er ekki eins vel unninn. Grímurnar eru eðlilegar og ó- þvíngaðar, skemmtilegar. Sjómaðurinn er stórkostlegur í prófíl, en mætti vera svipmeiri að framan. Fáeinar myndir eru á sýn- íngunni, sem ástæða er til að setja útá. Maður gerir miklar kröfur til meistarans. Þar skal fyrst nefna Verka- manninn. Það er gullmedalíu- mynd. Uppkastið að minnismerki Knud Rasmussen lifir ekki. Mig grunar, að hún sé gerð aðallega til að vinna samkeppni. Portrett Sigurjóns af heimskautafaranum er ólíkt betra. Himnastiginn er uppátæki, sem listamaðurinn hefur ekki feingið nóg útúr. Ég óska Sigurjóni til hamíngju með að vera svona úngur um fimmtugt. Dagur Sigurðarson. Nýjar ljóðabækur Væntanlegar eru á markaðinn sex nýjar ljóðabækur: Erlend nútímaljóð hjá Máli og inenningu,.eru þetta þýðingar erlendra ljóða á þessari öld. Þýðendur ljóðanna eru tólf, en Einar Bragi og Jón Óskar hafa valið úr ljóðaþýðingum þeim, sem til álita komu, og séð um útgáfuna að öðru leyti. Kristinn Pétursson mun gefa út ljóða- bók fyrir jólin, hann hefur áður gefið út þrjár ljóðabækur. Fjórar byrjendabækur eru væntanlegar. Bækur eftir Arnfríði Jónatansdóttur, Dag Sigurðarson, Jón frá Pálmholti og Sigurð A. Magnússon. Arnfríður Jónatansdóttir hefur áður birt ljóð í Ljóðum ungra skálda 1954, er gleðilegt til þess að vita að okkar fáskrúð- ugu bókmenntir hvað kvenhöfunda snert- ir, skuli eignast nýjan liðsmann. Dagur Sigurðarson hefur birt eftir sig nokkur kvæði, sama er að segja um Jón frá Pálmhöjti og Sigurð A Magnússon. Um allar þessar bækur mun verða skrifað síðar í ritinu, ef þess verður nokk- ur kostur. Ritvélar frá BORGARFELLI Erlenda bókadeildin er á annarri hæð Nýkomið mikið úrval af LEIKRITUM °g LISTAVERKABÓKUM Bókaverzlun Isafoldar Austurstræti 8 . Sími 14527

x

Forspil

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forspil
https://timarit.is/publication/1203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.