Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.1997, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 20.03.1997, Blaðsíða 2
Leiðrétting Vegna mistaka staðsett- um við viðkomandi eign í Njarðvík, í auglýsingu Fasteignasölunnar í síðasta tölublaði. Leið- réttist það hér með og eru viðkomandi aðilar beðnir velvirðingar. Heiðarbraut Id, Keflavík 152 ferm. raðhús ásamt 30 ferni. bflskúr. Húsið er í góðu ástandi. Laust strax. Mjög góðir greiðsluskil- málar. Utborgun kr. 500 þúsund. 10.500.000,- lÆvintýralegi I þorskveiði | gerði. Þar er allt fuilt af ■ fiski. Bæði neta- og drag- , nótabátar hafa verið í góðu | fiskiríi. Samkvæmd DV í ' vikunni er Fiskistofa með I fyrirtæki í rannsókn þar | sem þorskur hefur verið | skraður sem aðrar tegundir. ■ Fiskistofa vill ekki tjá sig ■ um rannsókn málanna. Fjölmargir bátar eru búnir * með þorskkvóta þó svo I ftskveiðiárið sé rétt hálfnað. I Hafa menn griðið til þess | ráðs að skipta yfir á önnur i veiðafæri og stefna á ■ önnum mið. Veiði neta- og trollbáta hefur verið ævintýraleg í síðustu og þessari viku. Fullfermi eftir daginn er ekki óalgengt. Um er að ræða mjög stóran fisk sem virðist vera á höttunum eftir loðnunni sem er um allan sjó. Bátar í Grindavík þurftu margir hverjir að fara tvo róðra sama daginn í síðustu viku þar sem bátamir voiu orðnir fullir af ftski áður en tekist hafði að draga öll netin. Svipaða sögu er að segja af bátum gerðum út frá Sand- Fasteimasalan HAFNARGÖTU 21 - KEFLAVÍK O SÍMAR4211420 OG 4214288 Fitjabraut 6a, Njarðvík 4ra lierb. íbúð á 2. hæð. Mjög góðir greiðsluskilmálar. Útborgun kr. 100 þúsund. 2.000.000.- Háseyla 13, Njarðvík 155 ferm. einbýli ásamt 52 ferm. bllskúr. Húsið er í góðu ástandi. Hagstæð Byggingar- og Húsbréfalán áhvflandi. 11.000.000,- Þórustígur 4, Njarðvík 86 ferm. 3ja herb. neðri hæð. Búið að skipta um skolp- og vatnslagnir í íbúðinni. 5.000.000.- Hjallavegur lli, Njarðvík 82 femr. 3ja herb. fbúð á 2. hæð ásamt sérgeymslu á 1. hæð. Mjög hagstæð Bygg- ingarsjóðslán áhvflandi m/4,9% vöxtum. 4.800.000,- Heiðarholt 30, Keflavík 61 ferm. 2ja herb. íbúð á 3. hæð í góðu ástandi. Hagstæð Byggingarsj.lán áhvítandi m/4,9% vöxtum. 4.500.000.- Hringbraut 78, Keflavík 2ja herb. íbúð á neðri hæð ásamt 44 ferm. bílskúr. Mjög góðir greiðsluskilmálar m.a. hægt að taka bifreið uppí útborgun. 4.500.000.- Heiðarholt 16, Keflavík 65 ferm. 2ja herb. íbúð á 2. hæð, ásamt sérgeymslu á 1. hæð. Glæsileg íbúð á góðu verði. Losnar fljótlega. 4.600.000,- Brekkustígur 16, Njarðvík 197 fenn. einbýli, bílskúr innif. í sjærð. Eftirsóttur staður. Ýmsir góðir greíðslu- skilm. koma til greina. Allar nánari uppl. gefnar á skrif- stofu. Brekkustígur 33b,Njarðvík Rúnrg. 