Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 86
Leikvangurinn Knattspyrna er gríðar­lega vinsæl í Kína og það veit Kommún­istaflokkurinn og for­setinn Xi Jinping. Hug­myndafræði flokksins er að gera Kína að stórveldi á næstu 50 árum og er pólitísk samstaða um málið. Kommúnistaflokkurinn á sér ákveðinn draum og til að framfylgja honum hefur ekki aðeins verið fjár­ fest til skamms tíma. Seint á árinu 2014 var það tilkynnt að fótbolti væri orðinn skyldufag í grunnskólum landsins og fengu 20 þúsund skólar nýja æfingavelli. Sérstakir knatt­ spyrnuskólar fóru að rísa og eru nú um 50 þúsund slíkir skólar í landinu en þeir voru fimm þúsund árið 2013. Xi Jinping, forseti Kína, kynnti svo í fyrra 50 ára áætlun um hvernig Kína ætlar sér að verða stórveldi í knatt­ spyrnunni. Áhuga forsetans skal ekki vanmeta en hann nánast sprengdi Internetið þegar hann tók sjálfu af sér með Sergio Aguerro, leikmanni Manchester City, sem kínverskir fjár­ festar eiga einmitt 13 prósent í. Í nóvember var kynntur fimm ára fótboltasamningur við þýsk stjórn­ völd og þýsku deildina um þjálfun, fræðslu, dómgæslu og skipulagningu deildanna í Kína. Angela Merkel og Xi Jinping skrifuðu undir. Í desember var álíka samningur gerður við Breta um að enska deildin leiðbeini þjálf­ urum og kenni ungum krökkum. Hvort það sé sniðug hugmynd á eftir að koma í ljós, en eins og flestir vita eru hlutabréf í enskum leikmönnum og þjálfurum í sögulegri lægð þessa stundina. Kínagullið glóir og heillar þá bestu Kína ætlar sér að verða stórveldi í knatt- spyrnuheiminum. Stöðugar fréttir berast af leikmönnum sem halda til Kína að spila fót- bolta fyrir fáránlegar upphæðir. Launin eru há og stórliðum í Evrópu er hafnað í staðinn. Fyrir utan allt þetta er stefnan sett á að setja á laggirnar nýja ofurmeistara­ deild. Ríkasti maður Kína, Wang Jian­ lin, er sagður vera á bak við áætlunina og vera þegar búinn að tala við félög eins og Real Madrid, Manchester Uni­ ted, Barcelona og Mílanórisana Inter og AC Milan sem voru nýlega keyptir af kínverskum fjárfestum. Fótbolti er í raun fundinn upp í Kína en Kínverjar spiluðu leikinn cujul löngu fyrir Krist sem FIFA hefur viðurkennt að sé fyrsta form af fótbolta. Kínverjar tóku þessu fagnandi og Kommúnistaflokkurinn vill að knattspyrnan komi heim. Og það á að taka boltanum fagn­ andi með öllum tiltækum ráðum. Kínverjar eru númer 81 á heimslista FIFA og töpuðu fyrir okkur Íslend­ ingum á þriðjudag. Draumurinn er að sjálfsögðu að vinna Heimsmeistara­ keppnina en einnig að byggja upp deild og félög sem eru nógu freistandi fyrir bestu leikmenn heims. Ekki er mjög langt síðan Evrópa var eini staðurinn þar sem bestu leikmenn heims vildu spila en eins og fyrrver­ andi miðjumeistari Barcelona, Xavi, benti nýlega á er það að breytast. „Í langan tíma hefur metnaður knatt­ spyrnumanna snúist um að spila í fjórum eða fimm stærstu deildum Evrópu og komast í Meistaradeildina. En ef Kína ætlar að búa til keppnis­ deild með bestu leikmönnunum og bestu þjálfurunum, þá verður það kannski þannig að Evrópa verður ekki eini áfangastaðurinn fyrir bestu leikmennina.“ Það er varla hægt að gúggla nokk­ urn leikmann í dag án þess að hann hafi verið orðaður við ferðalag til Kína. Jafnvel félög eins og Liverpool og Southampton hafa verið orðuð við sölu til Kínverja í sumar. Mið­ Tölur í milljónum Launahæstu knattspyrnumenn heims Carlos Tevez FC Shenhua 85 á viku 12,2 á dag Cristiano Ronaldo Real Madrid 50 á viku 7,1 á dag Lionel Messi Barcelona 49 á viku 7 á dag Gareth Bale Real Madrid 44,5 á viku 6,4 á dag Hulk Shanghai SIPG 44,5 á viku 6,4 á dag Oscar Shanghai SIPG 40,3 á viku 5,6 á dag Neymar Barcelona 40 á viku 5,7 á dag Axel Witsel Tianjin Quanjian 37,5 á viku 5,4 á dag Luiz Suarez Barcelona 33,4 á viku 4,8 á dag Paul Pogba Manchester United 36 á viku 5,1 á dag Wayne Rooney Manchester United 36 á viku 5,1 á dag *Allar tölur eru í krónum. Laun Messi og Ronaldo eru reiknuð eftir skatt. Inni í þessum tölum eru einnig bónusar og annað sem gæti hækkað launin. Auglýsingasamningar eru ekki teknir með. Heimild: financefootball.com landsliðin WBA, Aston Villa, Wolves og Birmingham eru öll í eigu Kínverja. Carlos Tevez varð launahæsti knattspyrnumaður heims þegar hann samdi við Shanghai Shenhua og þiggur hann 615 þúsund pund á viku fyrir það eða 85 milljónir króna. Sjöfaldur lottópottur árið 2014 var einmitt 85 milljónir króna og má því segja að Tevez vinni sjöfaldan vinning í hverri viku. Oscar kom einnig með risalaun í rassvasanum og Axel Witsel hafnaði ítölsku risunum í Juventus til að fara til Kína. Alexis Sanchez er orðaður við 500 þúsund pund á viku hjá Hebei China Fortune og Englendingarnir Wayne Rooney og John Terry hafa fengið góð tilboð. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur Rooney fengið boð um 700 þúsund pund á viku frá tveimur félögum. Fréttirnar um kolbrjáluð laun og félagaskipti eru í raun það margar að það þyrfti aðra síðu til að skrifa um það. Hvort hægt sé að láta knattspyrnu­ drauma rætast er önnur saga en með nánast óþrjótandi brunn af peningum, stuðning forsetans og flokksins sem og langtímamarkmið er allt hægt. Það má ekki gleyma að deildin í Kína er aðeins 12 ára gömul en hefur tekið gríðarlegt stökk á milli ára. Þegar Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu með Jiangsu Suning árið 2015 urðu þeir bikar­ meistarar en voru samt seldir. Næstu skref voru nefnilega landsliðmenn­ irnir frá Brasilíu Ramires frá Chelsea og Alex Teixeira frá Shakhtar Donetsk sem hafnaði fjölmörgum risaliðum í Evrópu. En hvað skyldi gerast ef peningarnir klárast, fjárfestarnir nenna ekki lengur að leika sér í mannlegum Champions­ hip Manager eða spillingin verði svo mikil að leikmenn nenna ekki lengur að spila þarna? Þá gæti allt farið, jafn­ vel 50 ára áætlun forsetans. Stefnan er Sett á nýja ofurmeiStaradeild. ríkaSti maður kína er Sagður á bak við áætlunina. Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r34 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F 2 -2 4 B 4 1 B F 2 -2 3 7 8 1 B F 2 -2 2 3 C 1 B F 2 -2 1 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.