Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.1986, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 23.01.1986, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 23. janúar 1986 VÍKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: Einbýlishús við Birkiteig ásamt bílskúr, mjög vandað ....................................... 3.800.000 Raðhús við Greniteig ásamt bílskúr, mikið end- urnýjað ...................................... 2.850.000 Einbýlishús við Hafnargötu ásamt stórri verslun- arlóð ........................................... Tilboð Einbýlishús við Heiðarból ásamt bílskúr (fullfrá- gengið að utan ............................... 2.550.000 Raðhús við Heiðarholt ásamt bílskúr (bráöa- birgðainnréttingar............................ 2.600.000 5 herb. íbúð, e.h., við Njaröargötu, 150 ferm. . 2.150.000 5 herb. íbúð við Smáratún í góðu ástandi, með sér inngangi ................................. 1.750.000 Nýleg 4ra herb. íbúð við Háteig ásamt bílskúr, glæsileg íbúð ................................ 2.650.000 4ra herb. rishæð við Sunnubraut í mjög góöu ástandi ...................................... 1.300.000 2ja herb. nýleg íbúð við Faxabraut, ákjósanleg eldra fólki .................................. 1.350.000 3ja herb. íbúð við Hafnargötu ásamt bílskúr, sér inngangur .................................... 1.700.000 Höfum úrval af 2ja og 3ja herb. íbúðum við Heið- arból og Heiðarholt ................ 1.400.000-1.600.000 Fasteignir i smiöum i Keflavik: Höfum á sölu úrval af 2ja og 3ja herb. íbúðum við Heiðarholt og Mávabraut. Mjög góðir greiðslu- skilmálar. Seljendur: Húsagerðin hf. og Hilmar Hafsteinsson. Nánari uppl. á skrifstofunni. NJARÐVÍK: 2ja herb. íbúð við Hjallaveg í mjög góöu ástandi 4ra herb. íbúð við Hjallaveg. Ath. skipti á 3ja herb. íbúð .............................. Raðhús við Brekkustíg. Ath. skipti á minni fast- eign .................................... HAFNIR: Eldra einbýlishús, kjallari, hæð og ris. Góðir greiðsluskilmálar........................ 1.300.000 Hamragarður 10, Keflavík: Gott einbýlishús með bíl- skúr. Skipti á íbúð í Keflavík eða í Hafnarfirði koma til greina. Nánari uppl. um söluverð og greiðsluskil- mála á skrifstofunni. 1.400.000 1.650.000 2.100.000 FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Síml 1420 Skilafrestur auglýsinga er til kl. 14 á þriðjudögum. Greinar og fréttatilkynningar skuiu berast í síðasta lagi á mánudögum. V/fCUR jtiUil ÞAKKARÁVARP Innilegt þakklæti til allra þeirra sem glöddu mig með hlýjum kveðjum, þlómum og gjöf- um á 80 ára afmælisdegi mínum 15. jan. sl. Guð blessi ykkur öll. Steinþór Sighvatsson, Vatnsnesvegi 36, Keflavík Keflavík:—-- . 152 hús í smíðum 21 hús rifið niður á sl. ári Um nýliðin áramót voru samtals 152 hús i smíðum í Keflavík. Þar af voru 58 íbúðarhús með samtals 122 íbúðum. Að öðru leyti voru í smíðum 44 verslunar- og iðnaðarhúsnæði, jafnmarg- ar bílgeymslur og 6 hest- hús. Stærstu húsin sem voru í smíðum var viðbygging við Tónlistarskólann, hótel- og skrifstofuhús, 1. áfangi sundmiðstöðvar, sparisjóð- ur og karlakórshús. Á sl. ári var samtals rif- ið niður 21 hús í bæjarfélag- inu. Kemur þetta fram í yfirliti bygginganefndar Keflavíkur um bygginga- framkvæmdir í Keflavík á árinu 1985. - epj. _ fv/i01 a- Hreindýr á Reykjanesi? Óskar Færseth í Sportvík Eigendaskipti hafa orðið á einu sérverslun- inni á Suðurnesjum sem er með íþróttavörur, þ.e. versluninni Sportvík í Keflavík. Kaupandi er Oskar Færseth, fyrrum leikmaður með ÍBK og nú síðast verslunarstjóri í Byggingaval. Heyrst hefur að verslunin muni verða flutt um set á næst- unni og jafnvel skipta um nafn. 593 Ietingjar á Suðurnesjum Grein Sigurðar Garð- arssonar um atvinnu- ástand á Suðurnesjum, í Morgunblaðinu i síð- ustu viku, var að dómi margra fast högg undir beltisstað. Enda