Frón - 01.04.1943, Qupperneq 17

Frón - 01.04.1943, Qupperneq 17
Endurreisn Alþingis 79 dauðvona manns. Séu rökin lögð á metaskálar hins praktíska lífs, eins og Jón Sigurðsson gerði árið eftir í 2. árgangi Nýrra félagsrita, reynast þau léttvæg. Það sem Tómas leggur megin- áherzluna á er sá andlegi kraftur sem hann telur fylgja Ping- völlum og hinni fornu Alþingisskipun fslendinga. Hins vegar telur hann þingmenn úr sveitum ekki munu njóta sín í Reykja- vík, nema þá sem áður væru kunnugir framandi siðum; hinir myndu missa allt sjálfstraust og láta leiðast af kaupmönnum og öðrum útlendingum, og yrði þá þingstarf þeirra að engu gagni. Til þess að meta þessa röksemd Tómasar er nauðsynlegt að minnast þess að Reykjavík var þá hálfdanskur bær, snauður að allri menningu og menningartækjum. Eins glöggt og þessi ritgerð sýnir föðurlandsást Tómasar og brennandi áhuga á velferðarmálum þjóðar sinnar, eins skýrt dregur hún fram veilurnar í stjórnmálaviðhorfi Fjölnismanna. Oftrúin á ágæti fornaldarinnar, rómantíski frægðarbjarminn yfir hinu forna Alþingi villti þeim sýn á þeim vandamálum sem nær þeim lágu og meinaði þeim að leita sér fyrirmynda í öðrum löndum sem stóðu nær í þróun sögunnar. Þó að Tómas væri á öðrum sviðum hagsýnastur Fjölnismanna og sá þeirra sem mestan áhuga hafði á hagsmunamálum þjóðarinnar, þá voru i þessu efni rómantísku áhrifin rökréttri pólitískri hugsun yfirsterkari. En þessu var farið á allt annan veg um Jón Sigurðsson. Hann tilheyrði sömu kynslóð og Tómas og Jónas, aðeins fjórum árum yngri, en skildi samtíð sína miklu betur og stóð stjórnmála- hreyfingum hennar miklu nær en þeim tókst nokkru sinni að komast. Jón Sigurðsson stóð Tómasi ekki að baki í fræðsluáhuga og framfaravilja, en rómantísk fornaldarhrifning varð hjá honum að lúta í lægra haldi fyrir vísindalegri þekkingu á sögu lands sins og þjóðar og nánum kynnum af stjórnmálaþróun samtíðar sinnar. Pað sem gegnir mestri furðu er i rauninni hve ljóst og skarpt Jón Sigurðsson þegar frá upphafi markaði þá stefnu sem sjálfstæðisbarátta íslendinga fylgdi æ síðan. En þau rök liggja til þess, að hjá Jóni fór saman annars vegar hið bezta úr fræðslu- stefnu 18. aldar eins og það kom fram hjá helztu fulltrúum hennar á fslandi, allt frá Eggert Ólafssyni til Tómasar Sæmunds- sonar, — og hins vegar þjóðernisvakning Fjölnismanna. En við þetta bættist að honum var ljóst að til þess að koma þessu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.