Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Blaðsíða 8

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Blaðsíða 8
bókarinnar. Frásögnin líður áfram hulin þokukenndri kyrrð, en undir niðri er ólgandi spenna. Lesandinn er dreginn af stað í ferð, og getur ekki látið staðar numið eftir að hann er kominn á skrið. „Ég held að ég hafi meðvitað valið þá leið að skrifa bækur mínar þannig að allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu. Fólkið í bókunum mínum öskrar ekki og æpir né drepur hvert annað. Það hefur verið talað um að Japan og japönsk menning hafi mikil áhrif á skrif mín. Ég held að það sé bara vegna þess að það er eitt af sérkennum mínum að ég á ættir að rekja til Japan sem fólk segir þetta. Ef ég hefði skrifað Réttarhöldin er ég viss um að fólk hefði sagf „Mikið er réttarkerfíð í Japan undarlegt." Ég þekki ekki Japan í dag, ég hef ekki komið þangað frá því ég var 5 ára. Ég geymi ákveðna mynd af Japan í huga mér. Japan eins og ég held að það hafi verið í kringum 1950. Þessari mynd kem ég til skila í fyrstu tveimur bókum mínum A Pale View ofHills og An Artist ofthe Floatin g World, sem báðar gerast í Japan. Ein af ástæðunum fyrir því að ég fór að skrifa var nefnilega löngun mín til að varðveita minninguna um Japan. Þetta er afar óljós og brothætt minn- ing sem nú erkomin heilu og höldnu í bækur mínar. Sprengjan sem féll á Nagasaki hafði ekki djúptæk áhrif á mig þegar ég var lítill, ég hélt að allar borgir í Japan hefðu fengið sína sprengju. Það var ekki fyrr en á unglingsárum, þegar ég hugsaði til fólksins í Nagasaki, að áhrifin fóru að segja til sín. Það getur enginn verið ósnortinn af örlögum fólkisns sem bjó í Nagasaki og Hirosima. En mér gremst þegar öll sérkenni mín eru skrifuð á uppruna minn. Ég var ákveðinn í því þegar égbyrjaði aðskrifaDreggjardagsins, aðskrifaum eitthvaðmjögenskt, því varðenski yfirþjónninn fyrir valinu. Engagnrýnendur voru hinsvegarfljótir að benda á að yfirþjónninn Stevens aÖalpcrsónaDreggja dagsins væri eins og „geisha" dulbúin sem enskur yfirstéttarþjónn. Það hentaði mér og mínum markmiðum með þessari bók að skrifa um þjón. Þeir tengjast oft mikilvægum atburðum, án þess að geta haft nokkuráhrifá framvindu mála. Ég er þeirrar skoðunar að til þess að skáldsaga sé góð þurfi hún að krefjast einhvers af lesandanum. Hann verður að hafa það á tilfinningunni að hann 8 BJARTUR OG FRÚ EMILÍA • TÍMARIT

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.