Fréttablaðið - 15.07.2016, Page 56

Fréttablaðið - 15.07.2016, Page 56
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Ég var stödd í fermingarveislu. Hann vatt sér upp að mér og hvíslaði lágum rómi: „Sérðu konuna þarna? Þú veist að hún er með geðhvarfa- sýki?“ Undirtónninn uppfullur af fordómum og ummælin viðhöfð í æsifréttastíl. Ég svaraði um hæl: „Sérðu manninn þarna? Þú veist að hann er með nýrnasteina?“ Ég set mig ekki á háan hest. Annan dag undir öðrum kringumstæðum hefði tilsvar mitt kannski verið annað. Ég hefði kannski tekið undir fordómana. Ég hefði kannski sýnt sögunni áhuga. En þennan dag undir þessum kringumstæðum blasti fáránleikinn við mér. Fordómar í garð geðsjúkra eru gamalþekkt fyrirbæri. Um geðsjúk- dóma eru notuð fjölmörg hvers- dagsleg skammaryrði og mýmörg niðrandi ummæli. Þrátt fyrir mikla umræðu og aukinn skilning virðast fordómarnir enn flögra í umræðunni. Undanliðna áratugi hefur skiln- ingur á eðli geðsjúkdóma stóraukist. Fjölmörg árangursrík úrræði standa til boða og meðferðarmöguleik- arnir eru margir. Gjarnan má því engan mun finna á geðsjúkdómum og öðrum sjúkdómum – að lokinni greiningu má finna viðeigandi með- ferð eða lækningu. Sjúklingarnir verða aftur eins og venjulegt fólk – með öllum sínum kostum og göllum. Við höfum náð gríðarlegum árangri í umræðu og uppfræðslu um geðsjúkdóma, en umræðan verður að halda áfram. Fáfræðina verður að uppræta. Fordómunum verður að eyða. Fermingarveislur eru ekki vett- vangur til yfirferðar á heilsufarssögu boðsgesta. Almennt hefur enginn áhuga á kíghósta móðurömmunnar eða nýrnasteinum náfrændans. Að sama skapi ætti gömul saga geð- sjúkdóma ekki að sæta tíðindum. Njótum bara brauðtertunnar og hættum þessum kjaftagangi. Fordómar í fermingu Hildar Björnsdóttur Bakþankar FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is KO M D U O G G E R Ð U F R Á B Æ R K A U P A L LT A Ð 60% A F S L ÁT T U R SUMAR ÚTSAL A Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka NET 1.000 KR.* 1817 365.is ÓTAKMARKAÐ GAGNAMAGN Endalaust * Fylgir með völdum tilboðspökkum. Undanskilið er aðgangsgjald og leiga á beini. Nánari upplýsingar á 365.is 1 5 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 3 -0 D 8 C 1 A 0 3 -0 C 5 0 1 A 0 3 -0 B 1 4 1 A 0 3 -0 9 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.