Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 9
Heilsugæslan á efri hæðina? Fyrir fund í stjórn Heilsu- gæslustöðvar Suðurnesja 14. janúar, var lagt fram bréf dags. 12.01.88 frá bygginga- félaginu Grindin sf., Grinda- vík. í bréfí þessu er spurst fyrir um það, hvort HSS myndi kaupa húsnæði að Víkurbraut 62, efri hæð, ef Grindin sf. myndi byggja þá hæð. Kom fram eftirfarandi til- laga af þessu tilefni: „Stjórn HSS telur að nýtt húsnæði fyrir heilsugæslu- stöð í Grindavík komist fyrr í notkun með því að semja við Grindina sf. um kaup á hús- næði sbr. bréf dags. 12.01.88. Því samþykkir stjórnin er- erindið verði sent bæjar- stjórn Grindavíkur til um- sagnar“. Var tillagan sam- þykkt samhljóða. A fundinum lýsti Krist- mundur Arnason heilsu- gæslulæknir í Grindavík, sig mótfallinn að þetta húsnæði yrði keypt til þessara nota, þar sem ýmsir ókostir væru Menningarvaka Suðurnesja endurvakin Á árunum 1979 eða 1980 var haldin hér á Suðurnesj- um menningarvaka um páska undir yfirskriftinni „Fiskur undan steini“. Var hún sett í Grindavík og flæddi síðan yfir allan skagann og lauk með tón- leikum Sinfóníuhljómsveit- arinnar í Félagsbíói í Kefla- vik. Nú hefur hópur áhuga- aðila kannað áhuga fyrir endurvakningu slíks menn- ingarviðburðar og virðist mikill áhugi vera fyrir því, að sögn Hjálmars Árnasonar skólameistara, sem er einn ' þessara áhugaaðila. Hafa því verið myndaðir starfshópar fyrir hin ýmsu svið, s.s. tón- listarmál, bókmenntir o.fl., og ræður hver hópur undir- búningi á sínu sviði. Skipar síðan hver starfs- hópur einn fulltrúa til setu í fulltrúaráði sem er ætlað það hlutverk að stilla saman alla strengi og hefur þegar komið í ljós að hægt verður að halda menningarvöku þar sem mikið verður í boði um kom- andi páska. Nánar verður greint frá þessu er nær dregur páskum. Þessar ungu Garðdömur skemmtu sér vel á skautum þegar Ijós- mvndara Víkur-frétta, Hilmar Braga Bárðarson, bar að garði. I baksýn er ungur pabbi með börnin á sleða. Sannkölluð vetrar- stemning. því samfara að vera á efri I kannað yrði fyrst val um ein- I betur félli tyrir starfsemi hæð. Fór hann því fram á að I hverja aðra byggingu sem I þessa. Getum enn bætt við okkur nokkrum veislum, hvort sem þú vilt heitt eða kalt borð eða kaffiveislu. Pantið tíma - ef halda á veislu fína. Munið okkar rómuðu brauð- tertur og snittur í hvers kyns veislur og mannafagnaði. icyflatStofán eistwiHH Brekkustíg 37 - Simi 13688 Njarðvík UMBOÐSSKRIFSTOFA HELGI HOLM Hafnargötu 79 - Keflavík NÝTT SÍMANÚMER: 15660 Happdrœtti Háskóla Islands Happdrœtti SÍBS Tryggingafélagið Ábyrgð Ferðaskrifstofan Útsýn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.