3ja herb. íbúð á 2. hæð m/sérgeym. og mikilli sameign í kjall. Ibúðin er í góðu ástandi. Laus strax. Hagstæð lán m/Iágum vöxt- um. Utborg. aðeins 200 þús. Tilboð. Skodið myndaglugga okkar, þar eru að finna sýnishorn affasteignum, sem eru á söluskrá hjá okkur. H Aðalskipiilag Sandgerðisbœjar: Aðaláhersla á samgöng- ur og umhverfismál Aðalskipulag Sandgerðisbæjar fram til ársins 2017 var var nýverið kynnt bæjarbúum og verður aðaláhersla lögð á samgöngumál, umhverfismál og hafnarmannvirki. Einnig er stefnt að því að byggja upp miðbæjarkjarna með víðtæka þjónustu íyrir íbúa Sandgerðis- bæjar og utanaðkomandi. Að sögn Sigurðar Vals Asbjam- arsonar, bæjarstjóra Sand- gerðisbæjar er talið brýnast að skoða umferðarkerfið í bæjar- félaginu og hvemig því verður háttað. Fallið verður frá legu þjóðvegar austan við Sandgerði og hann í staðin lagður í geg- num bæinn um Strandgötu. Aðkoman í bæinn færist suður fyrir núverandi byggð og ný aðkomugata verður lögð austan Hólagötu. „I framhaldi eru hafnarmann- virki skoðuð og hefur komið í ljós að hafnarsvæðið er of lítið. það þarf að stækka höfnina og er gert ráð fyrir því að smábá- tahöfhin verði sett íyrir sunnan núverandi hafnarmannvirki", sagði Sigurður Valur. Gert var ráð fyrir miklum jarðvegsfyllingunt á fyrra aðal- skipulagi en því verður sleppt til þess að skapa útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. „Það er mikil áhersla lögð á umhverfisþátt skipulagsins og þá sérstaklega Tjamarsvæðið og umhverfið í kringum námurnar fyrir ofan bæinn. Síðan verður svæði íþróttafélagsins skoðað sérstak- lega og mun það stækka umtalsvert frá fyrra aðalskipu- lagi". Gert er ráð fyrir að íþróttasvæðið stækki töluvert er Sandgerðisvegur verður lagður sunnan við svæðið, þannig að hann slíti ekki tenginguna við skólann eins og nú er. Þar verður því hægt að koma fyrir handbolta- körfubolta og tennisvöllum auk æfingarvalla. Einnig má koma þar fyrir að- stöðu til iðkunnar frjálsra íþrótta. Að auki er gert ráð fyrir að byggja 25 metra laug á svæðinu á skipulagstímanum. Gert er ráð fyrir þvt að Sandgerðisbær fái svæði og byggingar við Rockville rat- sjárstöðina til ráðstöfunar í lok árs og em uppi hugmyndir um að setja upp herminjasafn þar tileinkað hemáminu. Stefnt er að því að byggja upp miðbæjarkjarna í Sandgerði með byggingu þjónustu- miðstöðvar sem er ætlað að draga alla þjónustu á einn stað. Að sögn Sigurðar Vals mun slík þjónustumiðstöð risa beint upp af nýrri Hafnargötu sem kemur upp af hafnarsvæðinu. Gert er ráð fyrir hringtorgi fyrir fi'aman miðstöðina. „ Það hefur komið fram tillaga frá arkitekt aðal- skipulagsins um ætlað útlit og það hefur eitt stórt verk- takafyrirtæki velt því fyrir sér hvort að þeir myndu byggja húsnæðið og síðan leigja það eða selja út en það er ekki komið á frekara vinnslustig", sagði Sigurður Valur en Sandgerðisbæ hefur lengi vant- að þjónustukjama. Nýja bæjarmerkið tekið í notkun Súlan, nýtt bæjarmerki Reykjanesbæjar, verður tekið í notkun 1. apríl nk. Tillaga Guðjóns D Jónssonar var valin úr hátt í þriðja hundrað tillagna sent bárust í hugniyn- dasamkeppni Reykjanesbæjar á síðasta ári. Mericið vísar í súlubyggð í Eldey sem er suðvestur af Reykjanesi en þar er þriðja stærsta súlubyg- gð í heirni. Telur höfundur vel við hæfi að bæjarfélag sem kennir sig við Reykjanes geri Súluna að einkennisfulgi sínum. A merkinu rís upp hvít súla sem tákn um lifandi sam- félag. 2 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.