Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 4. júlí 1985 VÍKUR-fréttir Valgeirsbakarí 15 ára -eina handverksbakaríið á Suðurnesjum Um þessar mundir hefur Valgeirsbakarí í Njarðvík náð þeim áfanga að hafa þjónað fólki á Suðurnesjum með bakkelsi í 15 ár. Að þessu tilefni tókum við Val- geir Þorláksson bakara tali en hann er eigandi bakar- ísins ásamt eiginkonu sinni Magdalenu Olsen. Sagði Valgeir að frá upphafi hefðu viðskipta- vinirnir tekið vel á móti sér og því hafi hann reynt að endurgjalda það með góðri þjónustu. Biði hann því upp á góða vöru sem fólkinu líkaði. T.d. hefði hann eftir að flutt var í nýja húsið aukið við vöruflokka auk þess sem hann hefði nú til sölu mjólkurvörur s.s. ost, jógúrt o.fl., kaffi og svaladrykki. Er Valgeir sjálfur á staðnum mestan hluta dagsins og er því oft hægt að bjarga rjómatertum og öðru þess háttar á 10-15 mínútum. En Valgeirs- bakarí er eina handverks- bakaríið á Suðurnesjum, auk þess sem það er eina bakaríið á svæðinu sem er með opinn afgreiðslutíma á sunnudögum. - epj. Fann kanóa á reki og á hvolfi Að morgni föstudagsins 28. iúní sl. kom trillubáturinn Smári KF. 34 að báti af „kanóa“-gerð á hvolfl Vi til 1 sjómílu frá innsigiing-. unni til Njarðvíkur. Er ekki vitað hvaðan báturinn er, en hann er nú í vörslu lögreglunnar og sést á meðfylgjandi mynd. - epj. Húsnæði óskast íbúðir fyrir kennara óskast frá og með 1. ágúst n.k. Æskilegar stærðir eru 3ja til 4ra herbergja íbúðir. Nánari upplýsingar gefa Helga Karlsdóttir í síma 7674 og Jón Kr. Ólafsson í síma 7554. Sveitarstjóri Miðneshrepps ATVINNA Fiskimjölsverksmiðjan Strandirhf., Reykja- nesi, óskar að ráða nú þegar vélsmiði eða menn vana vélavinnu. Mikil vinna. Uppl. í síma 92-3108. ATVINNA Pípulagningamaðureða maðurvanur pípu- lögnum óskast vegna sumarleyfa. Þarf að geta byrjað strax. Einnig óskast kona til afgreiðslustarfa vegna sumarleyfa. Getur orðið Vfc dags starf. JÓN ÁSMUNDSSON Sími 1212 og 2366 Eigendur Valgeirsbakarís, hjónin Magdalena Ólsen og Valgeir Þorláksson ásamt starfsfólki sínu. Á myndina vantar bakarann Tage Kusk Gömul seglskúta í Keflavík Mikla athygli hefur vak- ið gömul seglskúta sem kom að bryggju í Keflavík sl. föstudag og var þá áætl- að að hún yrði í höfninni í 4-5 daga. Skúta þessi er að öllu leyti í sinni uppruna- legu mynd þó um borð séu komin ný siglingatæki, að öðru leyti minnir hún á skútuöldina. Skútan sem mælist 172 tonn brúttó, er frá Valletta á Möltu, en undir stjórn Þjóðverja, og komu þeir hingað frá Cuxhaven í Þýskalandi og fara héðan til Quebec í Kanada. Var skútan notuð sem skóla- skip hingað og hér fóru í land 18 krakkar sem flugu héðan heim til Þýskalands. epj. Það er sjaldséð sjón að sjá skútu sigla inn í Keflavíkurhöfn Tjáskipti í Keflavík Hinn 8. júlí n.k. hefjast í Keflavík 4ra vikna námskeið í almennum tjá- skiptum, sem lýkur 31. júlí. Námskeiðin eru ætluð fólki á öllum aldri sem vilja styrkja persónuleika sinn. Menntun, reynsla, viska, velvilji og skilningur nýt- ast mönnum ekki sem skyldi, er þeir eiga við tjá- í nýlegu Lögb.bl. birtust tilkynningar um nýskráð hlutafélög, annað í Garði en hitt í Njarðvík, þau eru: Sveinborg hf. Garði, um er að ræða útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki sem eftirtaldir íbúar í Gerða- hreppi hafa stofnsett. Theódór Guðbergsson, Jóna H. Halldórsdóttir, Guðbjörg Theódórsdóttir, Þórarinn Guðbergsson, Ingunn Pálsdóttir og Einar Már Aðalsteinsson. skiptaörðugleika að stríða. Markmið námskeiðanna er að þátttakendur kynnist eigin getu og hæfileikum og læri að nýta þá í samskipt- urn við aðra. Á námskeiðinu munum við leitast við að örva eftirfarandi atriði og eigin- leika í fari ykkar: Einbeitni, sjálfsskynjun, Bolafótur hf. Njarðvík, er nafn á nýrri heildsölu og fyrirtæki sem annast á inn- og útflutning ásamt umboðssölu. Stofnendur eru allir búsettir í Njarðvik og heita Hörður Karlsson, Anna Sigurðardóttir, Anton Gunnlaugur Krist- insson, Kristjana Sólrún Vilhelmsdóttir, Jens Elías Kristinsson og Magnea Garðarsdóttir. - epj. skynjun umhverfis, athygli. - Munnleg og líkamleg tjáskipti. - Skipulag, sam- vinna, gagnkvæmt traust. - Minni, ímyndunarafl, framsögn, skjót hugsun og næmni, nýting upplýsinga o.fl. Stjórnandi námskeið- anna er Andri Örn Clausen. Upplýsingar og innritun í síma 91-621126 dagana 4., 5., 6., 7. og8. júlí milli kl. 11-13 og 17-20. Til að sinna betur þörfum hvers einstaklings, verður takmarkaður fjöldi þátttakenda á námskeið- unum. (fréttatilkynning) Sumarbústaöur til sölu 50 ferm. fallegur sumarbú- staður í Þrastarskógitilsölu Smíðaður 1981-82. Lóð 'A hektari. Möguleg skipti á bíl að hluta. Uppl. á Bílasölu Brynleifs, sími 1081, 4888. Nýtt útgerðarfyrirtæki í Garði - og heildverslun í Njarðvík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.