Orð og tunga - 01.06.1998, Page 74

Orð og tunga - 01.06.1998, Page 74
62 Orð og tunga viðfangsmáli á markmál myndi sú heljarmiklaorðabók einungis innihaldaþau jafnheiti sem þegar hafa verið notuð. En í nýjum þýðingum kæmu án efa fram mörg ný jafnheiti. I öðru lagi lifum við í raunverulegum heimi og veraldleg atriði eins og stærð og verð orðabókar eru mikilvæg. Við getum t.d. ekki samið íslensk-rússneska orðabók í sjö bindum sem kostaði of fjár. Þess vegna verður höfundur tvímála orðabókar að velja og hafna, og það er hreint ekki óhugsandi að hann hafnaði einmitt því sem einhver notandi þyrfti á að halda. I þriðja lagi eru tvímála orðabækur samdar fyrir notendur sem hafa ekki mikla kunnáttu á sviði málvísinda. Þetta þýðir að orðabókin á annars vegar að vera vísindaleg og hins vegar þannig úr garði gerð að meðalmaður geti notað hana. Þessar kröfur er ekki alltaf auðvelt að samrýma. Þar eru forsetningar gott dæmi. Staða og hlutverk forsetninga eru oft svo flókin að mannlegt mál skortir orð til að lýsa því en vísindaleg flokkun merkinga í flettigrein getur reynst mörgum notendum um megn svo að þeir eiga erfitt með að finna ákveðna merkingu. I fjórða lagi er tvímála orðabók bundin þeim tíma sem hún er samin á en ný orð eru sífellt að verða til og auðga mál okkar, hvort sem málið er íslenska, rússneska, norska eða þýska. Nokkur þessara nýju orða, og ekki síður orðasambönd, koma og fara, eru dægurflugur, og við getum ekki tekið þau öll með í orðabækur. Hvað ný orð snertir vitum við oft ekki hvort þau muni haldast í málinu eða ekki. Sem dæmi má nefna nafnið á flokki fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, Jegor Gajdar, Lýðrœðislegur valkostur Rússlands. A að taka þetta heiti með t.d. í rússnesk- íslenska orðabók? Sumir eru andvígirþví að slík orðasambönd séu þýdd orðrétt og taka þau þess vegna ekki með í orðabækur. En málið er ekki svo einfalt. Aðalblað Kínverja heitir annaðhvort Dagblað alþýðunnar eða Alþýðudagblaðið á íslensku, en á rússnesku heitir það >KenbMHHL>KH6ao; nafnið er m.ö.o. þýtt á íslensku en umritað á rússnesku. Sum orð eða orðasambönd eru notuð í nokkra mánuði eða jafnvel í nokkur ár, en orðabókamenn vita þó ekki hvort þau rnuni haldast í málinu. Orðiðfatwa ‘dauðadómur (hjá múslimum)’ sést ekki sjaldan í norskumblöðum (sérstaklega í sambandi við Salman Rushdie),en þaðer óvíst að það verði notaðeftirfimmár. Orðið MOjtxaxejt ‘mujahedin’ sjáum við í mörgum rússneskum dagblöðum, en það getur horfið og gleymst nú þegar styrjöldinni í Afghanistan er lokið. Vandamálið á sér líka aðra hlið. Hvar eiga mörkin að liggja í hinn endann, þ.e. hve gömul orð eigum við að taka í tvímála orðabækur nútímamáls? Hér má nefna orð og orðasambönd úr forníslensku eins og atgeir, goðorð, tjalda búð o.s.frv. I fimmta og síðasta lagi má nefna að mat orðabókarhöfundar á notkunargildi ein- stakra lesa (lexema) hefur mikil áhrif. Það er deginum ljósara að höfundur á hlutlægt, svo að segja sine ira et studio, að skrá allt það orðafar sem nothæft er í orðaforða málsins. En í orðaforðanum er margt að finna sem höfundur sjálfur notar aldrei og hefur óbeit á. Það er þekkt að margir notendur vilja nota slík orð og orðasambönd þegar þeir tala erlend mál. Hefur höfundur rétt á að mæla með því við notendur að þeir noti ekki ákveðin orð eða orðasambönd? Annmarkar á tvímála orðabókum, sem stafa af gamaldags skoðunum orðabókar- höfunda, eru miklu fleiri. Ég ætla ekki að ræða þá alla og nefni aðeins nokkur atriði.

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.