olli greinin mikilli gremju í herbúðum vinnuveit- enda, bankayfirvalda, verkalýðsfélaga, at- vinnuleysissjóðs, vinnu- miðlunar og ekki síst hjá því fólki sem ekki hefur í annað horn að venda en að taka við atvinnuleys- isbótum til að fram- fleyta fjölskyldu sinni. Þau stóru orð frambjóð- andans í prófkjöri Sjálf- stæðismanna um að þetta fólk væri tómir let- ingjar, komu ekki síst illa, enda mikil alhæfing að segja að á Suðurnesj- um séu 593 letingjar. Jóhann eða Hjálmar? Samkvæmt heimild- um Mola gengur illa hjá Framsóknarmönnum að finna góða frambjóð- endur í forystu flokksins fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar á vori kom- anda. Ekki eru allir sam- mála því að Drífa Sig- fúsdóttir sé sjálkjörin í toppsætið og því hefur frést, að menn gangi nú með grasið í skónum á eftir þeim Jóhanni Ein- varðssyni og Hjálmari Stefánssyni að taka að sér hlutverk þetta. Uppi eru hugmyndir um að fanga hreindýr og sleppa þeim síðan hér á Reykjanesi. Er það menntamálaráðuneytið sem gengst fyrir málinu og hefur það sent erind- ið til umsagnar hjá við- komandi sveitarfélög- um. Matsölustaður við gúanóið Bygginganefnd Njarð- víkur fékk í byrjun þessa mánaðar umsókn frá Þórarni Þórarinssyni um lóð fyrir matsölu- stað á horni Reykjanes- brautar^ og Flugvallar- vegar. Á fundi sínum 7. jan. sl. taldi nefndin sér ekki unnt að taka af- stöðu til erindisins, þar sem viðkomandi lóð er óskipulögð og ekki undir umráðum Njarð- víkurbæjar. AHra besti eða bragðbesti Nú í lok þessa mánað- ar áætlar Ragnar Örn að opna nýjan matsölustað í KK-húsinu í Keflavík. Eftir að Axel á Glóðinni ákvað að láta skyndi- bitastað sinn heita „Lang best“ benda gár- ungarnir á að til að fylgja línunni hljóti Ragnar að láta nýja stað- inn annað hvort heita Allra best eða einfald- lega Bragðbest. Grindavíkur- lögreglan á suðupunkti Mikil ólga hefur bloss- að upp innan Grinda- víkurlögreglunnar vegna þess að lögreglumaður úr Keflavík var ráðinn sem dagmaður til þriggja mán- aða, en ekki heimamaður. Telja grindvísku lög- reglumennirnir þetta vera vantraust á störf sín. Slíkt upphlaup er skiljanlegt að mörgu leyti, en á sér þó hlið- stæðu annars staðar. Nægir í því sambandi að minna á mikla ó- ánægju sem upp kom við ráðningu á yfirverk- stjóra hjá Keflavíkurbæ fyrir nokkrum misser- um, þegar gengið var framhjá mörgum hæf- um heimamönnum og þ.á.m. undirverkstjór- um hjá bænum, en í stað ráðinn maður úr Hafn- arfirði. Þegar ófriðar- öldurnar hjöðnuðu, var aðkomumaðurinn ekki lengi að vinna upp hylli samstarfsmanna. Hætta er á að slíkt gæti endur- tekið sig í Grindavík, þar sem um mjög hæfan lögreglumann úr Kefla- vík er að ræða. Síðan verður staðan auglýst að nýju og hver veit nema Grindvíkingur fái hana þá? Veit vinstri höndin ekki hvað sú hægri gerir? Athygli hefur vakið að bæjarráð Grindavík- ur hefur mótmælt harð- lega ráðningu Keflvík- ings í stöðu aðalvarð- stjóra við lögregluna í Grindavík, á sama tíma og fulltrúi Grindavikur í stjórn SSS hefur samþykkt það álit, að Suðurnesin verði eitt at- vinnusvæði. Með þessari samþykkt mega Grind- víkingar að sjálfsögðu vinna í Keflavík og gagnkvæmt varðandi Keflvíkinga sem starfa í Grindavík. Alla vega hefur bæjarráðið ekki kvartað yfir því að Grindvíkingar, s.s. að- stoðarritstjóri Reykja- nessins, starfi í Njarð- vík þó tímabundið sé. Átti að sprengja upp starfsfólkið? Á dögunum þegar sprengjuhótun kom varðandi Keflavíkur- flugvöll, vakti það athygli að þó hótunin kæmi með miklum fyrir- vara var hótelbyggingin ekki rýmd, heldur var öllu starfsfólkinuskipað að koma inn í Transit- sal og þar átti það að dúsa þar til hættuástand var liðið hjá, og gerði það. Sló að vonum upp miklum óhug meðal fólksins, ef vera kynni að sprengjan væri til staðar og myndi kannski springa.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.